
Veggurinn er um 180cm.
Það er gips veggir í íbúðinni þannig að ég myndi halda mig í því.
En aðal málið er að veggurinn þyrfti að koma ofan á gegnheilt niðurlímt parket, og það mætti ekki bora í parketið eða skemma því ég vil hafa möguleikann á að breyta íbúðinni aftur í fyrra skipulag án þess að þurfa fara lagfæra eftir slíkar boranir. Þannig að ég var að hugsa hvort það sé ekki hægt að líma eða kítta gólfstoðirnar fyrir svona vegg niður.
Er að taka niður existing vegg með dyraramma+hurð og myndi líklega velja að færa það bara, en veit ekki hvort hægt sé að bjarga dyrarammanum, kannski að klárir smiðir geti bjargað eða þá smíðað eins, þetta er frekar einfaldur rammi og ekkert spes, lakkaði hann sjálfur.
Treysti mér ekki í þetta sjálfur þó þetta ætti að vera einfalt verk, ég er ekki mjög handlaginn í svona verk. En get þó séð um sparsl og málun

Þannig að smiðir sem hafa áhuga mega alveg senda mér PM. Hef ekki alveg ákveðið að fara í þessa framkvæmd, kostnaður ræður eitthvað um þar, svo eru að koma jól og svona þannig að ég tek mér tíma í að íhuga þessa breytingu hjá mér.