Opna ports á router fyrir myndlykla frá Símanum

Allt utan efnis

Höfundur
quzo
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fim 14. Apr 2011 11:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Opna ports á router fyrir myndlykla frá Símanum

Pósturaf quzo » Fim 15. Mar 2012 21:32

Góða kvöldið vaktarar, málið er þannig að ég keypti mér nýjan router um daginn þar sem síminn ÁTTI bara enga routera til skiptanna við þann sem ég var með á leigu hjá þeim.

Nú er málið hins vegar þannig að þeir vilja ekki skaffa mann í að koma og opna portin á routernum þar sem ég keypti routerinn ekki hjá þeim, þrátt fyrir að þeir hafi bara ekki átt neinn router
svo ég hefði aldrei geta keypt hjá þeim.

Enn ég leita því til ykkar vaktarar til að forvitnast hvort eitthver hérna inni kunni að opna eða brúa þessi port númer 3 og 4 fyrir myndlykil.

Routerinn sem ég keypti heitir Zyxel P-870HN-51b


Borðtölvan:i7 2600K // Zalman CNPS10X // Gigabyte UD4 // 24GB Mushkin 2000MHz // GTX 580 // 8TB wd // Ocz Vortex 4 // 1050w corsair // Graphite 600TWM
Fartölvan: Packard Bell TX-69 series I5 // 8GB 2x4 1333MHz // GT540M 2GB // Ocz Vortex4

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Opna ports á router fyrir myndlykla frá Símanum

Pósturaf tdog » Fim 15. Mar 2012 23:14

Það er mikið vesen að stilla routera fyrir IPTV ef maður hefur ekki, eða enga þekkingu á hugbúnaðinum á routernum. Þetta er ekki eitthvað checkbox sem þú velur í vefviðmótinu.

----

En þar sem Síminn er að dreifa þessum routerum til viðskiptavina sinna þá er ekkert mál að redda configgi fyrir þessa týpu, ég get hugsanlega sent hana á þig á morgun.



Skjámynd

siminn
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
Reputation: 8
Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Opna ports á router fyrir myndlykla frá Símanum

Pósturaf siminn » Fös 16. Mar 2012 00:18

Sæll,

Við eigum nóg af routerum, væntanlega hefur viðkomandi verslun sem þú hefur farið í verið búin með sinn lager og ekki komin með nýja sendingu. Þær fá sendingar af lagernum okkar á hverjum degi.

Þessi Zyxel router sem þú keyptir er router sem við erum líka að nota þannig að það ætti ekki að vera flókið að koma TV porti í gang hjá þér. Sendu mér skilaboð með netfanginu þínu og ég sendi þér upplýsingar um þetta strax í fyrramálið.

Ég get líka boðið þér að fá bara eins Zyxel router frá okkur, uppsettann og þú getur þá kannski skilað routernum sem þú keyptir til söluaðila og fengið endurgreitt.

En þú ræður, við hjálpum þér að minnsta kosti að koma honum í gang á móti myndlyklunum okkar.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum




Höfundur
quzo
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fim 14. Apr 2011 11:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Opna ports á router fyrir myndlykla frá Símanum

Pósturaf quzo » Fös 16. Mar 2012 13:03

siminn skrifaði:Sæll,

Við eigum nóg af routerum, væntanlega hefur viðkomandi verslun sem þú hefur farið í verið búin með sinn lager og ekki komin með nýja sendingu. Þær fá sendingar af lagernum okkar á hverjum degi.

Þessi Zyxel router sem þú keyptir er router sem við erum líka að nota þannig að það ætti ekki að vera flókið að koma TV porti í gang hjá þér. Sendu mér skilaboð með netfanginu þínu og ég sendi þér upplýsingar um þetta strax í fyrramálið.

Ég get líka boðið þér að fá bara eins Zyxel router frá okkur, uppsettann og þú getur þá kannski skilað routernum sem þú keyptir til söluaðila og fengið endurgreitt.

En þú ræður, við hjálpum þér að minnsta kosti að koma honum í gang á móti myndlyklunum okkar.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum


Þið voruð að fá sendinguna bara í gær skilst mér, ég keypti routerinn þegar þið áttuð enga til á landinu og ætlaði þá að reyna setja þetta upp en fékk engar upplýsingar. Mátt endilega henda á mig skilaboðum með upplýsingum um hvernig á að opna/brúa þetta port :)


Borðtölvan:i7 2600K // Zalman CNPS10X // Gigabyte UD4 // 24GB Mushkin 2000MHz // GTX 580 // 8TB wd // Ocz Vortex 4 // 1050w corsair // Graphite 600TWM
Fartölvan: Packard Bell TX-69 series I5 // 8GB 2x4 1333MHz // GT540M 2GB // Ocz Vortex4