Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2769
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 341
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Pósturaf jonfr1900 » Fim 17. Feb 2022 21:54

Hérna er fyrsta tilfellið um "swatting" á Íslandi sem ég sé í fréttum. Þetta er auðvitað stórhættulegt en við þessu má búast þegar það er búið að hervæða lögregluna.

Tilkynning um skotárás í Vesturbæ reyndist tilhæfulaus (Rúv.is)




Semboy
1+1=10
Póstar: 1140
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 110
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Pósturaf Semboy » Fim 17. Feb 2022 22:42

var ad valsa um a bland ad leita eftir 5.1 heimabiosett og mer finnst frekar otrulegt ad sja vopn vera seld thar.


hef ekkert að segja LOL!


wicket
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Pósturaf wicket » Fös 18. Feb 2022 12:50

Alls ekki í fyrsta skipti sem að þetta gerist, fjölmörg dæmi um svona á Íslandi.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018 ... gna_gabbs/



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Pósturaf GuðjónR » Fös 18. Feb 2022 13:53

Að því sögðu þá er ekki góð hugmynd að vopnavæða lögregluna.
Viðhengi
274074913_10160018284275879_7649707281834692130_n.jpg
274074913_10160018284275879_7649707281834692130_n.jpg (85.23 KiB) Skoðað 2636 sinnum
274054001_10160018284550879_4952168550519865078_n.jpg
274054001_10160018284550879_4952168550519865078_n.jpg (74.72 KiB) Skoðað 2636 sinnum



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6372
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 455
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Pósturaf worghal » Fös 18. Feb 2022 15:50

GuðjónR skrifaði:Að því sögðu þá er ekki góð hugmynd að vopnavæða lögregluna.

löggan á íslandi heldur alltaf að þeir séu miðjupunkturinn á einhverri hollywood hasarmynd, það er ekki hægt að taka þá alvarlega.
til að mynda þegar DC++ málið stóð sem hæðst þegar einn vær tæklaður og handleggsbrotinn þegar hann ætlaði að taka upp símann og hringja í vin sinn til að láta vita hvað er í gangi. Útskýring lögregglu var, og þetta er ekki lygi... "Lögreglumaður taldi grunaða ætla að setja af stað sprengju í tölvunni sinni með símanum með því að hringja í ákveðið númer" :face


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Tengdur

Re: Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Pósturaf littli-Jake » Fös 18. Feb 2022 16:13

Nú þekki ég þennan þolanda örlítið. Ég get sagt ykkur það að hans samband við lögregluna er þess eðlis að ég dreg frásögnina i efa.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Pósturaf Frussi » Fös 18. Feb 2022 19:32

GuðjónR skrifaði:Að því sögðu þá er ekki góð hugmynd að vopnavæða lögregluna.


Í þessu máli er ekki um lögregluna að ræða heldur sérsveit ríkislögreglustjóra. Þeirra frásögn af málinu er ekki alveg eins og þess sem var vakinn.

Athugið líka að lögreglan getur ekki alltaf varið sig. Eðli málsins samkvæmt er næstum allt sem lögreglan gerir bundið trúnaði, þ.e. þeir mega oft og tíðum ekki segja hvað gekk á á meðan almenningur getur sagt það sem hann vill. Ég þekki aðeins til (er ekki í lögreglunni) og veit um svoleiðis dæmi sem fóru hátt í fjölmiðlum, lögreglan máluð sem vanhæf skrímsli af fólki hingað og þangað en svo má lögreglan ekki útskýra sína hlið.

Það eru rotin epli í öllum stéttum en upp til hópa eru löggur bara fólk og lang flestir harðduglegir einstaklingar að vinna vinnuna sína af heiðarleika.


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Pósturaf daremo » Fös 18. Feb 2022 21:13

GuðjónR skrifaði:Að því sögðu þá er ekki góð hugmynd að vopnavæða lögregluna.


Algjörlega sammála.

Þessi óskiljanlega umræða um að vopnvæða lögregluna kemur upp í hvert einasta skipti sem byssa er notuð í glæp hérna á íslandi.
Byssur eru notaðar í glæpi hérna á íslandi, já.. Þess vegna höfum við vopnaða sérsveit sem hefur mætt á svæðið í hvert einasta skipti sem byssur koma við sögu.
Ég skil ekki þessa umræðu.



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Pósturaf daremo » Fös 18. Feb 2022 21:25

Frussi skrifaði:Ég þekki aðeins til (er ekki í lögreglunni) og veit um svoleiðis dæmi sem fóru hátt í fjölmiðlum, lögreglan máluð sem vanhæf skrímsli af fólki hingað og þangað en svo má lögreglan ekki útskýra sína hlið.

Það eru rotin epli í öllum stéttum en upp til hópa eru löggur bara fólk og lang flestir harðduglegir einstaklingar að vinna vinnuna sína af heiðarleika.


Það eru örugglega fleiri rotin epli í lögreglunni en í öðrum stéttum bara vegna eðli starfsins. Sum störf laða að sér einstaklinga með ákveðna andfélagslega persónuleikaröskun.

Ég var einu sinni handtekinn á meðan ég var að bíða eftir strætó af því ég passaði víst við lýsingu af einhverjum sem hafði framið glæp stuttu áður. Þurfti að þola rosalegar svívirðingar varðandi líkamlegt útlit í einhvers konar yfirheyrslu og var nokkrum sinnum sleginn aftan í höfuðið þegar ég sagðist ekkert kannast við umræddan glæp.
Ég var 14 ára þegar þetta gerðist. Ef lögreglan kemur svona fram við 14 ára börn þá vill ég ekki hugsa hvað gerist þegar þessir brjálæðingar handtaka fullorðna manneskju.
Síðast breytt af daremo á Fös 18. Feb 2022 21:26, breytt samtals 1 sinni.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Pósturaf JReykdal » Mán 21. Feb 2022 13:13

GuðjónR skrifaði:Að því sögðu þá er ekki góð hugmynd að vopnavæða lögregluna.


Löggan er vopnuð. Það eru byssur í öllum bílum. Það þarf bara að fá leyfi til að nota þær.

Mér finnst það svo sem ágætis millivegur.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta tilfellið um "Swatting" á Íslandi

Pósturaf ZiRiuS » Mán 21. Feb 2022 17:38

daremo skrifaði:
Frussi skrifaði:Ég þekki aðeins til (er ekki í lögreglunni) og veit um svoleiðis dæmi sem fóru hátt í fjölmiðlum, lögreglan máluð sem vanhæf skrímsli af fólki hingað og þangað en svo má lögreglan ekki útskýra sína hlið.

Það eru rotin epli í öllum stéttum en upp til hópa eru löggur bara fólk og lang flestir harðduglegir einstaklingar að vinna vinnuna sína af heiðarleika.


Það eru örugglega fleiri rotin epli í lögreglunni en í öðrum stéttum bara vegna eðli starfsins. Sum störf laða að sér einstaklinga með ákveðna andfélagslega persónuleikaröskun.

Ég var einu sinni handtekinn á meðan ég var að bíða eftir strætó af því ég passaði víst við lýsingu af einhverjum sem hafði framið glæp stuttu áður. Þurfti að þola rosalegar svívirðingar varðandi líkamlegt útlit í einhvers konar yfirheyrslu og var nokkrum sinnum sleginn aftan í höfuðið þegar ég sagðist ekkert kannast við umræddan glæp.
Ég var 14 ára þegar þetta gerðist. Ef lögreglan kemur svona fram við 14 ára börn þá vill ég ekki hugsa hvað gerist þegar þessir brjálæðingar handtaka fullorðna manneskju.


Ég á einmitt tvo vini sem hafa lent í svipuðum aðstæðum (á sitthvorum tíma) og báðir lýstu svipuðum tilburðum frá löggunni. Einn var t.d. keyrður út á granda og skilinn eftir illa klæddur og símalaus um miðjan vetur...

Ef ég sé lögguna úti í dag á viðburðum eða eitthvað þannig veldur það mér meiri áhyggjum en ef hún væri ekki á svæðinu. Ef hún mun verða vopnuð mun ég hafa verulegar áhyggjur.

Mögulega myndi umfangsmikil geðrannsókn og mun meiri þjálfun á lögreglumönnum eitthvað minnka þessar áhyggjur en miða við fjársveltingu frá ríkinu efast ég um að það myndi fylgja byssuleyfinu...
Síðast breytt af ZiRiuS á Mán 21. Feb 2022 17:38, breytt samtals 1 sinni.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe