Velja sér raforkusala?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2783
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 126
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Velja sér raforkusala?

Pósturaf zedro » Mán 31. Ágú 2020 23:31

Góðan daginn!


Nú loks þarf maður að huga að því að velja sér raforkusala. Er einhver munur á milli fyrirtækja?

Íslensk Orkumiðlun virðist vera ódýrust miða við https://aurbjorg.is/#/rafmagn.

Er eitthvað sem ber að varast/hafa í huga við valið?


Kv. Z :dontpressthatbutton


Kísildalur.is þar sem nördin versla


Uncredible
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf Uncredible » Þri 01. Sep 2020 00:01

Ég er einnig að þurfa velja raforkusala, eru einhver falin gjöld eða stenst auglýst verð?




hundur
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf hundur » Þri 01. Sep 2020 11:45

Var akkúrat að hugsa það sama, þegar þú sendir þetta inn.
Veit að Orkusalan býður námsmönnum HÍ upp á 10% afslátt (með afslættinum yrðu þeir næstódýrastir skv þessum lista ef ég reikna þetta rétt).



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf Plushy » Þri 01. Sep 2020 11:52

Ég ætla bara mæla með því - óháð fyrirtæki - að lesa að minnsta kosti 1. hvers mánaðar notkunina og bera við notkunina sem er áætluð.

Ég bjó í húsnæði þar sem greinilega var eitthvað að því jú, áætlunin var greinilega mjög há og hélt ég að það fylgdi bara þessu eldra húsi sem ég var í - en þegar uppgjör kom fyrir árið þá þurfti ég að borga mjöööög mikið og líklegast hefur verið bilun einhverstaðar, því reikningurinn var jafnvel hærri þótt við værum ekki heima og settum krakkana í bað daglega eða fórum í sturtu eða neitt.

Bara... bera saman notkun á hita og rafmagni við bæði áætlun frá fyrirtækinu og svo við notkun fyrri mánaðar - líka hægt að bera við ca. hvað aðrar fjölskyldur af sömu stærð eru að nota og borga fyrir.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf kjartanbj » Þri 01. Sep 2020 19:33

Ég færði mig yfir til íslenskrar orkumiðlunar þegar ég keypti mér rafbíl, borga 14.35kr fyrir kw stundina samtals með dreifingu. Ég keypti síðan raspberry pi græju sem les af mælinum og setur upp í graf notkunina þannig ég get fylgst með daglegri notkun og kostnaði, er að nota ca 12kwst a dag nema þá daga sem ég hleð bílinn og fer svona 30-40kwst þá daga. Ég sendi síðan reglulega inn aflestur þannig ég borga jafnara yfir árið í stað þess að fá stóran reikning



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf GuðjónR » Þri 01. Sep 2020 20:40

zedro skrifaði:Góðan daginn!


Nú loks þarf maður að huga að því að velja sér raforkusala. Er einhver munur á milli fyrirtækja?

Íslensk Orkumiðlun virðist vera ódýrust miða við https://aurbjorg.is/#/rafmagn.

Er eitthvað sem ber að varast/hafa í huga við valið?


Kv. Z :dontpressthatbutton


Ertu fluttur úr kjallaranum? :megasmile



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1176
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf g0tlife » Þri 01. Sep 2020 20:54

Okey halló, Takk!

Ég vissi ekki að þetta væri hægt. Takk fyrir þetta er nefnilega með hybrid sem ég hleð og hélt þetta væri eins og með vatnið. Fór bara eftir hvar þú býrð ](*,)


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf kjartanbj » Þri 01. Sep 2020 23:42

g0tlife skrifaði:Okey halló, Takk!

Ég vissi ekki að þetta væri hægt. Takk fyrir þetta er nefnilega með hybrid sem ég hleð og hélt þetta væri eins og með vatnið. Fór bara eftir hvar þú býrð ](*,)


Ert bundin við dreifingar aðila en ræður hvaðan þú kaupir rafmagnið




dexma
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Lau 03. Jan 2009 04:32
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf dexma » Mið 02. Sep 2020 20:00

kjartanbj skrifaði:Ég færði mig yfir til íslenskrar orkumiðlunar þegar ég keypti mér rafbíl, borga 14.35kr fyrir kw stundina samtals með dreifingu. Ég keypti síðan raspberry pi græju sem les af mælinum og setur upp í graf notkunina þannig ég get fylgst með daglegri notkun og kostnaði, er að nota ca 12kwst a dag nema þá daga sem ég hleð bílinn og fer svona 30-40kwst þá daga. Ég sendi síðan reglulega inn aflestur þannig ég borga jafnara yfir árið í stað þess að fá stóran reikning


Ertu til í að deila meiri upplýsingum um þessa raspberry pi uppsetningu ? :)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7498
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1163
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf rapport » Mið 02. Sep 2020 20:41

Eg skipti yfir til Orkúbús vestfjarða einhverntíman þegar þeir voru ódýrastir, komst að því að 1/3 af rafmagnsreikningnum er notkun og 2/3 flutningur og var þá kominn með auka reikning í heimabankann og auka þjónustuaðila fyrir eiginlega ekki neitt, 150 kr. á mánuði.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf kjartanbj » Mið 02. Sep 2020 21:03

dexma skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Ég færði mig yfir til íslenskrar orkumiðlunar þegar ég keypti mér rafbíl, borga 14.35kr fyrir kw stundina samtals með dreifingu. Ég keypti síðan raspberry pi græju sem les af mælinum og setur upp í graf notkunina þannig ég get fylgst með daglegri notkun og kostnaði, er að nota ca 12kwst a dag nema þá daga sem ég hleð bílinn og fer svona 30-40kwst þá daga. Ég sendi síðan reglulega inn aflestur þannig ég borga jafnara yfir árið í stað þess að fá stóran reikning


Ertu til í að deila meiri upplýsingum um þessa raspberry pi uppsetningu ? :)



Keypti bara pakka frá OpenEnergyMonitor sem heitir EmonPi , lítil rasperrypi tölva með arduino borði, skynjari sem ég setti síðan á rafmagnsmælinn hjá mér sem les led ljós púlsa frá honum í mínu tilviki og stendur yfirleitt á mælunum þá er 1000 blikk 1kwst , það er hægt að kaupa síðan allskonar auka skynjara og dót frá þeim.



Skjámynd

ljoskar
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 06. Feb 2009 11:57
Reputation: 0
Staðsetning: Fásk
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf ljoskar » Fös 04. Sep 2020 08:28

Þar sem ég hef pælt í þessu mikið þá vil ég Minna menn á það að Reikningur í heimabanka kostar 59kr hjá Íslensk orkumiðlun, 133kr hjá Orka Heimilanna en 0kr hjá Orkubúi vestfjarða.

Þegar ég var að spá í þessu þá hringdi ég í Orkusöluna og bað um afslátt og það var ekkert mál að fá hann, þannig ég mæli eindregið með því að skipta ekki bara í blindni heldur heyra í fyrirtækjunum fyrst....



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1565
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 242
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf depill » Fös 04. Sep 2020 11:59

ljoskar skrifaði:Þar sem ég hef pælt í þessu mikið þá vil ég Minna menn á það að Reikningur í heimabanka kostar 59kr hjá Íslensk orkumiðlun, 133kr hjá Orka Heimilanna en 0kr hjá Orkubúi vestfjarða.

Þegar ég var að spá í þessu þá hringdi ég í Orkusöluna og bað um afslátt og það var ekkert mál að fá hann, þannig ég mæli eindregið með því að skipta ekki bara í blindni heldur heyra í fyrirtækjunum fyrst....


Alltaf gott að fá tilboð, enn ef þú greiðir með kreditkorti hjá Íslenskri Orkumiðlun er það 0 kr. Þetta er eins og alltaf hjá öllum, enda rukkar RB dágóða upphæð fyrir innheimtukerfið.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 618
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf Dr3dinn » Fös 04. Sep 2020 12:51

Tók orkubú vestfjarða, var ódýrast þegar ég var að velja og það voru engin seðilgjöld.....


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


MWF
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fös 04. Sep 2020 20:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf MWF » Fös 04. Sep 2020 20:54

Íslensk Orkumiðlun selur held ég bara heimilum og er í eigu N1 og reynir að selja bensín til þín on the side.
Orkusalan er með ódýrara rafmagn til þeirra sem nota mikið, fyrirtækja og þess háttar.
Setjið ykkur í samband við Hafliða hjá Orkusölunni. Hann græjar rétt setup fyrir alla.

16 GB 2400MHz // Nvidia GTX 1080 // 2x Samsung PRO 500 GB // HDD 16 TB // ASRock Z97 Extreme6 // CM Silent Pro M 850W // Asus 4k ''28''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold
Síðast breytt af MWF á Fös 04. Sep 2020 20:56, breytt samtals 1 sinni.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf kjartanbj » Fös 04. Sep 2020 22:46

MWF skrifaði:Íslensk Orkumiðlun selur held ég bara heimilum og er í eigu N1 og reynir að selja bensín til þín on the side.
Orkusalan er með ódýrara rafmagn til þeirra sem nota mikið, fyrirtækja og þess háttar.
Setjið ykkur í samband við Hafliða hjá Orkusölunni. Hann græjar rétt setup fyrir alla.

16 GB 2400MHz // Nvidia GTX 1080 // 2x Samsung PRO 500 GB // HDD 16 TB // ASRock Z97 Extreme6 // CM Silent Pro M 850W // Asus 4k ''28''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold



Ég er hjá Íslenskri Orkumiðlun, þeir geta alveg reynt að selja mér bensín.. það tekst ekki. en það er ódýrast og kostar mig 14.35kr kwst samtals með dreifingu sem er í mínu tilviki Rarik

ég var hjá Orkusölunni og það var töluvert dýrara enda eru þeir með dýrasta verðið og það getur verið fljótt að telja krónurnar þegar maður er að nota eitthvað af rafmagni



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3162
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 24. Des 2021 09:15

Mér sýnist ég vera að spara sirka 600 - 800 kr á mánuði með að hafa skipt frá Orku náttúrunnar yfir í að nota íslensk orkumiðlun/N1 rafmagn.Ég valdi að greiða með kreditkorti og laus við aukakostnað.
Heildarkostnaður hafði verið á bilinu 3878 - 4013 kr á mánuði en fer niðrí sirka 3265 kr á mánuði (heildarkostnaður fyrir rafmagn með veitur ohf gjaldinu).

Ég er svo gamaldags að ég skrái alla reikninga handvirkt í Excel og finnst ég hafa puttan á púlsinum varðandi mína reikninga á þann máta.
Takk fyrir ábendinguna :)
Mynd


Just do IT
  √

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf GuðjónR » Fös 24. Des 2021 12:52

Ég spara 13.000 á ári með því að fara frá ON til Straumlindar.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Velja sér raforkusala?

Pósturaf pattzi » Fös 24. Des 2021 13:12

GuðjónR skrifaði:Ég spara 13.000 á ári með því að fara frá ON til Straumlindar.


Þarf að skoða þetta einmitt líka erum að kaupa okkar fyrstu eign..

alltaf verið með bara orkuveitu reykjavíkur núna orka náttúruna og veitur... en skráð á leigusala vanalega nema hef borgað veitum og on fyrir bílskúr sem ég var að leigja þangað til 1 des

En núna væri ég alveg til í að skoða hvernig er t.d Orkusalan sé maður fær frítt rafmagn og eh gegnum fasteignasöluna