Þvottahús, vatnsverja eða ekki?

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Þvottahús, vatnsverja eða ekki?

Pósturaf Njall_L » Sun 30. Okt 2022 20:55

Sælir vaktarar

Er að taka í gegn þvottahúsið hjá mér og er að velta fyrir mér hvort það eigi að vantsverja gólfið, eða ekki.

Gólfið er steypt og verður flotað og síðan flísað með vatnsvörn á milli flots og flísa ef ég fer þá leið.

Hef rætt þetta við nokkra aðila sem öll segja að þvottahús sé ekki nauðsynlegt að vatnsverja því það sé ekki eiginlegt votrými eins og baðherbergi og af því að gólfið er steypt en ekki úr timbri.

Sumir hafa síðan bætt við að það sé ekkert verra að vatnsverja en aðrir mæla gegn því þar sem ég væri vissulega að stoppa að vatn kæmist mögulega í gólfplötuna en á sama tíma væri ég að hindra allan möguleika á því að gólfplatan geti andað.

Hvað segja fagmenn/konur við þessu? Ef þið mælið með annari hvorri leiðinni, af hverju?


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þvottahús, vatnsverja eða ekki?

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Okt 2022 21:11

Grunna, flota og grunna svo aftur og líma flísarnar á. Óþarfi að segja vatnsvarnarfilmu á milli.




Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Þvottahús, vatnsverja eða ekki?

Pósturaf Peacock12 » Mán 31. Okt 2022 08:58

Er niðurfall?
Er hæð undir?
Hjá mér er þvottahús á efstu hæð og ekki niðurfall. Er með epoxy á gólfinu en ef ég myndi flísaleggja myndi ég allan daginn vatnverja. Samt hefur það nánast aldrei gerst að gólfið í baðherberginu blotni að ráði. Hefði kannski minni áhyggjur ef væri góður vatnshalli og niðurfall.

Á sömu hæð er baðherbergi sem ég tók í gegn fyrir áratug eða svo. Fékk til þess múrara sem trössuðu að vatnsverja og nokkrum árum seinna byrjaði að myndast rakablettir í loftinu beint undir. Þá voru þeir komnir til Noregs og fyrirtækið afskráð. Fyrir par árum og eftir miklar tilraunir gafst ég upp, lét rífa allt úr baðherberginu og vann það upp á nýtt. Lét flísarann sýna mér vatnsvörnina, límborðana og allt það áður en hann flísaði.




MrIce
Gúrú
Póstar: 587
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Þvottahús, vatnsverja eða ekki?

Pósturaf MrIce » Mán 31. Okt 2022 12:30

Ef þú ert í nokkrum vafa hvort á að verja eða ekki, better safe than sorry? Meira vesen núna vs ef það kemur upp eitthvað vesen seinna meir útaf raka / vatni.


-Need more computer stuff-

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þvottahús, vatnsverja eða ekki?

Pósturaf Viktor » Þri 01. Nóv 2022 10:25

Er þetta kjallari?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Þvottahús, vatnsverja eða ekki?

Pósturaf Njall_L » Þri 01. Nóv 2022 10:44

Þetta er einbýli á jarðhæð með steyptri plötu og timburveggjum. Núna hallast ég að því að vatnsverja kverkina á veggjunum og aðeins inn á gólfið. Þá nær platan að anda en ef til leka í þvottavél eða eitthvað slíkt kemur þá ætti ekki að komast vatn í veggina. Síðan auðvitað grunna vel eins og GuðjónR bendir á


Löglegt WinRAR leyfi