Nariur skrifaði:appel skrifaði:rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20242519672d/slo-o-vaent-i-gegn-i-kina-eftir-lygi-lega-at-burda-ras-a-lauga-veginum
Við ættum bara að sameinast Kóreu... spurning hvort að Norður Kórea sé til í að skipta um pláss við okkur... hún er rétt um 120þ. fer.km. Þannig að við græðum smá pláss + mun lægri flutningskostnað frá Kína...
Vá, Dilraba Dilmurat á klakanum, spes, hún er mega celebrity í Kína og víða í asíu. Hef séð margar þáttaraðir með henni. ég hefði líklega stoppað með kínversku túristunum og gónað einsog kjáni
Þessi þáttur er á youtube:
part 1: https://www.youtube.com/watch?v=SqvNI_u ... E&index=13
part 2: https://www.youtube.com/watch?v=2TTBMDg ... E&index=12 (hérna ferðast þau í bæjinn)
Veit að langflestir vita ekkert hver þetta er. En bara svo menn átti sig á vinsældunum, þá er hún að leika main lead í þáttaröðum sem mörg hundruð milljónir manna horfa á. Ein vinsælasta þáttaröðin sem hún hefur leikið í, Eternal Love, fékk 50 milljarða í áhorfi og er sögð vera vinsælasta þáttaröð heimsins frá upphafi. Til samanburðar þá fékk Stranger Things 4 um 140 milljón í áhorf hjá Netflix og Squid Game 265 milljónir í áhorfi. (þetta eru "episodes watched"). Game of Thrones er eina sem kemst í þennan flokk í vestræna heiminum.
Mér finnst mjög fyndið hvernig kínverski editing stíllinn kemur fyrir sem mjög amateurish.
Það eru 58 þættir af Eternal Love, þannig að við erum að tala um að 70% af Kína hefur horft á hvern einasta þátt. Mér þykir þetta hæpið.
Til samanburðar, þá var Top Gear á toppnum með 350 milljón áhorfendur. Ef við gerum ráð fyrir að þeir allir hafi horft á alla 186 þættina sem Clarkson er í er það 65 milljarðar. Annars, ef við tökum endurtekin áhorf hlýtur Friends að eiga kórónuna. Það eru svo margir búnir að vera með það á repeat svo lengi.
Ég tók nú þetta af Wikipedia:
As of 1 August 2018, the series has reached 50 billion views, becoming the most watched television series in the world.[4]
https://en.wikipedia.org/wiki/Eternal_Love_(TV_series)
Þarna er reference á source þessara upplýsinga ef þú vilt skoða nánar.
Líklega er þetta komið í 100 billion views í dag því þetta er enn mjög vinsæl sería löngu eftir útgáfu, kom út 2017 þannig að þessi 50 billion views eru fyrir þegar serían var ný. En síðan 2018 hefur aðgengi að kínversku efni aukist mikið með streymisþjónustum og með textaþýðingu.
Þú gleymir að kínverskt efni er einnig vinsælt fyrir utan Kína, það er t.d. vinsælt í Víetnam, Malasíu, Singapore, Tælandi, Indónesíu, Filippseyjum, Sri Lanka og Kambódíu, etc etc. og á þessu svæði búa alveg yfir 2 milljarða manna. En fyrir utan asíu er kínverskt efni einnig vinsælt í S-Ameríku, og eitthvað aðeins í Tyrklandi.
Vandi okkar vesturlandabúa er að við höldum að allur heimurinn sé að horfa á þetta ameríska sjónvarpsrusl og kvikmyndir. Það er bara ekki þannig.
Ef þú myndir stilla upp segjum topp 10 mest horft á sjónvarpsþáttaröðum ársins 2023 þá eru allar frá Kína.
Á hvaða svæði er horft á amerískt efni? Aðallega jú í ameríkunni sjálfri, eitthvað í Bretlandi, svo eitthvað í Evrópu en samt nokkuð takmarkað áhorf í evrópulöndum. Ef þú skoðar hverjar eru vinsælustu þáttaraðirnar í Frakklandi þá eru það franskar seríu, sama gildir með Þýskaland, Spán, Ítalíu. Jú ameríska efnið er þarna að finna, en það er ekki nærri því eins mikið horft á það og hér á Íslandi. Öll stærri lönd framleiða sitt eigið efni. Því miður er Ísland svo lítið að það hefur ekki burði til að halda uppi framleiðslu á einhverjum 100-200 þáttaröðum á ári.
Þannig að áhorfendur fyrir amerískt efni í heiminum er langt undir 1 milljarði, og er líklega bara um 500 milljónir manna. Og vinsælustu amerísku þáttaraðirnar eru að fá bara brot af áhorfi sem kínverskar þáttaraðir fá.
Ísland er svo mikið í þessari Amerísku búbblu afþreyingarefnis og menningarheims. Ef þið horfið bara á amerískt efni þá þurfið þið að gangast í gegnum einhverja afeitrun, því afþreyingarefnið frá ameríku er svo eitrað einhvernveginn.