Lofthæð íbúða á Íslandi

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5375
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 975
Staða: Tengdur

Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf appel » Lau 12. Nóv 2022 23:13

Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig 250cm lofthæð varð að hálfgerðri reglugerðalofthæð, eiginlega allt sem er byggt er með þessari lofthæð, nýjar íbúðir eru með þessa lofthæð. Þetta er sama lofthæð og var fyrir 60-70 árum.

Dyragáttir eru einnig aðeins 200cm að hæð, 80-90cm breidd.

Þó er dýrara húsnæði með rýmri lofthæð og dyragátt, oftast sérteiknað einbýli.

En fólk hefur doldið breyst á þessum tíma. 1940 var meðalhæð fólks kannski nær 150cm, en maður sér unglingastráka í dag sem eru í 190cm hæð.
Ég er nú bara 185 á hæð og get alveg teygt mig upp í loftið.

Ekkert hægt að breyta þessu eftirá, en held að nýtt húsnæði eigi að vera með meiri lofthæð.

Held að 300cm ætti að vera standard. Afhverju er það ekki? Mikið af byggingaaðföngum gera ráð fyrir 300cm, t.d. gips plötur eru til í þessari hæð og þvíumlíkt.

Veit að þetta er mjög random :) en þetta er eitthvað sem ég heft lengi pælt í.
Síðast breytt af appel á Lau 12. Nóv 2022 23:13, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6768
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf Viktor » Lau 12. Nóv 2022 23:37

Hálfgerðri??? http://www.mannvirkjastofnun.is/library ... 0i-4.0.pdf

Ég er í húsi frá 1960 og lofthæðin er 260cm.

Ódýrara að hafa lægra til lofts.

Ein ferð með steypu bíl (8m3) kostar 600.000 KR. ;)
Síðast breytt af Viktor á Sun 13. Nóv 2022 07:35, breytt samtals 2 sinnum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 101
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf agnarkb » Lau 12. Nóv 2022 23:47

240cm hjá mér í húsi sem afi byggði 1947 - engar áhyggjur af því. Meira vesen eru hurðaropin sem eru 70cm.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Pure Base 500


Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 469
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 142
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 13. Nóv 2022 00:01

Viktor skrifaði:Hálfgerðri??? http://www.mannvirkjastofnun.is/library ... 0i-4.0.pdf

Ég er í húsi frá 1960 og lofthæðin er 260cm.

Ódýrara að hafa lægra til lofts.

Rúmmetri af steypu kostar 600.000 KR. ;)


Meira svona 60 þúsara rúmmetrinn :)
codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf codemasterbleep » Sun 13. Nóv 2022 00:02

En fólk hefur doldið breyst á þessum tíma. 1940 var meðalhæð fólks kannski nær 150cm, en maður sér unglingastráka í dag sem eru í 190cm hæð.
Ég er nú bara 185 á hæð og get alveg teygt mig upp í loftið.
Viðhengi
bull_i_appel.png
bull_i_appel.png (51.84 KiB) Skoðað 6012 sinnum
Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 469
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 142
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 13. Nóv 2022 00:06

appel skrifaði:Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig 250cm lofthæð varð að hálfgerðri reglugerðalofthæð, eiginlega allt sem er byggt er með þessari lofthæð, nýjar íbúðir eru með þessa lofthæð. Þetta er sama lofthæð og var fyrir 60-70 árum.

Dyragáttir eru einnig aðeins 200cm að hæð, 80-90cm breidd.

Þó er dýrara húsnæði með rýmri lofthæð og dyragátt, oftast sérteiknað einbýli.

En fólk hefur doldið breyst á þessum tíma. 1940 var meðalhæð fólks kannski nær 150cm, en maður sér unglingastráka í dag sem eru í 190cm hæð.
Ég er nú bara 185 á hæð og get alveg teygt mig upp í loftið.

Ekkert hægt að breyta þessu eftirá, en held að nýtt húsnæði eigi að vera með meiri lofthæð.

Held að 300cm ætti að vera standard. Afhverju er það ekki? Mikið af byggingaaðföngum gera ráð fyrir 300cm, t.d. gips plötur eru til í þessari hæð og þvíumlíkt.

Veit að þetta er mjög random :) en þetta er eitthvað sem ég heft lengi pælt í.


250 er ók, minna er talsvert síðra. 270 & 280 er vel næs og 300 og þaðan af meira er
mjög gott. Aukin hæð gefur sjálf frá sér einhverja vellíðan í viðbót við stærsta plúsinn:
að hafa einfaldlega meira andrúmsloft í rýminu.Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5375
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 975
Staða: Tengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf appel » Sun 13. Nóv 2022 00:10

Efast um að rúmmetraverð á steypu sé aðalmálið. Er ekki í dag verið að byggja bílakjallara í öllum nýbyggingum, sem var ekki gert áður fyrr. Það er í byggingum með aðeins 3-4 íbúðar-hæðir. Deildu þessum bílakjallara niður á íbúðirnar og allar þessar íbúðir gætu verið með 3m lofthæð. Enginn aukakostnaður.

En stórskrítið að sjá þessa 250cm lofthæð í nýbyggingum sem oftast eru markaðssettar sem "lúxus". Hver er lofthæðin þarna á Hafnarstræti, dýrustu íbúðum landsins, grunar að það sé 250cm.

En áhugavert að heyra hvaða reynslu menn hafa af húsnæði erlendis. T.d. var ég í airbnb í danmörku og það var 3m lofthæð, eldgömlu húsnæði.


*-*

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 804
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf Hrotti » Sun 13. Nóv 2022 00:45

Ég er að búinn að byggja og selja í mörg ár og lofthæðin er yfirleitt 270-275 í öllum fjölbýlum hjá mér og meiri í einbýlum þegar því er viðkomið. Það kostar sáralítið meira og er allt annað andrúmsloft í íbúðunum.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 101
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf agnarkb » Sun 13. Nóv 2022 00:46

appel skrifaði:Efast um að rúmmetraverð á steypu sé aðalmálið. Er ekki í dag verið að byggja bílakjallara í öllum nýbyggingum, sem var ekki gert áður fyrr. Það er í byggingum með aðeins 3-4 íbúðar-hæðir. Deildu þessum bílakjallara niður á íbúðirnar og allar þessar íbúðir gætu verið með 3m lofthæð. Enginn aukakostnaður.

En stórskrítið að sjá þessa 250cm lofthæð í nýbyggingum sem oftast eru markaðssettar sem "lúxus". Hver er lofthæðin þarna á Hafnarstræti, dýrustu íbúðum landsins, grunar að það sé 250cm.

En áhugavert að heyra hvaða reynslu menn hafa af húsnæði erlendis. T.d. var ég í airbnb í danmörku og það var 3m lofthæð, eldgömlu húsnæði.


Hef stundum afnot af húsi á suður Krít þar sem lofthæðin er örugglega hátt í 300cm. Nýlegt hús en pínu byggt á gamlan hátt. En svo hef ég prófað að gista í stærri borg á Krít og þar er allur gangur á þessu.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Pure Base 500

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6768
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf Viktor » Sun 13. Nóv 2022 07:36

Sinnumtveir skrifaði:Meira svona 60 þúsara rúmmetrinn :)

Lagað ](*,)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf Tbot » Sun 13. Nóv 2022 09:43

Sáraeinföld ástæða fyrir þessu.
Bygginagaleyfi er gefið út á stærð bygginga (fm) og hæð.
Ef þú hækkar lofthæð úr 2,5 m í 3 m, þá tapar þú heilli hæð á hverjum 5 hæðum og þar með hagnaði.Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5375
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 975
Staða: Tengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf appel » Sun 13. Nóv 2022 11:15

Tbot skrifaði:Sáraeinföld ástæða fyrir þessu.
Bygginagaleyfi er gefið út á stærð bygginga (fm) og hæð.
Ef þú hækkar lofthæð úr 2,5 m í 3 m, þá tapar þú heilli hæð á hverjum 5 hæðum og þar með hagnaði.

En fæstar byggingar í dag ná 5 hæðum.


*-*

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6768
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf Viktor » Sun 13. Nóv 2022 11:22

appel skrifaði:
Tbot skrifaði:Sáraeinföld ástæða fyrir þessu.
Bygginagaleyfi er gefið út á stærð bygginga (fm) og hæð.
Ef þú hækkar lofthæð úr 2,5 m í 3 m, þá tapar þú heilli hæð á hverjum 5 hæðum og þar með hagnaði.

En fæstar byggingar í dag ná 5 hæðum.


Þú tapar heilli hæð með því að gera eina íbúð með 260cm ;)

Ef tvær 250cm fara upp í hámarkið þeas.
Síðast breytt af Viktor á Sun 13. Nóv 2022 11:24, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6972
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 970
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf rapport » Sun 13. Nóv 2022 12:32

Er alinn upp í 101 í gömlum húsum og er sucker fyrir lofthæð, vorum með 295cm lofthæð þar sem ég bjó sem krakki. Þegar ég fékk gömlu bókahillurnar sem foreldrarnir höfðu notað þá voru þær 290cm, þá bjó ég í nýjum stúdentaíbúðum í Grafarholti og þurfti að saga þær niður í 245cm.

Flutti svo í 160fm "officera" íbúð á Ásbrú og þurfti að saga 10-20cm af hillunum því Kaninn var með enn minni lofthæð.

Þótti það alltaf skrítið, en það var vel hægt að hafa lægri lofthæð.

Íslensk byggingareglugerð er skrítin og gerir smíðina oft óþarflega dýra.

Einfalt dæmi er að erlendis er karmmál dyra yfirleitt 70-80-90-100 o.þ.h. en hér á Íslandi er krafa um að umferðamálið sé 70-80-90 og þá karmmálið alltaf einhver óræð tala sem er ekki standard og fer eftir því hvernig dyrnar eru hannaðar.

Þetta gerir það að verkum að það þarf að sérframleiða allar hurðir og karma fyrir íslenskan markað = extra dýrt, tímafrekt og mikið vesen, allt að 100% dýrara.

Ef byggingarhönnuðir mundi fatta þetta og hanna þetta m.t.t. íslenskra krafna en taka næstu standard stærð fyrir ofan, þá færi örlítið minni steypa í veggina, og í blokk með 10 x 3 herb. íbúðum þá mundi sparast líklega 10x eldvarnardyr á stigagang (500þ.) + 3x 100 x 15þ. (450þ.) (dyr á tvö herbergi og klósett) = lítið fjölbýli og milljón í sparnað og skjótari afhending ogf miklu meira úrval af litum og áferð.
mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf mainman » Sun 13. Nóv 2022 15:22

Þótt mikil lofthæð sé oft mjög flott þá eru líka sundum vandræði við það.
Ég er með 5.5m lofthæð í gegnum allt húsið hjá mér og ég þurfti t.d. að setja saman vinnupall á hjólum inni hjá mér þegar ég fór í að skipta út öllum innfelldu ljósunum (tæplega 90 stk) og sjallvæða.
Svo var ég bara keyrður um húsið.
Þetta er líka martröð í hvert skipti sem konunni dettur í hug að prófa nýja liti á veggina því þap sem tekur yfirleitt bara 2-3 tíma að mála eitt herbergi verður að heilsdags vinnu fyrir tvær manneskjur.
Það eru semsagt kostir og gallar við þetta.Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6972
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 970
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf rapport » Sun 13. Nóv 2022 16:59

mainman skrifaði:Þótt mikil lofthæð sé oft mjög flott þá eru líka sundum vandræði við það.
Ég er með 5.5m lofthæð í gegnum allt húsið hjá mér og ég þurfti t.d. að setja saman vinnupall á hjólum inni hjá mér þegar ég fór í að skipta út öllum innfelldu ljósunum (tæplega 90 stk) og sjallvæða.
Svo var ég bara keyrður um húsið.
Þetta er líka martröð í hvert skipti sem konunni dettur í hug að prófa nýja liti á veggina því þap sem tekur yfirleitt bara 2-3 tíma að mála eitt herbergi verður að heilsdags vinnu fyrir tvær manneskjur.
Það eru semsagt kostir og gallar við þetta.


Get ímyndað mér að kynding sé stærri kostnaðarliður en fyrir sömu fm í blokk :guy

Hvernig er hljóðvistin í svona "geym" ?
mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf mainman » Sun 13. Nóv 2022 17:17

rapport skrifaði:
mainman skrifaði:Þótt mikil lofthæð sé oft mjög flott þá eru líka sundum vandræði við það.
Ég er með 5.5m lofthæð í gegnum allt húsið hjá mér og ég þurfti t.d. að setja saman vinnupall á hjólum inni hjá mér þegar ég fór í að skipta út öllum innfelldu ljósunum (tæplega 90 stk) og sjallvæða.
Svo var ég bara keyrður um húsið.
Þetta er líka martröð í hvert skipti sem konunni dettur í hug að prófa nýja liti á veggina því þap sem tekur yfirleitt bara 2-3 tíma að mála eitt herbergi verður að heilsdags vinnu fyrir tvær manneskjur.
Það eru semsagt kostir og gallar við þetta.


Get ímyndað mér að kynding sé stærri kostnaðarliður en fyrir sömu fm í blokk :guy

Hvernig er hljóðvistin í svona "geym" ?

Hljóðvistin er fín, mætti vera aðeins meiri dempun en það var nóg að setja 2 mottur á gólfið við stofuborð og svoleiðis og þá dempaðist það svakalega vel.
Þetta eru 210 fermetrar hjá mér og ég var með 8-9 þús á mánuði í heitt vatn áður en ég setti upp heitann pott en ég fer í 13-15 þús í dag með pottinum.
Ég tæmi alltaf pottinn eftir notkun svo ég er ekki að halda honum alltaf heitum.
KristinnK
Gúrú
Póstar: 541
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf KristinnK » Þri 15. Nóv 2022 00:17

mainman skrifaði:Ég er með 5.5m lofthæð í gegnum allt húsið hjá mér


Ég hef skoðað bókstaklega hundruðir fasteignaauglýsinga fyrir sérbýli, og aldrei hef ég séð hús með svona mikilli lofthæð (nema t.d. hluta stofunnar þar sem er tvöföld lofthæð). Hvenær var húsið byggt? Af hverju var það hannað sem svona mikilli lofthæð?


Intel Core i7-4770 | 2x8GB DDR3 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5375
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 975
Staða: Tengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf appel » Þri 15. Nóv 2022 09:53

KristinnK skrifaði:
mainman skrifaði:Ég er með 5.5m lofthæð í gegnum allt húsið hjá mér


Ég hef skoðað bókstaklega hundruðir fasteignaauglýsinga fyrir sérbýli, og aldrei hef ég séð hús með svona mikilli lofthæð (nema t.d. hluta stofunnar þar sem er tvöföld lofthæð). Hvenær var húsið byggt? Af hverju var það hannað sem svona mikilli lofthæð?

Eina sem mér dettur í hug að þetta sé hugsanlega atvinnuhúsnæði, eða byggt sem slíkt. Oftast er atvinnuhúsnæði með mun hærri lofthæð en 250, en 550 er aðeins of mikið af hinu góða.


*-*


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Lofthæð íbúða á Íslandi

Pósturaf mainman » Þri 15. Nóv 2022 15:04

KristinnK skrifaði:
mainman skrifaði:Ég er með 5.5m lofthæð í gegnum allt húsið hjá mér


Ég hef skoðað bókstaklega hundruðir fasteignaauglýsinga fyrir sérbýli, og aldrei hef ég séð hús með svona mikilli lofthæð (nema t.d. hluta stofunnar þar sem er tvöföld lofthæð). Hvenær var húsið byggt? Af hverju var það hannað sem svona mikilli lofthæð?


Þetta var byggt 2009 og átti að vera rosa flott að hafa þetta svona.
Þetta er ekkert iðnaðarhúsnæði heldur 210 fermetra einbýlishús.
lúkkar flott en eins og ég segi að það er martröð að vinna við þetta.