gunni91 skrifaði:Manager1 skrifaði:talkabout skrifaði:Hvað meina menn svo að væri gáfulegast að gera ef maður vill spila í 4k, samt bara miðaldra pabbi sem getur ekki spilað nema endrum og eins og langar að grípa í God of War eða Cyberpunk öðru hvoru? 3070 kortið er ekki að duga í það, bíða eftir að 5000 komi almennilega á markaðinn og fara í 4080 eða 5070? Eins og mjög margir er hrikalega erfitt að réttlæta fleiri hundruð þúsund í GPU sem maður notar ekki daglega.
Ætli miðaldra pabbinn verði ekki bara að sætta sig við að spila í 1080 eða 1440 aðeins lengur, því eins og þú segir er erfitt að réttlæta mörghundruðþúsund króna útgjöld í eitthvað sem er bara notað stundum og er ekki nauðsynlegt.
5070 er 599 usd, ætli það sé ekki 130-150 kall hérna heim glænýtt.
Menn sem fjárfesta í því ættu að vera nokkuð vel settir með það fyrir 4k gaming í nokkur ár með öllu þessu updated gimmicki, frame gen + DLSS. Vissulega bara 12gb kort sem er of lítið fyrir 4k en nvidia lofar að þetta kort slái 4090 við..
Það er reyndar best að fara ekki of langt fram úr sér yfir 5070. Við vitum í raun sáralítið um kortið en
það er fullkomlega útilokað að það slái við eða jafni 4090 nema með hinu og þessu fiffi og það er það
sem Jensen var að segja í gær. Með öllum nýju fiffinum getur 5070 í amk sumum leikjum jafnað 4090 fps.
Í samhengi hlutanna finnst mér samt afar líklegt að 5070 séu góð kaup þegar til kemur.
Í öllu falli: 5080 og 5090 verða komin í sölu ekki síðar en 31. jan en hin kortin einhverntíma í febrúar.
Þá og aðeins þá fáum við rétta mynd af þessum nýju græjum.