Þetta er leiðinlegt mál, en m.v. lögin þá er ég ekki alveg sammála bílasölunni.
Úr lögunum:
Lög um sölu notaðra ökutækja 69/1994 skrifaði:Bifreiðasali skal afla upplýsinga, sem staðfestar skulu skriflega af seljanda, um akstur og ástand skráningarskylds ökutækis, svo og annarra þeirra upplýsinga sem kaupanda eru nauðsynlegar vegna kaupanna.
Það var því bílasalans að afla upplýsinganna um aksturinn, og þær upplýsingar reynast síðar rangar. Hvort að slíkt sé nóg til að valda skaðabótaskyldu bílasalans er þó óljóst.
Hitt er svo annað mál að þú átt klárlega rétt á úrlausn frá 4x4.
Lög um neytendakaup 48/2003 skrifaði:Með neytendakaupum er átt við sölu hlutar til neytanda þegar seljandi eða umboðsmaður hans hefur atvinnu sína af sölu.
...
Söluhlutur telst vera gallaður ef:
...
c. hann svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um hlutinn, eiginleika hans eða notkun nema seljandi sýni fram á að réttar upplýsingar hafi verið gefnar neytanda við kaupin eða að upplýsingarnar hafi ekki haft áhrif á kaupin;
En óháð lögunum, þá finnst mér þetta lélegar afsakanir hjá bílasölunni. Það er ekkert eðlilegt við að það sé starfsmaður bílaleigu inni hjá þeim að vinna sem bílasali, og þeim finnist málið sig ekki varða, né neitt athugavert við að þú hafir ekki verið upplýstur um það.