Hvað get ég selt bílinn á?

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
Snaevar
Nörd
Póstar: 128
Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Hvað get ég selt bílinn á?

Pósturaf Snaevar » Þri 07. Jan 2025 19:06

Sælir

Ég er í bílahugleiðingum og er að spá hvað ég get selt núverandi bílinn á.

Þetta er 2015 Toyota Yaris Trend
Sjálfskiptur
Keyrður 101.000km
Tveir eigendur frá upphafi
Smurður á 7500km fresti og hefur nokkrum sinnum verið tekinn í ítarlegar þjónustuskoðanir hjá umboði.
Kvittanir fyrir allt sem hefur verið gert fyrir hann.
Mjööög vel hugsað um hann.
Engar sýnilegar dældir/rispur og ekkert ryð (Ekki heldur á undirvagninum).

Hvað eru svona bílar að seljast á í dag?'
Síðast breytt af Snaevar á Þri 07. Jan 2025 19:07, breytt samtals 1 sinni.


PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz

Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)


gunni91
Besserwisser
Póstar: 3138
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 232
Staða: Ótengdur

Re: Hvað get ég selt bílinn á?

Pósturaf gunni91 » Þri 07. Jan 2025 19:20

Ekki mikið af ssk yaris á sölu af þessari árgerð en það er alltaf eftirspurn eftir þeim.

Hérna er einn tveimur árum nýrri, ekinn minna og sjálfskiptur með ásett verð 1.490.000 kr, spurning hvort hann fáist á 100-200þ undir ásettu verði. Veit svosem ekkert ástandið á þessum.

https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... a6c42ab8dd

https://bland.is/til-solu/farartaeki/bi ... 6/5072997/

Gætir prufað að setja 1.200.000-1.300.000 kr á bílinn og sjá hvað gerist?

Alveg magnað hvað þessir bílar seljast á háu verði!
Síðast breytt af gunni91 á Þri 07. Jan 2025 19:22, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

Henjo
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 319
Staða: Ótengdur

Re: Hvað get ég selt bílinn á?

Pósturaf Henjo » Þri 07. Jan 2025 22:34

Myndi setja allavega 1500-1600þ á hann, síðan er auðvitað samið um smá minna þegar það kemur kaupandi. Alveg fáránlegt hvað þessir bílar haldast í verði.

Get ímyndað mér að manneskjan sem er að fara borga aukalega fyrir toyota yfir t.d. ódýran i20, sé að fara sjá það sem risa kost að það fylgir bókhald með bílnum yfir allt viðhald.

Merkilega algengt að maður fer á bílasölu og skoðar 5-6 ára bíll og það er ekki einusinni kvittun fyrir einu einustu olíuskipti. Maður hefði haldið ef fólk er að kaupa nýjan bíll á 4 milljónir að allt svoleiðis færi plastað í möppu.

Ef bíllinn er lengi að seljast þá er auðvitað alltaf hægt að lækka smá.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16923
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2246
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað get ég selt bílinn á?

Pósturaf GuðjónR » Þri 07. Jan 2025 23:30

10 ára gamall smábíll, ég giska á 800k.



Skjámynd

Henjo
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 319
Staða: Ótengdur

Re: Hvað get ég selt bílinn á?

Pósturaf Henjo » Mið 08. Jan 2025 00:22

GuðjónR skrifaði:10 ára gamall smábíll, ég giska á 800k.


Ef hann væri beinskiptur og keyrður tvöfalt meira, þá já.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2426
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 156
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hvað get ég selt bílinn á?

Pósturaf littli-Jake » Mið 08. Jan 2025 07:42

Þetta er svona rétt rúmlega milljón


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180