Komin á seinasta þráð þegar random fólk leggur í mitt bílastæði og ég þarf að leggja lengra eða fara rífast við það.
Löggan gerir ekkert, vill ekki einu sinni flétta út nr og hringja í eigandann
GullMoli skrifaði:Þú getur alltaf hringt í Umferðarstofu og fengið upplýsingar um eiganda bílnúmers.

nidur skrifaði:*snip*
Og formaður húsfélagsins eða þú sem eigandi/leigjandi með merkt einkabílastæði átt að geta hringt á vöku og láta draga bílinn burt á kostnað eiganda.
*snip*
nidur skrifaði:Er þetta stæði þinglýst eða kannski einkastæði fyrir fjölbýlishús, og jafnvel nr. íbúðar merkt stæðinu á teikningum?
Þá hefur lögreglan ekkert með þetta að segja.
En þú mátt alltaf láta draga bíl úr þinglýstu einkastæði ef það er merkt án viðvörunar.
Og formaður húsfélagsins eða þú sem eigandi/leigjandi með merkt einkabílastæði átt að geta hringt á vöku og láta draga bílinn burt á kostnað eiganda.
Í þau fáu skipti sem þetta hefur gerst hjá mér þá skil ég eftir miða sem viðvörun.
Skelltu upp staur og skilti með nr. bílsins þíns, logoflex er að gera svona td.
Hrotti skrifaði:Naglaspýta þegar þú ert ekki þarna?
Gislinn skrifaði:Ég er í sama veseni og Dúlli, Vaka vill ekkert gera í þessu. Hef nokkrum sinnum hringt og óskað eftir að láta fjarlægja bil í einkabilastæði sem ég á, Vaka neitar að koma nema að lögreglan sé viðstödd og lögreglan vill ekki sinna svona útköllum. Yfirleitt hefur samt lögreglan flett upp eigandanum og haft samband við hann þegar ég hef hringt.
Dúlli skrifaði:Nákvæmlega, en lögreglan er bara farin að neita þessu, til dæmis hringdi í dag, bað um að flétta upp nr og hringja í eigandann, svarið sem ég fékk var að þeim kæmi þetta engan vegin við.
nidur skrifaði:Dúlli skrifaði:Nákvæmlega, en lögreglan er bara farin að neita þessu, til dæmis hringdi í dag, bað um að flétta upp nr og hringja í eigandann, svarið sem ég fékk var að þeim kæmi þetta engan vegin við.
Enda hringirðu í umferðarstofu, segir að það sé bíl ólöglega lagt sem sé fyrir flutningabíl og þá færðu nafn eigandans.
Ferð inn á já.is og finnur eigandann, síma nr. og fleira.
Dúlli skrifaði:nidur skrifaði:Dúlli skrifaði:Nákvæmlega, en lögreglan er bara farin að neita þessu, til dæmis hringdi í dag, bað um að flétta upp nr og hringja í eigandann, svarið sem ég fékk var að þeim kæmi þetta engan vegin við.
Enda hringirðu í umferðarstofu, segir að það sé bíl ólöglega lagt sem sé fyrir flutningabíl og þá færðu nafn eigandans.
Ferð inn á já.is og finnur eigandann, síma nr. og fleira.
Ef þú lést fyrir ofan, þá er þetta oftast þegar maður er að koma heim úr vinnu, sirka 19:00 og þar af leiðandi er umferðastofan lokuð.
nidur skrifaði:Það eru margir með aðgang að þessum gagnagrunni, kannski að þú þekkir einhvern sem vinnur frameftir á bílaverkstæði sem getur ath þetta fyrir þig.
Dúlli skrifaði:Hugsa að það sé finn lausn að fá skillti og ef fólk hunsar það, þá læt ég bara draga bílana þeirra.
Klemmi skrifaði:Dúlli skrifaði:Hugsa að það sé finn lausn að fá skillti og ef fólk hunsar það, þá læt ég bara draga bílana þeirra.
Myndi fá mér skilti með númerinu þínu og "dráttarmerki", ef að fólk hunsar það þá getur það sjálfu sér um kennt. Ef það fer í einhverja fýlu út af því að þá er það bara þeirra vandamál fyrir að halda að það geti frekjast í gegnum lífið án þess að fá það stundum í andlitið.