Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 67
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf falcon1 » Sun 31. Mar 2024 22:09

Svona er ástandið hjá mér eftir heitavatnsleysið í febrúar og samt var drifið í að fá pípara til að blása úr rörum um leið og var ljóst að hraunið næði Njarðvíkurlögninni. Bíð eftir svari frá tryggingum en líklega erum við bara fucked eins og venjulega þegar kemur að tryggingafélögum.

https://www.visir.is/g/20242550425d/-an ... u-ad-vera-




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2770
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 341
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 01. Apr 2024 00:36

Ég skil ekki þessa aðdáun á opnum kerfum með þessum hætti.




thorhs
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf thorhs » Mán 01. Apr 2024 00:52

jonfr1900 skrifaði:Ég skil ekki þessa aðdáun á opnum kerfum með þessum hætti.


Peningar. Ef spurt er afhverju betri lausnin er ekki valin er svarið nánast alltaf peningar.

Kostar meira í uppsetningu, með varmaskipti og dælu, sem og rekstrarkostnaður í rafmagn á dæluni og nýjar plötur í varmaskiptinn.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 67
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf falcon1 » Mán 01. Apr 2024 13:10

thorhs skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég skil ekki þessa aðdáun á opnum kerfum með þessum hætti.


Peningar. Ef spurt er afhverju betri lausnin er ekki valin er svarið nánast alltaf peningar.

Kostar meira í uppsetningu, með varmaskipti og dælu, sem og rekstrarkostnaður í rafmagn á dæluni og nýjar plötur í varmaskiptinn.


Skilst að það hefði kannski kostað 300-500 þúsund krónur meira per íbúa sem er ekki stórt í heildarsamhenginu þegar er verið að kaupa íbúð. Nú lendir þessi kostnaður á okkur á óhagstæðum tíma.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Manager1 » Mán 01. Apr 2024 22:07

Það bara hefur engum dottið í hug að gera ráð fyrir því að heitavatnið hætti að berast í 24klst+. Enda á það ekki að geta gerst undir venjulegum kringumstæðum.

En hver sá svosem fyrir að eldgos gæti ógnað innviðum á Reykjanesi? ... nákvæmlega enginn, enda er verið að hlaupa til útum allt núna að bjarga hlutunum.


Bíðið bara þangað til þessi ógn berst til höfuðborgarsvæðisins, þá fyrst verður "gaman".



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Moldvarpan » Þri 02. Apr 2024 07:10

Allir helstu jarðvísindamenn spáðu að gosið myndi lognast út af um helgina.... wrong.




benony13
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf benony13 » Þri 02. Apr 2024 12:24

falcon1 skrifaði:
thorhs skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég skil ekki þessa aðdáun á opnum kerfum með þessum hætti.


Peningar. Ef spurt er afhverju betri lausnin er ekki valin er svarið nánast alltaf peningar.

Kostar meira í uppsetningu, með varmaskipti og dælu, sem og rekstrarkostnaður í rafmagn á dæluni og nýjar plötur í varmaskiptinn.


Skilst að það hefði kannski kostað 300-500 þúsund krónur meira per íbúa sem er ekki stórt í heildarsamhenginu þegar er verið að kaupa íbúð. Nú lendir þessi kostnaður á okkur á óhagstæðum tíma.


Ert þú úr Grindavík Falcon1?

En stór hluti af húsum í á Grindavík eru með lokað kerfi. Í öllum þeim húsum sem ég hef búið í hefur verið lokað og öllum nýbyggingum sem ég hef tekið þátt í að byggja.

En ef það er ekkert rafmagn þá frýs vatnið. Þó nokkur voru búin að setja frostlög á lokað kerfið.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 67
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf falcon1 » Þri 02. Apr 2024 12:51

benony13 skrifaði:Ert þú úr Grindavík Falcon1?

En stór hluti af húsum í á Grindavík eru með lokað kerfi. Í öllum þeim húsum sem ég hef búið í hefur verið lokað og öllum nýbyggingum sem ég hef tekið þátt í að byggja.

En ef það er ekkert rafmagn þá frýs vatnið. Þó nokkur voru búin að setja frostlög á lokað kerfið.

Nei, ég er í Reykjanesbæ. Því miður skilst mér að byggingaraðilinn hafi verið að spara og valið opið kerfi í staðinn fyrir að hafa lokað kerfi. Ef það hefði verið lokað kerfi þá hefði maður bara látið setja frostlögur í kerfið og málið dautt.

Píparinn kom til okkar svona 2-3 klst. eftir að lögnin fór en þá átti að vera ennþá heitt vatn í kerfunum (hefði ég haldið allavega) en hann segir að það hafi verið strax þá verið farið að myndast frost í lögnunum í stigunum hjá okkur og því ekki náð að blása allt út eða hvað gert er. Þeir náðu samt að bjarga stéttinni hjá okkur, þar náðist að tæma allar lagnir.

Ég hef ekkert vit á þessu þannig að maður treystir bara því sem píparinn segir manni.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Moldvarpan » Þri 02. Apr 2024 14:25

falcon1 skrifaði:
benony13 skrifaði:Ert þú úr Grindavík Falcon1?

En stór hluti af húsum í á Grindavík eru með lokað kerfi. Í öllum þeim húsum sem ég hef búið í hefur verið lokað og öllum nýbyggingum sem ég hef tekið þátt í að byggja.

En ef það er ekkert rafmagn þá frýs vatnið. Þó nokkur voru búin að setja frostlög á lokað kerfið.

Nei, ég er í Reykjanesbæ. Því miður skilst mér að byggingaraðilinn hafi verið að spara og valið opið kerfi í staðinn fyrir að hafa lokað kerfi. Ef það hefði verið lokað kerfi þá hefði maður bara látið setja frostlögur í kerfið og málið dautt.

Píparinn kom til okkar svona 2-3 klst. eftir að lögnin fór en þá átti að vera ennþá heitt vatn í kerfunum (hefði ég haldið allavega) en hann segir að það hafi verið strax þá verið farið að myndast frost í lögnunum í stigunum hjá okkur og því ekki náð að blása allt út eða hvað gert er. Þeir náðu samt að bjarga stéttinni hjá okkur, þar náðist að tæma allar lagnir.

Ég hef ekkert vit á þessu þannig að maður treystir bara því sem píparinn segir manni.


Fúlt, varla tryggingafélaginu að kenna að það var ekki hugsað út í þetta þegar þetta var byggt.

en þessi þráður er um eldgos. Ekki tryggingamál.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 67
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf falcon1 » Þri 02. Apr 2024 15:15

Moldvarpan skrifaði:
Fúlt, varla tryggingafélaginu að kenna að það var ekki hugsað út í þetta þegar þetta var byggt.

en þessi þráður er um eldgos. Ekki tryggingamál.

Náttúruhamfaratryggingin ætti að dekka svona lagað og það ætti að setja skyldu á byggingaraðila að nota lokuð kerfi í svona byggingum.

Þetta tengist eldsumbrotunum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7498
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1163
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf rapport » Mið 03. Apr 2024 17:22

Er í nýlegu húsi með opið kerfi í grús undir malbiki. Ef það færi í fokk yrði bara hætt að nota það.

Að hafa opið kerfi í steypu þar sem það getur sprengt utanaf sér er óþarfa áhætta sem hönnuðir hefðu átt að eyða með þvi að nota lokað kerfi.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2770
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 341
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 03. Apr 2024 19:03

Það virðist vera farið að draga úr eldgosinu í Sundhnúkagígum miðað við óróann. Eldgosinu er ekki lokið en því gæti lokið mjög hratt þegar þetta fer að stoppa.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2770
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 341
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 03. Apr 2024 21:07

Það er farið að draga úr gosóróanum en eldgosið er ennþá á fullu.

grv-svd-03.04.2024 at 1905utc.jpg
grv-svd-03.04.2024 at 1905utc.jpg (70.09 KiB) Skoðað 4615 sinnum


svr-svd-03.04.2024 at 1904utc.jpg
svr-svd-03.04.2024 at 1904utc.jpg (78.38 KiB) Skoðað 4615 sinnum



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Moldvarpan » Fim 04. Apr 2024 07:09

Virknin kom loks í einn gíg. Það tók mun lengri tíma en flestir ef ekki allir reiknuðu með.

Tel líklegt að þessi gígur haldi áfram í eina viku að lágmarki.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6372
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 455
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf worghal » Fim 04. Apr 2024 13:36

er samt ekki fínt að einn gígur heldur áfram og hleypir af þrýstingi?
ég veit ekkert hvernig þetta virkar en grunar að á meðan það sé virkur gígur þá er minni þensla og órói?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2770
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 341
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 04. Apr 2024 13:51

Það gýs bara í einum gíg núna virðist vera.

Eldgos - Sundhnúkar - Hagafell - svd 04.04.2024 at 1335utc.png
Eldgos - Sundhnúkar - Hagafell - svd 04.04.2024 at 1335utc.png (215.15 KiB) Skoðað 4470 sinnum


Það gæti komið hlé í eldgosum í Svartsengi eftir þetta eldgos. Þó er hætta á því að það verði eitt til tvö eldgos áður en hléið hefst og það hlé mundi þá vara í sex til tólf mánuði.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2770
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 341
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 07. Apr 2024 15:45

Það er mikið hraunflæði úr gígnum núna. Mjög mikið hraunflæði.

Mikið hraunflæði - Sundhnúkagígar - svd 07.04.2024 at 1541utc.png
Mikið hraunflæði - Sundhnúkagígar - svd 07.04.2024 at 1541utc.png (1.02 MiB) Skoðað 4214 sinnum


Mikið hraunflæði - mbl - Sundhnúkagígar - svd 07.04.2024 at 1541utc.png
Mikið hraunflæði - mbl - Sundhnúkagígar - svd 07.04.2024 at 1541utc.png (2.11 MiB) Skoðað 4214 sinnum




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf kjartanbj » Sun 07. Apr 2024 16:48

Gatið sem var neðst og rann stöðugt út hefur lokast þannig það er farið að flæða yfir, rennslið hefur væntanlega ekki aukist




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2770
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 341
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 07. Apr 2024 17:58

kjartanbj skrifaði:Gatið sem var neðst og rann stöðugt út hefur lokast þannig það er farið að flæða yfir, rennslið hefur væntanlega ekki aukist


Þetta gæti valdið því að gígurinn nái að brotna. Það gæti talsverðan tíma að gerast.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2770
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 341
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 07. Apr 2024 22:05

Gígurinn hrundi til norðurs um klukkan 21:38 og flæðir því allt hraun í þá áttina núna.

Hrun - gígur - Sundhnúkgagígur - svd 07.04.2024 at 2158utc.png
Hrun - gígur - Sundhnúkgagígur - svd 07.04.2024 at 2158utc.png (368.49 KiB) Skoðað 4112 sinnum




thorhs
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf thorhs » Mán 08. Apr 2024 08:56

Var að skoða uppáhalds síðuna mína til að fylgjast með stöðuni (landris við svartsengi), og viti menn, landris heldur áfram af krafti þó að það eldgos í gangi sem tappi. Það er ekki jafn mikið og fyrir síðasta gos en (130mm frá ca miðjum feb til miðjum mars, c.a. 4,5mm/dag), er nú gróft áætlað um 20mm á um 5 dögum, eða um 4mm/dag. Þetta er allt mælt með auganu frá línuritinu að neðan, svo skekkjan er örugglega talsverð.

Mynd



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Moldvarpan » Mán 08. Apr 2024 09:12

Erfitt að átta sig á hvað er í gangi. Þensla en samt gos. Gosið virðist vera að minnka. Ef það lokast fyrir gosrásina, þá hlýtur að vera líklegt að fyrra mynstur haldi áfram, með gosi reglulega.

Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að þessi virkni sé að færast eitthvert, hvort sem það er til krýsuvíkur eða eldvörp.
Virðist vera staðbundin við svartsengi/sundhnúka eins og er.

Verður fróðlegt að sjá hvert næstu vikur taka okkur.




thorhs
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf thorhs » Mán 08. Apr 2024 10:21

Já, mér fannst nokkuð góð nálgum sem ég heyrði að gosið er í raun enn í gangi þótt það komi ekki upp á yfirborð. Á lengri tímaskala blandast þetta meira og minna saman í eitt gos.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Moldvarpan » Þri 09. Apr 2024 09:49

Mér sýnist þetta gos sé alveg að renna sitt skeið. Ekki mikil virkni lengur í gígnum.
Sömuleiðis var mengunin frá gosinu miklu minni í gær en undanfarna daga.




jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1762
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jardel » Þri 09. Apr 2024 14:36

Miðað við þetta landris er i gangi. Eru þá ekki talsverðarr líkur á að skelfilegir atburðir gætu átt sér stað þarna í byggð?