netkaffi skrifaði:Hvaða svæði eru það? Það er mikið minna áreiti ef maður gerir ráð fyrir að það geti verið hundar þar.demaNtur skrifaði:Það eru nokkur stór svæði rétt fyrir utan höfuðborgina sem eru lausagöngusvæði hunda, ekki labba þar ef þig langar ekki að hitta lausa hunda
Sést í Borgarvefsjánni eins og áður er komið fram en svo mega hundar vera lausir utan þéttbýlis svo framarlega sem ekki er hætta á að rekast á búfénað - einhver sveitarfélög banna það reyndar en þau eru í minnihluta og yfirleitt með eldgamlar hundasamþykktir. Ég gekk mikið um Reykjanesið með gömlu minni í lausagöngu, margar af gönguleiðunum okkar eru nú reyndar komnar undir hraun eða ófært að nálgast þær.
Þegar ég bjó í Reykjavík þá fórum við líka oft á Bláfjallasvæðið nálægt Sandskeiðsflugvellinum. Hólmsheiðin var líka vinsæl hjá okkur.
Þessi hundagerði sem borgin setti upp er því miður lélegt djók þar sem þau eru svo pínulítil að meira að segja ég get kastað bolta yfir allt svæðið.
