depill skrifaði:Ég er núna með Netflix, mér finnst það persónulega algjör snilld, þetta hentar mér algjörlega. Hins vegar er vandamálið content þarna, það er að ég er enn að horfa á einhverja þætti sem eru ekki á Netflix. Ég vill þetta, ég vill ekki myndlykla frá símafyrirtækjunum sem kosta handlegg og maður fær ekki neitt, ég vill ekki OZ sem fer hálfa leið. Ég vill instant streaming á sanngjörnu verði með góðu framboði ( wishing ). Og því fyrr sem framleiðendur átta sig á því, því fyrr drepa þeir allt þetta ólöglega niðurhal.
Tæknin er ekki vandamálið í dag, þó er burðargetan á bakbeini internetsins á Íslandi og til útlanda frekar slöpp. Ástandið er í raun verra í öðrum löndum. En tæknin til að bjóða fólki aðgang að heimsins öllu efni er til í dag, en viljinn er ekki hinsvegar til.
Aðalvandamálið eru samningar við efniseigendur. Það er hreinasta martröð að þurfa gera samning við hvern einasta efniseiganda, stundum fyrir einstakar kvikmyndir, og allir eru með sínar kröfur. T.d. eru Star Wars myndirnar ófáanlegar Í VOD leigur, einfaldlega því George Lucas vill það ekki, hann vill frekar gefa þær út á 5 ára fresti í Delux pakkningum sem "directors remake extended cut". Auk þess krefjast efniseigendur allt of mikils pening fyrir efnið sitt, það er einsog um leið og þeir geta selt efnið sitt einhverjum löglega þá hækka þeir verðið í topp.
Efniseigendur vilja heldur ekki eina megavídjóleigu einsog Netflix, sem stjórnar stórri hlutdeild af markaðnum,
efniseigendur vilja stjórna markaðnum en ekki vera stjórnað af markaðnum.
Í raun stefnir í þveröfuga átt en við höldum að það stefni í. Content control er að verða ennþá meira "tight" og efniseigendur berjast gegn öllu sem er á "gráu" svæði.
Það eru bara svo margir sem ræna efni á Íslandi að þeir sem nota hana löglega eru í raun að borga fyrir alla hina, svolítið einsog matvöruverslun þar sem 80% af lagernum er stolið en sala á restinni til heiðarlegra þarf að dekka tapið.