Nýleg deildu.net umfjöllun

Allt utan efnis
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf GuðjónR » Mið 07. Ágú 2013 17:18

appel skrifaði:Það stefnir í mjög ritstýrt internet, wild wild west er búið. Við munum líta til baka til þessara ára sem villtu áranna, og segja við barnabörnin okkar að við gátum einu sinni sótt ókeypis afþreyingarefni á netinu!

Þetta er 1984 - George Orwell heimur.

Það stefnir allt í þessa átt.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf Gislinn » Mið 07. Ágú 2013 17:29

appel skrifaði:*fullt af texta*

depill skrifaði:*fullt af texta*


Sammála í megindráttum, ég hef ekkert á móti því að borga sanngjarnt verð fyrir afþreyingarefni. Það sem er vandamálið er að það eru nokkrir aðilar sem græða helling sem eru ekki tilbúnir að aðlagast breyttum tímum og á því stranda hlutirnir. Ég myndi t.d. aldrei borga fyrir sjónvarpsáskrift sem krefst þess að ég setjist niður á tilsettum tíma og horfi á eitthvað, ég ætla ekki að skipuleggja kvöldin hjá mér í kringum sjónvarp. Ég vill geta horft á hlutina þegar ég hef lausann tíma en ekki búa mér til tíma til að horfa á eitthvað í sjónvarpinu.

Tónlistin er (að mínu mati) komin miklu lengra í að aðlagast að núinu.


common sense is not so common.

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1565
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 242
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf depill » Mið 07. Ágú 2013 17:44

Gislinn skrifaði: Það sem er vandamálið er að það eru nokkrir aðilar sem græða helling sem eru ekki tilbúnir að aðlagast breyttum tímum og á því stranda hlutirnir. Ég myndi t.d. aldrei borga fyrir sjónvarpsáskrift sem krefst þess að ég setjist niður á tilsettum tíma og horfi á eitthvað, ég ætla ekki að skipuleggja kvöldin hjá mér í kringum sjónvarp.


100% sammála þér ( og með tónlistina, enda elska ég Spotify ). Mér finnst reyndar bæði vera að hérna heima að það er ekki til alvöru instant streaming þjónusta ( VoD þjónustunar eru bara alltof dýrar, myndlykla leigan er dýr og hefur hækkað ótrúlega mikið og maður þarf að borga fyrir hverja mynd sem er soldið lame ) en svo kemur líka að við erum að fá alltof lítið fyrir peningin á þessum enda. Samanber http://www.dv.is/consumer/2013/8/2/um-3 ... n-i-vetur/ - þú veist hvað er í gangi 8.990 kr fyrir að horfa á einn leik í viku, 2 ef maður er í virkilega góðu skapi og nei auðvita kaupir 8.990 kr ekki fyrir þig aðgang að FA cup eða Champions League. ( + 1.490 í myndlyklaleigu ef maður ætlar ða vera með sjónvarp og annar 990 kr ef maður vill fá OZ ).

Neibb, ég held að þessir fáu leikir verða annað hvort horfðir á hjá pabba eða á barnum.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6372
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 455
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf worghal » Mið 07. Ágú 2013 17:45

eftir að spotify opnaði fyrir ísland þá hefur download á tónlist snar lækkað hjá mér.
þetta er alger snilld og væri bara betra ef að það væri opnað almennt fyrir netflix og slíkt!


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf appel » Mið 07. Ágú 2013 17:47

depill skrifaði:Ég er núna með Netflix, mér finnst það persónulega algjör snilld, þetta hentar mér algjörlega. Hins vegar er vandamálið content þarna, það er að ég er enn að horfa á einhverja þætti sem eru ekki á Netflix. Ég vill þetta, ég vill ekki myndlykla frá símafyrirtækjunum sem kosta handlegg og maður fær ekki neitt, ég vill ekki OZ sem fer hálfa leið. Ég vill instant streaming á sanngjörnu verði með góðu framboði ( wishing ). Og því fyrr sem framleiðendur átta sig á því, því fyrr drepa þeir allt þetta ólöglega niðurhal.


Tæknin er ekki vandamálið í dag, þó er burðargetan á bakbeini internetsins á Íslandi og til útlanda frekar slöpp. Ástandið er í raun verra í öðrum löndum. En tæknin til að bjóða fólki aðgang að heimsins öllu efni er til í dag, en viljinn er ekki hinsvegar til.

Aðalvandamálið eru samningar við efniseigendur. Það er hreinasta martröð að þurfa gera samning við hvern einasta efniseiganda, stundum fyrir einstakar kvikmyndir, og allir eru með sínar kröfur. T.d. eru Star Wars myndirnar ófáanlegar Í VOD leigur, einfaldlega því George Lucas vill það ekki, hann vill frekar gefa þær út á 5 ára fresti í Delux pakkningum sem "directors remake extended cut". Auk þess krefjast efniseigendur allt of mikils pening fyrir efnið sitt, það er einsog um leið og þeir geta selt efnið sitt einhverjum löglega þá hækka þeir verðið í topp.

Efniseigendur vilja heldur ekki eina megavídjóleigu einsog Netflix, sem stjórnar stórri hlutdeild af markaðnum, efniseigendur vilja stjórna markaðnum en ekki vera stjórnað af markaðnum.

Í raun stefnir í þveröfuga átt en við höldum að það stefni í. Content control er að verða ennþá meira "tight" og efniseigendur berjast gegn öllu sem er á "gráu" svæði.


Það eru bara svo margir sem ræna efni á Íslandi að þeir sem nota hana löglega eru í raun að borga fyrir alla hina, svolítið einsog matvöruverslun þar sem 80% af lagernum er stolið en sala á restinni til heiðarlegra þarf að dekka tapið.


*-*

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1565
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 242
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf depill » Mið 07. Ágú 2013 17:53

appel skrifaði:Í raun stefnir í þveröfuga átt en við höldum að það stefni í. Content control er að verða ennþá meira "tight" og efniseigendur berjast gegn öllu sem er á "gráu" svæði.


Enda var mín gagnrýni ekki bundinn til þeirra sem veita tæknina. Ég veit það að þetta er horror mál með content providers. Og meiri segja sagði eitt slúðrið mér að þeir séu ekki einu sinni hrifnir af því sem að OZ gerir. En já, ég veit ekki hvert þetta þróast.

Mér reyndar finnst skemmtilegast af öllu hvernig Aereo "svindlaði" á lögunum í USA með því að hafa fullt af loftnetum sem þú í raun og veru kaupir þér aðgang að. En ég vona hins vegar að þótt að ég held þetta sé hopeless í Bandaríkjunum og mörgum Evrópuríkjum ( mæli með því að þið kíkið á hvernig þetta er í Þýskalandi og er að verða/orðið í Frakklandi og Englandi ) að þá vona ég að þetta sé einn af fáu kostunum að vera lítil þjóð. Þ.e. er að við expandum ekki copyright lögum meira en hefur orðið.

Og svo vona ég auðvita að Netflix nái að snúa á content holders, finnst þeir reyndar vera gera anskotinn gott starf. Allar Orginal Series frá þeim á þessu ári voru snilld. Mæli með því að þeim sem langar að sjá það kaupi sér netflix áskrift ( það er ódýrt og ef þið ætlið bara að nota í tölvunni þá Media Hint ) til að styrkja vonandi fleirri Orignal Series.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf appel » Mið 07. Ágú 2013 18:13

depill skrifaði:
appel skrifaði:Í raun stefnir í þveröfuga átt en við höldum að það stefni í. Content control er að verða ennþá meira "tight" og efniseigendur berjast gegn öllu sem er á "gráu" svæði.


Enda var mín gagnrýni ekki bundinn til þeirra sem veita tæknina. Ég veit það að þetta er horror mál með content providers. Og meiri segja sagði eitt slúðrið mér að þeir séu ekki einu sinni hrifnir af því sem að OZ gerir. En já, ég veit ekki hvert þetta þróast.

Mér reyndar finnst skemmtilegast af öllu hvernig Aereo "svindlaði" á lögunum í USA með því að hafa fullt af loftnetum sem þú í raun og veru kaupir þér aðgang að. En ég vona hins vegar að þótt að ég held þetta sé hopeless í Bandaríkjunum og mörgum Evrópuríkjum ( mæli með því að þið kíkið á hvernig þetta er í Þýskalandi og er að verða/orðið í Frakklandi og Englandi ) að þá vona ég að þetta sé einn af fáu kostunum að vera lítil þjóð. Þ.e. er að við expandum ekki copyright lögum meira en hefur orðið.

Og svo vona ég auðvita að Netflix nái að snúa á content holders, finnst þeir reyndar vera gera anskotinn gott starf. Allar Orginal Series frá þeim á þessu ári voru snilld. Mæli með því að þeim sem langar að sjá það kaupi sér netflix áskrift ( það er ódýrt og ef þið ætlið bara að nota í tölvunni þá Media Hint ) til að styrkja vonandi fleirri Orignal Series.


Við erum aðilar að WTO, sem þýðir að við þurfum að vernda höfundarréttarvarið efni.

Svo er hitt, aðild að WTO tryggir okkur ekki sanngjarnan aðgang að höfundarréttarvörðu efni þar sem samningar stúdíóanna miðast allir við margra milljón manna samfélög, en ekki örsamfélög einsog Ísland.


*-*

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 07. Ágú 2013 19:07

Mér finnst bara skrítið hve lengi það ætlar að taka þá félaga í Smáís að fatta, eftir allar þessar torrent-baráttur, að leiðin sem þeir eru að reyna er ekki að ganga upp. Málið er ekki að fólk vill ekki borga fyrir efnið. En það langar engan að borga fleiri þúsund krónur (erum við ekki að tala um allt að 10k fyrir bluray mynd?) fyrir eina bíómynd, seríu, hvað þá hluta af seríu á mörg þúsund krónur.

Gera efnið aðgengilegra að þægilegra verði og þá get ég svarið að þessari torrent-öld fer að ljúka. Og þá er ég ekki að tala um VODið eða "leiguna," eitthvað almennilegt á borð við Netflix eða Hulu.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf appel » Mið 07. Ágú 2013 19:25

KermitTheFrog skrifaði:Mér finnst bara skrítið hve lengi það ætlar að taka þá félaga í Smáís að fatta, eftir allar þessar torrent-baráttur, að leiðin sem þeir eru að reyna er ekki að ganga upp. Málið er ekki að fólk vill ekki borga fyrir efnið. En það langar engan að borga fleiri þúsund krónur (erum við ekki að tala um allt að 10k fyrir bluray mynd?) fyrir eina bíómynd, seríu, hvað þá hluta af seríu á mörg þúsund krónur.

Gera efnið aðgengilegra að þægilegra verði og þá get ég svarið að þessari torrent-öld fer að ljúka. Og þá er ég ekki að tala um VODið eða "leiguna," eitthvað almennilegt á borð við Netflix eða Hulu.


SMÁÍS eru ekki hagsmunasamtök stúdíóanna, SMÁÍS eru hagsmunasamtök innlendra aðila, m.a. þeirra sem selja erlent efni.

Þegar SMÁÍS berst gegn ólöglegri dreifingu erlends afþreyingarefnis á Íslandi þá eru þau ekki að verja hag stúdíóanna, heldur rétt innlendra aðila að endurselja efnið.
Af sömu ástæðu finnst SMÁÍS kaup á Netflix vera "á gráu svæði", því það er farið framhjá innlenda aðilanum. Stúdíóunum er skítsama að því virðist, þó þau geri samning við Netflix um dreifingu eftir landssvæðum, þar sem Netflix er ekki heimilt að dreifa efni til Íslands. Innlendir aðilar eru að borga fyrir dreifingarrétt á Íslandi í samkeppni við Netflix sem borgar ekki fyrir dreifingarréttinn á Íslandi. Svolítið súrt. En allt þetta umhverfi er virkilega absúrd.


*-*

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6372
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 455
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf worghal » Mið 07. Ágú 2013 19:38

appel skrifaði:Þegar SMÁÍS berst gegn ólöglegri dreifingu erlends afþreyingarefnis á Íslandi þá eru þau ekki að verja hag stúdíóanna, heldur rétt innlendra aðila að endurselja efnið.
Af sömu ástæðu finnst SMÁÍS kaup á Netflix vera "á gráu svæði", því það er farið framhjá innlenda aðilanum.

það er þetta sem ég skil ekki. Spotify kom til landsins og var íslensk tónlist komin þar inn á fyrsta degi.
spotify er nákvæmlega það sama og netflix og hulu, bara með tónlist. fyrst þetta gat komist í gang á íslandi, hví þá ekki netflix?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf appel » Mið 07. Ágú 2013 19:39

worghal skrifaði:
appel skrifaði:Þegar SMÁÍS berst gegn ólöglegri dreifingu erlends afþreyingarefnis á Íslandi þá eru þau ekki að verja hag stúdíóanna, heldur rétt innlendra aðila að endurselja efnið.
Af sömu ástæðu finnst SMÁÍS kaup á Netflix vera "á gráu svæði", því það er farið framhjá innlenda aðilanum.

það er þetta sem ég skil ekki. Spotify kom til landsins og var íslensk tónlist komin þar inn á fyrsta degi.
spotify er nákvæmlega það sama og netflix og hulu, bara með tónlist. fyrst þetta gat komist í gang á íslandi, hví þá ekki netflix?

Það voru held ég gerðir samningar.


*-*

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6372
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 455
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf worghal » Mið 07. Ágú 2013 19:41

appel skrifaði:
worghal skrifaði:
appel skrifaði:Þegar SMÁÍS berst gegn ólöglegri dreifingu erlends afþreyingarefnis á Íslandi þá eru þau ekki að verja hag stúdíóanna, heldur rétt innlendra aðila að endurselja efnið.
Af sömu ástæðu finnst SMÁÍS kaup á Netflix vera "á gráu svæði", því það er farið framhjá innlenda aðilanum.

það er þetta sem ég skil ekki. Spotify kom til landsins og var íslensk tónlist komin þar inn á fyrsta degi.
spotify er nákvæmlega það sama og netflix og hulu, bara með tónlist. fyrst þetta gat komist í gang á íslandi, hví þá ekki netflix?

Það voru held ég gerðir samningar.

sena landaði samningum við spotify.
nú vill ég sjá myndform og samfilm gera slíkt hið sama.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf Squinchy » Mið 07. Ágú 2013 19:53

Skil ekki þessa netflix ást, fínnt til að skoða eldra efni en nýtt efni not so much


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf AntiTrust » Mið 07. Ágú 2013 20:14

Á meðan efniseigendur, dreifingaraðilar og hagsmunasamtök þessara aðila, gera margir hverjir nær allt hvað þeir geta til þess að reyna að blóðmjólka neytendur, og stjórna því hvenær og hvenær ekki, hvar og hvar ekki og í hvaða gæðum og miðlum við getum notið þess efni sem okkur sýnist, verður alltaf þetta stríð.

Netflix, Hulu, VUDU, Amazon Prime og flr. streymisþjónustur eru á hraðleið með að minnka ólöglegt niðurhal, sem hefur sést erlendis og þá sérstaklega í USA. Vandamálið í dag er þessi skipting þarna á milli, hvaða þjónustur eru með hvað í safninu hjá sér. Ég er reyndar alveg hrottalega sáttur við hvernig Google TV tækið hjá mér samtvinnar þetta, einn search gluggi ásamt Primetime appi með suggestions, og svo lætur hann mig bara vita í hvaða þjónustu ég get horft á viðkomandi efni. Niðurhal hjá mér hefur vissulega minnkað síðan ég fékk mér aðgang að þessum þjónustum, en fyrir meðal-Jón út í bæ er þetta ekki svo einfalt. Uppsetning á tækinu, áskriftir að þjónustunum, DNS áskrift og uppsetningar og síðast en ekki síst, blessaða gagnamagnið. VPN kemur vissulega þar til bjargar, en það er bara enn eitt flækjustigið.

Ég reyndar trúi því ekki að internetinu verði stjórnað - það er og verður líklega alltaf meira og meira monitorað, en þegar 99.999% þeirra sem nota netið eru á móti ákveðnum hlutum verður erfitt að framfylgja slíkum breytingum. Ef ríkisstjórnir ætla sér að reyna slíkt, mun internetið og hvernig neytendur tengjast því og nota það bara aðlagast í kjölfarið. Svona stórum neytendahóp verður ekki stjórnað gegn þeirra vilja.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf AntiTrust » Mið 07. Ágú 2013 20:15

Squinchy skrifaði:Skil ekki þessa netflix ást, fínnt til að skoða eldra efni en nýtt efni not so much


Skoðaðu þá Hulu, eða Amazon Prime. Kosta svipað, með nýrra efni. Margir vilja meina að Hulu+Netflix sé perfect combo, kostar ekki mikið.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf appel » Mið 07. Ágú 2013 20:26

AntiTrust skrifaði:Netflix, Hulu, VUDU, Amazon Prime og flr. streymisþjónustur eru á hraðleið með að minnka ólöglegt niðurhal, sem hefur sést erlendis og þá sérstaklega í USA. Vandamálið í dag er þessi skipting þarna á milli, hvaða þjónustur eru með hvað í safninu hjá sér. Ég er reyndar alveg hrottalega sáttur við hvernig Google TV tækið hjá mér samtvinnar þetta, einn search gluggi ásamt Primetime appi með suggestions, og svo lætur hann mig bara vita í hvaða þjónustu ég get horft á viðkomandi efni. Niðurhal hjá mér hefur vissulega minnkað síðan ég fékk mér aðgang að þessum þjónustum, en fyrir meðal-Jón út í bæ er þetta ekki svo einfalt. Uppsetning á tækinu, áskriftir að þjónustunum, DNS áskrift og uppsetningar og síðast en ekki síst, blessaða gagnamagnið. VPN kemur vissulega þar til bjargar, en það er bara enn eitt flækjustigið.


Þetta eru lausnir sem duga fyrir einhverja, en erfitt er að fá massann yfir í þetta. Flestir eru ekki svona tæknilega læsir að geta gert þetta, en svo er það að burðargeta internetsins einfaldlega ræður ekki við það að allir fari að nýta sér svona þjónustu. Ég þekki það svolítið. En líklega einhverntímann mun það gerast, en kannski ekki ef gæðakröfur til efnis aukast, t.d. 4K og svo 3D 4K? Það eru flöskuhálsar víða.


*-*


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf AntiTrust » Mið 07. Ágú 2013 20:43

Ég hugsa að 1Gbit tengingar verði orðnar í boði hjá flestum þeim sem tengjast yfir fíber áður en fólk fer að heimta/vilja 4K streymisþjónustur, ekki að þess þurfi en þetta er bara spurning um endabúnað. Það er reyndar þarna sem Síminn á reyndar held ég eftir að detta hvað fyrst úr lestinni, þegar streymiskröfurnar fara umfram það sem VDSL2+ býður upp á í dag, en Alcatel hefur nú reyndar verið að ná alveg ótrúlegustu tölum á kopar í prufum síðustu ár.

Backbone-ið hjá ISPunum sjálfum myndu eflaust ráða við ágætis streymistraffík, ef niðurhalið færi jafn hratt minnkandi og streyminu færi aukandi. Mikið minna um max toppa á streyminu vs niðurhalið, þótt það væri vissulega álagsbundið við tíma sólahrings sbr. við hvernig VOD þjónar toppa sig álagslega á ákveðnum tímapunktum. Sæstrengirnir okkar og endabúnaðurinn við þá eru amk meira en hæfir til þess að streyma háskerpuefni til allra landsmanna. M.v. núverandi compression tækni gæti hver einasti landsmaður streymt HD mynd til sín á sama tíma. Hvar flöskuhálsinn er á eftir því eru ekki áhyggjur fyrir neytendur, eða ættu ekki að vera það að minnsta kosti, þar sem ISPar verða hreinlega bara að elta eftirspurn með framboði, og þá gildir engu hvort um hraða eða gagnamagn sé að ræða.



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1249
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 66
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf demaNtur » Fim 08. Ágú 2013 19:00

Mynd



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf GuðjónR » Fös 09. Ágú 2013 10:39




Skjámynd

GönguHrólfur
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Fös 07. Jún 2013 14:43
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf GönguHrólfur » Fös 09. Ágú 2013 17:58

Afhverju byrjuðu þeir að leyfa Íslenskt efni? Það er nánast bara verið að biðja um vandræði með því.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf Moldvarpan » Fös 09. Ágú 2013 18:50

Afhverju ekki? Ef að stjórnandi getur flutt síðuna franm og tilbaka ef smáis fer fram á lögbann. Verður þá .org eða eh þess háttar.



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf fannar82 » Fös 09. Ágú 2013 19:06

Væri líklegast auðveldast að setja hana bara á .su skillst að allir leet hackers halda sér þar þar sem .su er no mans land :)

http://www.salon.com/2013/06/03/old_sov ... s_partner/


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf tdog » Fös 09. Ágú 2013 19:26

.su er í útfösun




Ripparinn
Geek
Póstar: 834
Skráði sig: Mið 08. Júl 2009 06:08
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf Ripparinn » Fös 09. Ágú 2013 19:58



GigaByte-P55M-UD2 | Intel Core i5 650 @ 3.20GHz | 4.0GB Dual-Channel DDR3 1066Mhz | PNY GeForce GTX 460 768Mb | Corsair H50 | HAF922


straumar
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Lau 15. Jún 2013 21:50
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Pósturaf straumar » Mið 14. Ágú 2013 01:31

Jæja það var ekki lengi verið að fara í málið núna af lögreglunni með að stoppa deildu.net. líklega búið að loka síðunni núna á 5 dögum síðan að byrjað var að leyfa íslenskt efni og síðan varð aðal umfjöllunarefni fjölmiðla landsins sem reknir eru af kvikmynda og afþreyingarakademíunni á þessu landi. hvet þá sem kunna að fara sem fyrst af stað með síðu sem getur haft möguleika að lifa í 3 ár eins og deildu hefur gert. leiðin er að leyfa ekki íslenskt efni. kv