Síða 1 af 1

AEG Þvottavél með E20 kóða.

Sent: Þri 25. Jan 2022 18:35
af halipuz1
Sælir vaktarar, ég er að forvitnast aðeins, AEG þvottavélin til margra ára er farin að sýna villuboð E20.

Ég tók quote frá veraldavefnum:

AEG error E20, E21, E22, E23, E24, E25, E32, C2, or F2
AEG error E20
Your AEG washing machine doesn't drain the water. The drum may be full of water. This can be due to a clogged drain filter or another problem with the drain. Open the flap at the front of the washing machine on the bottom right. Remove the filter and clean it. Next, replace the filter. Check that there's no kink in the drain hose. Also make sure the drain hose is raised no more than 1 meter above the washing machine. Otherwise the washing machine must pump up the water too far.


Ég fór eftir öllu þessu, samt virðist ekkert virka. Ég hlustaði aðeins á hana vinna og mér finnst dælan ekki vera alveg að standa undir álaginu, heyrist bara suð þegar hún er í vatnslosunar hami og ekki þetta venjulega humm sem er í takti :-k

Allavega, hefur einhver lent í svipuðum málum og geta leyst þetta?

Mbk.

Re: AEG Þvottavél með E20 kóða.

Sent: Þri 25. Jan 2022 18:49
af rapport
Ef þú átt stelpur... þá get ég eiginleg alofað þér að þetta er hárspenna sem situr föst í dælunni.

Ég hef þurft að skrúfa allt úr þarna framaná þvoittavélinni, taka vélina úr sambandi og fara inn í dæluna með vírherðatré eða einhverju mjóu og plokka út hárspennur, heyrnatól og allskonar...

Þessar dælur þola helling, hef verið með Electrolux, sem er sama hönnun og framleiðsla og AEG, líklega sama dæla.

Re: AEG Þvottavél með E20 kóða.

Sent: Þri 25. Jan 2022 20:06
af halipuz1
rapport skrifaði:Ef þú átt stelpur... þá get ég eiginleg alofað þér að þetta er hárspenna sem situr föst í dælunni.

Ég hef þurft að skrúfa allt úr þarna framaná þvoittavélinni, taka vélina úr sambandi og fara inn í dæluna með vírherðatré eða einhverju mjóu og plokka út hárspennur, heyrnatól og allskonar...

Þessar dælur þola helling, hef verið með Electrolux, sem er sama hönnun og framleiðsla og AEG, líklega sama dæla.


Þakka skjót svör, þá er bara ná í skrúfjárnin í byrja á þessum herlegheitum.

Re: AEG Þvottavél með E20 kóða.

Sent: Þri 25. Jan 2022 20:08
af elri99
Athugaðu líka hvort spaðinn slúðri á motor skaftinu. Slit milli spaða og skafts.

Re: AEG Þvottavél með E20 kóða.

Sent: Mið 26. Jan 2022 10:02
af rapport
halipuz1 skrifaði:
rapport skrifaði:Ef þú átt stelpur... þá get ég eiginleg alofað þér að þetta er hárspenna sem situr föst í dælunni.

Ég hef þurft að skrúfa allt úr þarna framaná þvoittavélinni, taka vélina úr sambandi og fara inn í dæluna með vírherðatré eða einhverju mjóu og plokka út hárspennur, heyrnatól og allskonar...

Þessar dælur þola helling, hef verið með Electrolux, sem er sama hönnun og framleiðsla og AEG, líklega sama dæla.


Þakka skjót svör, þá er bara ná í skrúfjárnin í byrja á þessum herlegheitum.


Þarft ekki skrúfjárn, bara opna inn að dælunni þetta hólf/rör neðst hægramegin á velinni

Re: AEG Þvottavél með E20 kóða.

Sent: Mið 26. Jan 2022 16:34
af Thor2605
Dugaði nú bara að taka mína úr sambandi alveg í 20min og svo aftur í samband og E20 var farið.(semsagt factory reset,) tekur oftast ekki nema 5min úr sambandi. Enn það var reyndar uppþvottavél. Held það sama gildi um þvottavélar samt.

Re: AEG Þvottavél með E20 kóða.

Sent: Fim 27. Jan 2022 15:50
af Hauxon
Það er sigti neðst á vélinni sem er lang líklegast til að vera stíflað og hárspennur, teygjur og hár sökudólgurinn. Þetta er bak við lok neðst líklega hægra megin. Þú þarft að tappa vatninu af henni með að taka tappa úr litlu svörtu röri sem er þarna. Vélin mín var á gólfinu og setti ég slönguna bara í ryksugurör til að beina vatninu í næsta niðurfall. Svo skrúfar þú sigtið úr og hreinsar það.

Re: AEG Þvottavél með E20 kóða.

Sent: Fim 27. Jan 2022 16:02
af halipuz1
Takk fyrir svörin kæru félagar. Spaðarnir á dæluni voru eitthvað fastir náði að reddaeim í gang

Re: AEG Þvottavél með E20 kóða.

Sent: Fim 27. Jan 2022 20:03
af jonfr1900
Það þarf stundum að skipta um dælunar, þar sem þær slitna með tímanum og passa að sían framan á sé hrein (þar sem er hægt að opna neðst).

Re: AEG Þvottavél með E20 kóða.

Sent: Fös 28. Jan 2022 17:43
af halipuz1
Jæja, eftir 3 vélar ákvað vélin að gera þetta aftur og ég sé ekkkert í dælunni. Ætli það sé ekki bara ný, enda er þessi alveg komin á sinna ára búin að lifa góðu 10 ára lífi.