cobro skrifaði:veit ekki hvert maður geti hringt til að fá upplýsingar um hvað þessi viðgerð taki langan tíma,
mér skildist á hringiðunni að þeir eru bara með einn streng sem er tengdur við umheiminn ljósleiðarinn þar að segja, og verið er að reyna bæta úr því en mér gæti skjátlast um það.
Það eru náttúrulega ef ég man rétt, 3 strengir sem notaðir eru fyrir almenning sem liggja frá Íslandi, einn til meginlands Evrópu, einn til Írlands, og einn sem fer til BNA í gegnum Kanada.
Þeir bila lítið.
Það er hinsvegar á ISP-anum (netþjónustufyrirtækinu; Hringdu, Síminn, Vodafone, Hringiðan etc) að versla 'rútur' (routes) sem þjónustur frá þeim punkti sem ljósleiðarinn endar á viðkomustað og leiðir áfram eftir þartilgerðum kerfum.
Þegar kemur að því að redda auka 'rútum' ef einhver leið er að virka illa, finnst mér persónulega Hringdu vera mest líbó, og vandamálin yfirleitt leyst. Mín reynsla er að það er rosalegt happ og glapp hvort sé eitthvað vit í að taka við starfsfólk tæknideilda síma og netþjónustufyrirtækja. Þó myndu skora þar hæst (hjá mér) Hringdu (internetmál yfir kopar og ljósleiðara) og Hringiðan (internetmál yfir 3g/4g/5g).
Ljósleiðarinn og Míla (tvö stærstu fyrirtækin á Íslandi sem veita aðgang að netþjónustu yfir kopar og ljósleiðara), veita ekki netþjónustu eins og síma og netþjónustufyrirtæki eins og Hringdu, Síminn, Vodafone, Hringiðan etc.
Til að einfalda geturðu hugsað um Mílu og Ljósleiðarann eins og bensínstöðvar, en þeir veita þér aðgang að því að fylla á bílinn, en bílinn færðu ekki hjá olíufélögunum, heldur annaðhvort hjá umboði eða annari bílasölu (netþjónustufyrirtækjunum).