Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Snaevar
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
Reputation: 8
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf Snaevar » Þri 14. Maí 2024 15:21

Nú fer að koma að því að mér og konunni vantar nýtt rúm í svefnherbergið. Okkar er gamalt og lúið.

Það vantar semsagt dýnu, botninn og allt dæmið.

Ég veit hreinlega ekkert um þetta, þegar ég skoða hjá Dorma, Svefn og heilsu, Betri bak etc þá sé ég rúm sem kostar 150þ, og annað sem lítur alveg eins út sem kostar hátt upp í 400þ. Ég sé samt engan mun á þessu.

Spurningin mín er hvar er best að kaupa? Hvað á ég að passa upp á? etc etc



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1367
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 193
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf nidur » Þri 14. Maí 2024 15:37

Ég myndi skoða Woolroom og Naturalmat



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf chaplin » Þri 14. Maí 2024 15:54

Var í sömu stöðu fyrir 2 árum.

- Besta dýna sem ég hef átt var frá Svefn og Heilsu, hét held ég Thor, ekki lengur seld. Óðinn átti víst að replace-a hana, fannst þær ekkert sambærilegar.

- Royal Alexa er ein besta dýna sem ég hef prufað en var ekki til þegar ég var í sömu stöðu.

- Endaði með að kaupa dýnu frá Ikea, mjög ánægður með hana. Kostaði um 60-70.000 kr.

- Alls ekki kaupa ekki of mjúka dýnu, persónulega vill ég stífa/millistífa.

- Gæti verið sniðugt að kaupa tvískipta dýnu, konur vilja gjarnan aðeins mýkri dýnur. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, en þetta sögðu allar verslanir.

- Það var mikið Simba blæti á Íslandi og allir áhrifavaldar landsins að promote-a þær, þær eru víst góðar til að byrja en með stuttan líftíma (eiga það til að mygla ef það kemst vottur af raka í þær?). Þekki nokkra sem keyptu þær, öll skiptu þeim út á innan við 3 árum.

- Gott að kynna sér skila- og skiptireglur vel. Þú getur prufað Ikea dýnur í 90 daga og skila/skipt, Svefn og Heilsa, Dorma, Rekkjan ofl. eru bara með 30 dagar.

- Gott að kynna sér ábyrgðamál, Ikea eru með 10 ára ábyrgð (var 25 ár), en Svefn og Heilsa eru t.d. bara með 2-5 ára ábyrgð (5 ára kvörtunarfrestur).

Þetta er mjög persónubundið, þetta er eingöngu mín reynsla.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf hagur » Þri 14. Maí 2024 16:24




Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5531
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1027
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf appel » Þri 14. Maí 2024 17:08

Eyðir 1/3 af ævinni í rúmi og ert að kveina yfir 150k???


*-*

Skjámynd

Höfundur
Snaevar
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
Reputation: 8
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf Snaevar » Þri 14. Maí 2024 17:46

Ég skil hvert þú ert að fara, en ég er meira að spá hvort það sé mikill munur á þessari dýrari eða ekki. Og hvaða verslanir selja rúm sem endast.
Alveg sammála að maður eigi að fjárfesta í heilsu og sérstaklega svefn.

Ég hef sjálfur keypt rúm á rúmlega 200þ sem var svo bara algjört drasl, en hef hinsvegar heyrt af fólki sem hefur keypt Ikea rúm á 100þ og eru mjög sátt með það.




Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 104
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf Semboy » Þri 14. Maí 2024 19:11

Ég fékk notað rúm og búinn að vera á honum í mörg ár.
Kannski er hann highend ég veit ekkert og
ég er lika það sérstakur ég nota enga kodda.


Og ég verð að vera á þessari stillingu til að hefja svefn annars fer allt úrskeiðis.

Mynd


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1569
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf audiophile » Þri 14. Maí 2024 19:26

Ég hef átt tvö rúm síðustu 15 ár og bæði verið úr Svefn og Heilsu. Fannst ég fá góða vöru þar fyrir fínt verð.


Have spacesuit. Will travel.


Mossi__
Geek
Póstar: 855
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 342
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf Mossi__ » Mið 15. Maí 2024 10:51

Velja knúsulegasta rúmið! Kostnaður er aukaatriði



Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 988
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 135
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf brain » Mið 15. Maí 2024 11:33

hagur skrifaði:https://www.dux.is/

/thread


Get líka mælt með Dux. 29 ár komin.




d0ge
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fös 18. Des 2020 13:40
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf d0ge » Mið 15. Maí 2024 13:12

Keypti þessa í Jysk fyrir hálfu ári, ég og konan tölum enn reglulega um að þetta séu bestu kaup sem við höfum gert.

https://jysk.is/stok-vara/LUXURY-180x20 ... f8fc6ca1bd