Dormaster skrifaði:Er að fara að kaupa nokkra hluti á netinu og seinast þegar ég gerði þetta endaði ég á að þurfa að borga tollinn tvisvar þannig að svona aukakostnaður fór í 24 þúsund, sem er algjör blóðpeningur.
Þannig að ég var að pæla hvert væri best að senda hlutina og láta þá eina síðu eins og shopusa senda þetta allt sem eina sendingu heim, þannig að ég sleppi við það að þurfa við þetta vesen aftur.
Hvernig er best að gera þetta og hverjir eru bestir í að gera þetta.
Ég vona að þið skiljið hvað ég er að tala um

Það meikar ekki sens að þú hafir þurft að borga toll tvisvar sinnum. Hvar keyptirðu eitthvað sem gerðist þannig (mjög líklega einhver að svindla á þér)?
Svona virkar að kaupa á netinu:
1) Þú velur hlut og greiðir fyrir hann
2) Hluturinn kemur heim og þú lætur tollmeðferðaraðila (oftast tollmiðlun póstsins) fá nótu sem segir til um verðmæti pakkans, stundum fylgir nótan með og þá þarf ekki þetta skref
3) Þú borgar toll (hugsanlega) og virðisaukaskatt (alltaf) af verðmæti pakkans+sendingargjalds eins og kemur fram á nótunni í skrefi 2
4) Þú átt pakka, til hamingju
Frekar einföld skref, góða skemmtun.