Pósturaf DoofuZ » Þri 11. Ágú 2009 00:45
Ég er að setja saman síðu sem á að vera svipuð í uppsetningu og t.d. tech.is, s.s. einn hluti þar sem verða greinar eða eitthvað í svipuðum dúr, annar hluti spjallborð og svo kannski ein til tvær aðrar undirsíður (undir rót þ.e.a.s.) og ég er að spá hvaða blogg-/vefsíðukerfi sé sniðugast að nota í þetta

Hef verið að fikta svoldið með WordPress en er smá efins þar, einhver kannski með betri hugmynd en það? Langar reyndar svoldið að búa til kerfi sjálfur en það gæti tekið forever (sérstaklega þar sem ég er með fullkomnunaráráttu og yfirleitt aðeins of vandvirkur við forritun)

Að vísu skiptir spjallborðið ekki það miklu máli hvað varðar greinahlutan þar sem ég mun líklegast vísa bara í það innaní bloggsíðu dæminu svo greinahlutinn er eiginlega mikilvægastur. Þar þarf að vera hægt að gefa greinum einkun og að admin geti samþykkt eða hafnað birtingu greinar en annað skiptir ekki eins miklu máli.
Hugmyndir?

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]