Villandi fréttamennska, eða...?

Allt utan efnis

Höfundur
thorhs
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Villandi fréttamennska, eða...?

Pósturaf thorhs » Lau 25. Maí 2024 10:00

Var að lesa frétt á MBL um verktakagreiðslur RÚV, og hvernig þær hafi hækað frá 2018.

Heildar greiðslur hafa hækkað frá 740mkr í 993mks, sem hljómar sem svakalegar hækkanir, en ef þessi hækkun er skoðuð í hlutfalli við hækkandi verðlag lítur þetta allt öðruvísu út. Ef við setjum þetta tímabil inn á https://www.hagstofa.is/verdlagsreiknivel verða 740mkr rétt um 1009mkr. Samkvæmt því hafa verktakagreiðslur lækkað um 1,5%, en það er ekki fréttnæmt.

Mér finnst ég sá þetta allt of oft í fréttum, og mér finnst féttamenn þurfa að passa sig á þessu. Sama sést oft að það þurfi að hækka fjárveitingar til t.d. heilbrigðiskerfisins um 10% milli ára, en gleyma því að það var 10% verðbólga á árinu. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki alveg svona einfalt, en á verðbólgutímum verðum við að vanda okkur betur í umræðuni um hækkanir... sér í lagi fréttamenn, þar sem þeir eru mjög sterk rödd í umræðuni.

/rant off



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 520
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 108
Staða: Ótengdur

Re: Villandi fréttamennska, eða...?

Pósturaf kornelius » Lau 25. Maí 2024 10:36

Og ekki lýgur mogginn :) eða þannig

K.



Skjámynd

Graven
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Mán 21. Nóv 2011 21:59
Reputation: 75
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Villandi fréttamennska, eða...?

Pósturaf Graven » Lau 25. Maí 2024 12:14

thorhs skrifaði:Var að lesa frétt á MBL um verktakagreiðslur RÚV, og hvernig þær hafi hækað frá 2018.

Heildar greiðslur hafa hækkað frá 740mkr í 993mks, sem hljómar sem svakalegar hækkanir, en ef þessi hækkun er skoðuð í hlutfalli við hækkandi verðlag lítur þetta allt öðruvísu út. Ef við setjum þetta tímabil inn á https://www.hagstofa.is/verdlagsreiknivel verða 740mkr rétt um 1009mkr. Samkvæmt því hafa verktakagreiðslur lækkað um 1,5%, en það er ekki fréttnæmt.

Mér finnst ég sá þetta allt of oft í fréttum, og mér finnst féttamenn þurfa að passa sig á þessu. Sama sést oft að það þurfi að hækka fjárveitingar til t.d. heilbrigðiskerfisins um 10% milli ára, en gleyma því að það var 10% verðbólga á árinu. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki alveg svona einfalt, en á verðbólgutímum verðum við að vanda okkur betur í umræðuni um hækkanir... sér í lagi fréttamenn, þar sem þeir eru mjög sterk rödd í umræðuni.

/rant off


Þú skilur þetta þegar þú áttar þig á því að allt sem þú lest í legacy media er ætlað til að móta þínar skoðanir, þínar tilfinningar, það er ekkert af því sem þú lest þar sem er ætlað til að upplýsa þig um raunveruleikann, þetta er allt með ráðum gert.


Have never lost an argument. Fact.


Hizzman
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Villandi fréttamennska, eða...?

Pósturaf Hizzman » Lau 25. Maí 2024 12:22

Þessi frétt sýnir aðeins tölur og staðreyndir. 'Mögulega' er bara ágætt að ruv sé að nota verktaka frekar en að fjölga ráðningum, ef það er reyndin.



Skjámynd

rostungurinn77
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Villandi fréttamennska, eða...?

Pósturaf rostungurinn77 » Lau 25. Maí 2024 14:09

thorhs skrifaði:Var að lesa frétt á MBL um verktakagreiðslur RÚV, og hvernig þær hafi hækað frá 2018.

Heildar greiðslur hafa hækkað frá 740mkr í 993mks, sem hljómar sem svakalegar hækkanir, en ef þessi hækkun er skoðuð í hlutfalli við hækkandi verðlag lítur þetta allt öðruvísu út. Ef við setjum þetta tímabil inn á https://www.hagstofa.is/verdlagsreiknivel verða 740mkr rétt um 1009mkr. Samkvæmt því hafa verktakagreiðslur lækkað um 1,5%, en það er ekki fréttnæmt.

Mér finnst ég sá þetta allt of oft í fréttum, og mér finnst féttamenn þurfa að passa sig á þessu. Sama sést oft að það þurfi að hækka fjárveitingar til t.d. heilbrigðiskerfisins um 10% milli ára, en gleyma því að það var 10% verðbólga á árinu. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki alveg svona einfalt, en á verðbólgutímum verðum við að vanda okkur betur í umræðuni um hækkanir... sér í lagi fréttamenn, þar sem þeir eru mjög sterk rödd í umræðuni.

/rant off



Erum við ekki að lesa sömu fréttina?

https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innsk ... id=1862693
Hin eiginlega grein sem birtist í Morgunblaðinu, en þar segir

Heild­ar­greiðslur RÚV til verk­taka námu 993 millj­ón­um króna í fyrra. Þær námu til sam­an­b­urðar 740 millj­ón­um króna árið 2018. Sú upp­hæð er um 995 millj­ón­ir króna á verðlagi í apríl


Síðan er fréttin á MBL.is en þar kemur þessi tala (740 milljónir) ekki fram í texta, bara í töflu.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... a_i_fyrra/


Það eina villandi hérna er þessi þráður.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5567
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1040
Staða: Ótengdur

Re: Villandi fréttamennska, eða...?

Pósturaf appel » Lau 25. Maí 2024 15:19

Það væri hægt að reka RÚV fyrir 10% af því fjármagni sem fer þangað. 5-6 milljarðar á ári er "legacy", en tæknin er orðin þannig að hægt er að senda út þessa dagskrá RÚV fyrir vasapeninga, playlisti og eina sem þarf að gera er að ýta á play. Þarft ekki þúsund manns í starfi til að sinna þessu. Bara 10-20 manns. Leggja niður útvarpið, enginn hlustar á þetta, allir á spotify.
Þannig að þessar "heildar greiðslur" sem þú nefnir, þetta ætti að vera heildar-kostnaður á RÚV.


*-*


Höfundur
thorhs
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Villandi fréttamennska, eða...?

Pósturaf thorhs » Lau 25. Maí 2024 18:24

rostungurinn77 skrifaði:

Erum við ekki að lesa sömu fréttina?

https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innsk ... id=1862693
Hin eiginlega grein sem birtist í Morgunblaðinu, en þar segir

Heild­ar­greiðslur RÚV til verk­taka námu 993 millj­ón­um króna í fyrra. Þær námu til sam­an­b­urðar 740 millj­ón­um króna árið 2018. Sú upp­hæð er um 995 millj­ón­ir króna á verðlagi í apríl


Síðan er fréttin á MBL.is en þar kemur þessi tala (740 milljónir) ekki fram í texta, bara í töflu.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... a_i_fyrra/


Það eina villandi hérna er þessi þráður.


Nú skal ég alveg játa upp á mig sökina, það sem sló mig var:
Þá fengu 83 verk­tak­ar hjá RÚV fimm millj­ón­ir króna eða meira í fyrra. Þeir voru til sam­an­b­urðar sam­tals 52 árið 2018 og hef­ur því fjölgað um 60%.


Þetta gefur til kynna að það sé mikið launaskrið hjá þessum verktökum þegar það er alveg eins líklegt að það séu margir rétt um 5m markið og hafi færst yfir það vegna verðbólgu. Þarna vantar að blaðamaður spyrji afhverju.