rapport skrifaði:Ég ímyndaði mér alltaf að fyrst að kvikan væri komin með greiðari leið upp í efri lög jarðskorpunnar þá yrðu skjálftarnir minni, hreinlega því að minni þrýsting þyrfti frá kvikunni til að bola efni frá á leið sinni upp á yfirborðið.
Örugglega rétt.
En þegar jarðskjálftarnir voru tíðastir á tímabili, þá voru þeir að mælast ekki aðeins beint yfir þar sem kvikan kom svo á endanum upp, heldur út um allt í kring, eða bara þar sem spennan gat losnað. Þá var jarðvegurinn líka nógu "stökkur" til að geta haldið spennu.
Það var frétt um þetta, eða viðtal við sérfræðing, fyrir nokkrum vikum.