Myglaður Tjaldvagn

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
Black
Vaktari
Póstar: 2388
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 124
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Myglaður Tjaldvagn

Pósturaf Black » Sun 26. Jún 2022 12:40

Halló
Ég er að fara í það verkefni að hreinsa myglaðan tjaldvagn og langar að athuga með ykkar reynslusögur af mygluðum tjaldvögnum/tjöldum.

Mig skortir ekki aðstöðu til að prófa allar aðferðir. Það sem mig var búið að detta í hug var að taka allt tjaldið úr vagninum og leggja í bleyti í 1000L Plastbamba, Ég myndi helst vilja henda útí þessa 1000L af vatni 100L af Rodalon og láta liggja en þá er það orðið full dýrt til að bjarga einum tjaldvagn :)

Þannig að ég hugsa að ég setji hann bara í vatn yfir nótt og úða svo yfir hann myglueyði og skrúbbi tjaldið. Háþrýstiþvæ og læt þorna inni í nokkra daga.


Hvernig hljómar það ? Hausverkur og bílveiki eftir svefn í mygluðum tjaldvagn :pjuke eða ætli þetta eigi eftir að virka hjá mér :happy


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Myglaður Tjaldvagn

Pósturaf mainman » Sun 26. Jún 2022 15:26

Ég gerði þetta einhverntíman.
Kom mér á óvart hvað það var fljótlegt að taka allt tjaldið úr vagninum.
Ekkert mál að þrífa þetta með háþrýsti og rodalon.
Þú losnar samt ekki við svörtu blettina en myglan hættir og lyktin fer.
Ég setti þetta samt ekki í bamba heldur breiddi úr þessu á planið hjá mér, bleytti allt með vatni.
Blandaði svo í skúringafötu ridalon og klór og skrúbbaði allt með bílaþvottakúst.
Háþrýstsmúlaði síðan allt og hengdi til þerris.
Kom bara fínt út og það eru komin 5 ár síðan ég gerði þetta og það er aldrei nein breyting á svörtu blettunum á hverju ári þegar hýsið er opnað eftir veturinn.
Gangi þér vel með þetta!



Skjámynd

Höfundur
Black
Vaktari
Póstar: 2388
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 124
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Myglaður Tjaldvagn

Pósturaf Black » Sun 26. Jún 2022 18:01

mainman skrifaði:Ég gerði þetta einhverntíman.
Kom mér á óvart hvað það var fljótlegt að taka allt tjaldið úr vagninum.
Ekkert mál að þrífa þetta með háþrýsti og rodalon.
Þú losnar samt ekki við svörtu blettina en myglan hættir og lyktin fer.
Ég setti þetta samt ekki í bamba heldur breiddi úr þessu á planið hjá mér, bleytti allt með vatni.
Blandaði svo í skúringafötu ridalon og klór og skrúbbaði allt með bílaþvottakúst.
Háþrýstsmúlaði síðan allt og hengdi til þerris.
Kom bara fínt út og það eru komin 5 ár síðan ég gerði þetta og það er aldrei nein breyting á svörtu blettunum á hverju ári þegar hýsið er opnað eftir veturinn.
Gangi þér vel með þetta!


Geggjað takk fyrir svarið :D
Síðast breytt af Black á Sun 26. Jún 2022 18:02, breytt samtals 2 sinnum.


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myglaður Tjaldvagn

Pósturaf Viktor » Mán 27. Jún 2022 17:01

Væri ekki einfaldast að setja þetta í frysti?

Ef þú veist um nægilega stóran frysti ætti þetta að laga sig sjálft þannig :)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB