Frantic skrifaði:urban skrifaði:Frantic skrifaði:Sé ekki ástæðu fyrir að kalla fólk heimskt fyrir að athuga hvað er að gerast þegar það sér risa mushroom cloud fyrir ofan Skeifuna.
Jú reyndar er það akkurat heimska að ef að það sér risa mushroom cloud fyrir ofan skeifuna að fara í áttina að því.
gáfulegast væri nefnilega akkurat að halda sig fjarri svoleiðis löguðu.
Af hverju?
Það var engin lykt, reykurinn fór beint upp í loftið, ekkert að gerast á fréttamiðlum og augljóslega engin hætta á ferðum.
Mér er skítsama hvað fólki finnst um það en ég fer til að athuga hvað er í gangi.
Fólk þarf ekki að vera heimskt til að vilja vita hvað er að gerast.
Myndir þú ekki tjekka á þessu ef þú sæir þetta útum gluggann þinn?
Skil ekki alveg af hverju myndavaktin setur myndina á hlið en waddahell
Þæu verður bara að afsaka.
En hvernig í fjandanum veist þú það að ef að engar fréttir eru á frétta miðlun að það sé "augljóslega" engin hætta á ferðum ?
Fólk hafði bara ekki hundsvit á því hvort að það væri hætta á ferðum, forvitnin og græðgin við að ná í myndir og selfíes til að henda á instagram og facebook er bara svo yfirgengileg að fólk virðist alveg skilja hausinn eftir.
Það var eldur þarna í þvottahúsi og fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, þetta getur verið stórhættulegt þrátt fyrir að fólk (þú þar á meðal) virðist ekki fatta það.
Þetta með hvort að ég myndi tjékka á þessu, NEI ég myndi ekki gera það.
ég einmitt myndi leyfa lögreglu og slökkviliði stunda sína vinnu og allra allra síst af öllu dytti mér til hugar að fara yfir lokunarbönd lögreglu einsog fólk var að gera.
En neinei, höfum það einsog þú segir.
Engin hætta á ferðum, engin var fyrir neinum, gerum þetta bara aftur næst og förum þá enþá nær, kveikjum jafnvel í sígó með eldinum og svona úr því að þetta er ekkert hættulegt.