hallizh skrifaði:Spurning bara hvenær dýfan kemur og hversu mikil hún verður. Engin spurning hvort hún komi.
Gæti vel verið sniðugt að kaupa núna, þetta fari upp í 15k og taki svo dýfu niður í 11k.
Ég persónulega hugsa að ég geymi það aðeins að kaupa BTC.
Þetta er náttúrulega alltaf mjög mikið risk. Búin að vera algjörlega sturluð hækkun undanfarið, .. skuggalega mikil. Hinsvegar er þetta fljótt að fara í rugl ef eitthvað kemur uppá þar sem hellingur af liðinu hefur ekki mikla reynslu af hlutabréfa/gjaldeyrisbraski. Það gæti t.d. orsakað hrinu af panic selli ef verðið dippar nóg, sem gjörsamlega fellir verðið. Líkt og skeði fyrir ekkert svo löngu
Ef þú ert að græða, þá er einhver annar að tapa.. og öfugt.
Það sem hræðir mig mest er hversu auðvelt það er að glata þessu. Get ímyndað mér að trading síður og þessháttar séu að verða meiriháttar skotmörk með rísandi verði. Svo ef eitthvað kemur uppá þá er ekki fræðilegur að fá það til baka, eins og hefur skeð svo margoft (Mt.Gox ofl).