rapport skrifaði:Hvað finnst ykkur um sjónarmiðið að þessi skuldsetning eigna fyrir neyslu sé í eðli sínu eignatilfærsla milli kynslóða þar sem ungt fólk er að gjalda fyrir fasteignabrask og bruðl miðaldra fólks ?
Er ekki með rökin en heyrði þessar pælingar fyrst í dag og það er eitthvað smá til í þessu.
Sorglegt. Ungt fólk getur ekki keypt eignir og ef það getur það skuldsetur það sig 20-100m meira en nágranninn. Í fyrra keypti ég minni eign en nágranni minn, munar um 30fm, sem kaupir 4 árum á undan mér og 34m ódýrara. Hann situr því á núna 16m verðmætari eign ef mv sambærilegar eignir í götunni en greiðir 34m minna því hann kemst fyrr á það "level" í fasteignakaupum. Ég er því tæpar 34m meira í skuld (leiðrétt f fermetra á núverandi $/fm í hverfinu) sbr viðkomandi fyrir það eitt að kaupa 4 árum seinna. Þetta telur vissulega covid hækkanir inn í en þær skemmdu líka markaðinn.
Ég á vini tæplega þrítugir sem sjá aldrei fram á að komast í eigin húsnæði ef þeir búa ekki áfram í foreldrahúsum til að safna eftir nám, eða bíða eftir að foreldrarnir eru tilbúnir að minnka við sig og geti þá "lánað" eða í raun fengið fyrirframgreiddan arf til að komast á húsnæðismarkað. Á meðan er fjöldi einstaklinga með tugi eigna í sinni eigu einungis til að lifa á launum leigjenda sinna.
Edit; hugsið ykkur hvað þetta er galið. Alma og fleiri jafn ógeðsleg leigufélög, ganga út á það að fá hluta af launum vinnandi fólks sem leggur í raun eitthvað til samfélagsins með sinni vinnu. Greiða sér svo arð upp á hundruði milljóna. Gefa ekkert frá sér. Þessi hagnaðardrifnu leigufélög eru í raun eins og "dýr sem lifir sníkjulífi" á samfélagið. Útskýring.