Kaldasti desember síðan 1952

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf appel » Fim 29. Des 2022 18:42

Desember verður líklega kaldasti mánuðurinn á þessari öld
Brunagaddurinn í desember er á góðri leið með að jafna sögulegt kuldakast frá árinu 1951. Mánuðurinn verður líklega sá kaldasti á þessari öld.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022 ... essari-old

Ég er alveg kominn með nóg af þessu.
index.jpg
index.jpg (5.36 KiB) Skoðað 2412 sinnum

Aldrei saknað hlýrra haustlægða eins mikið.

Ég hef aldrei upplifað svona desember mánuð. Reyndar var bara kalt fyrri helminginn, en svo bætist snjórinn við.
Haustið var mjög einkennilegt líka því það voru engar haustlægðir má segja, á meðan fyrri haust voru haustlægðir á nokkurra daga fresti.
En núna er veðrið búið að vera nokkuð svona stabílt. Það bætir bara í snjó.

Spurning hvort þetta verði svona út þennan vetur? -10°c og svo koma snjóbombur á 2-3ja vikna fresti? Veit ekki hvort það sé pláss fyrir allan þennan snjó þá sem er skafað í burtu, verðum við með 4 metra háa lengju af snjó meðfram göngustígum og umferðargötum?
Þetta er að verða eitthvað einsog The Day After Tomorrow. Ný ísöld á leiðinni? Golfstraumurinn hættur að virka?
Síðast breytt af appel á Fim 29. Des 2022 18:43, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf Tbot » Fim 29. Des 2022 19:03

Fólk að fara á límingunum þó það sé smá frost. Fyrir rétt hundrað árum þá var frostaveturinn mikli, hvað ætli fólk hafi sagt þá.



Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 668
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 44
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf Oddy » Fim 29. Des 2022 19:43

Nú er ég fyrir norðan og finnst þessi vetur hafa verið nokkuð þægilegur. Ekkert óvanalegt nema kannski hve seint snjórinn festist að einhverju ráði. Svolítið kalt en ekkert meir en það. En það er bara ég




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf kjartanbj » Fim 29. Des 2022 20:11

Oddy skrifaði:Nú er ég fyrir norðan og finnst þessi vetur hafa verið nokkuð þægilegur. Ekkert óvanalegt nema kannski hve seint snjórinn festist að einhverju ráði. Svolítið kalt en ekkert meir en það. En það er bara ég



Ég man ekki eftir því þegar það var svona kalt hérna á Selfossi jafn lengi, búið að vera í -7 til -17 gráður dag eftir dag , núna er 12gráðu frost sem dæmi. og annan eins snjó hef ég ekki séð hér lengi, það er ekki meira pláss hérna í götunni hjá mér til að moka honum, mokaði bílastæðið hjá mér um daginn og þurfti að keyra snjónum út í móa hérna rétt hjá



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf urban » Fim 29. Des 2022 20:19

kjartanbj skrifaði:
Oddy skrifaði:Nú er ég fyrir norðan og finnst þessi vetur hafa verið nokkuð þægilegur. Ekkert óvanalegt nema kannski hve seint snjórinn festist að einhverju ráði. Svolítið kalt en ekkert meir en það. En það er bara ég



Ég man ekki eftir því þegar það var svona kalt hérna á Selfossi jafn lengi, búið að vera í -7 til -17 gráður dag eftir dag , núna er 12gráðu frost sem dæmi. og annan eins snjó hef ég ekki séð hér lengi, það er ekki meira pláss hérna í götunni hjá mér til að moka honum, mokaði bílastæðið hjá mér um daginn og þurfti að keyra snjónum út í móa hérna rétt hjá


Svipað hérna í eyjum, allar götur og jafnvel garðar orðið fullt af snjó, ég er einmitt búin að vera að keyra snjónum langar leiðir þegar að ég er að ryðja, bara til að koma honum einhver staðar í burtu.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf appel » Fim 29. Des 2022 20:39

Sýnist að það byrji að hlýna aðeins í byrjun næstu viku, +2°c til +4°c með smá rigningu. Alls ekki nóg til að láta allt þetta hverfa, bílaplön breytast í klakabrynju ásamt göngustígum. Verður gaman.


*-*

Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 668
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 44
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf Oddy » Fim 29. Des 2022 21:00

urban skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
Oddy skrifaði:Nú er ég fyrir norðan og finnst þessi vetur hafa verið nokkuð þægilegur. Ekkert óvanalegt nema kannski hve seint snjórinn festist að einhverju ráði. Svolítið kalt en ekkert meir en það. En það er bara ég



Ég man ekki eftir því þegar það var svona kalt hérna á Selfossi jafn lengi, búið að vera í -7 til -17 gráður dag eftir dag , núna er 12gráðu frost sem dæmi. og annan eins snjó hef ég ekki séð hér lengi, það er ekki meira pláss hérna í götunni hjá mér til að moka honum, mokaði bílastæðið hjá mér um daginn og þurfti að keyra snjónum út í móa hérna rétt hjá


Svipað hérna í eyjum, allar götur og jafnvel garðar orðið fullt af snjó, ég er einmitt búin að vera að keyra snjónum langar leiðir þegar að ég er að ryðja, bara til að koma honum einhver staðar í burtu.


Ég er með 160 cm girðingu ( er með 2 Labrador) á lóðinni hjá mér og í þessi 4 ár sem ég hef verið hérna hefur girðingin farið undir snjó í desember. Núna er hún ekki horfin undir snjó, á sennilega alveg 40-50 cm eftir.




emil40
</Snillingur>
Póstar: 1078
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 132
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf emil40 » Fim 29. Des 2022 23:44



| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf appel » Fös 30. Des 2022 00:16

Ekki gleyma því að oftast verður kaldast svona í janúar og febrúar á Íslandi, þannig að kannski höfum við "aint seen nothing yet (ÓRG)".


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf appel » Fös 30. Des 2022 00:17

emil40 skrifaði:https://www.ruv.is/frett/man-frostaveturinn-mikla-thad-var-sko-kalt

Auðvitað þegar engin hitaveita er þá man fólk svona. Talaðu við fólkið í hjólhýsunum í laugardal, það er nánast það sama.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf GuðjónR » Fös 30. Des 2022 00:18

Man eftir 27 stiga frosti á Akureyri í denn, reyndar þurrara loft og alveg logn en það brenndi. Erfitt að anda og fraus í nefinu á manni.
Marrið undan skósólanum var líka eftirminnilegt, datt alltaf í hug þetta mikla frost þegar ég spilaði mappið Tundra í CS 1.6 í denn, svipað hljóð.




TheAdder
Geek
Póstar: 810
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 222
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf TheAdder » Fös 30. Des 2022 08:53

Fyrir rétt rúmlega 15 árum vann ég á bensínstöð, það var 3 daga froststilla þennan vetur, ég gleymi því seint að frostlögurinn hljóp í krap hjá okkur í 24° frosti og Coke Light flaska sem lá úti allan daginn fraus ekki.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf ekkert » Fös 30. Des 2022 10:31

https://vedur.is/vedur/athuganir/kort/h ... ation=1482 -24,9° og 81% raki. Það myndast kuldapolli í Víðidal þegar er stilla og elliðaáin gufar upp í mist sem læðist um skóginn


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Kaldasti desember síðan 1952

Pósturaf Trihard » Fös 30. Des 2022 20:01

Jæja, nú er apple weather appið að spá 4cm af snjó yfir nóttina svo menn þurfa að undirbúa sig að moka þessa 4cm á morgun áður en hann bráðnar í næstu viku, ekkert væl :guy