Storm skrifaði:https://www.origo.is/um-origo/frettir/frett/item137305/tolvutek-tekur-til-starfa-a-ny/?fbclid=IwAR0avNdavH2CteFMp7ZivGwmdbbDqiL8AIEuokr7roehSPraX0sjo9yA88cTölvutek tekur til starfa á ný
11.07.2019
Tölvutek, sem hætti starfsemi í sumar, mun taka til starfa að nýju á næstu vikum, en nýtt félag verður dótturfélag Origo, með aðkomu nokkurra starfsmanna Tölvuteks.
Tölvutek í nýrri mynd mun einbeita sér að sölu á búnaði og lausnum til einstaklinga og heimila. Fyrirtækið mun meðal annars bjóða Lenovo tölvur fyrir einstaklingsmarkað auk tölvubúnaðs frá öðrum þekktum vörumerkjum.
Origo mun einbeita sér að sölu og markaðssetningu á Lenovo tölvum og tengdum búnaði til fyrirtækja og stofnana. Ábyrgðarþjónusta Tölvuteks verður hjá Origo.
Stefnt er að opnun Tölvuteks innan nokkurra vikna á tveimur stöðum í Reykjavík og á Akureyri.
Áhugavert! Hlakka til að sjá hvernig þetta verður útfært








