Síða 1 af 1

Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Lau 03. Jan 2026 23:09
af cobro
Eru fleiri að lenda í því sem eru tengdir í gegnum ljósleiðarann að hann sé að missa samband við umheiminn cirka 22:20 er búinn að vera lenda í þessu núna tvö kvöld í röð, þreytt þegar maður er að spila í gegnum netið og er tengdur EU serverum. bara ath hvort einhver annar sé að lenda í þessu eða veit hvort það sé einhver viðgerð í gangi ?

takk fyrir mig og Gleðilegt nýtt ár allir.

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Lau 03. Jan 2026 23:24
af hfwf
Sama hér, erlend mjög slæmt, innlent í lagi, er hjá vortex.

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Sun 04. Jan 2026 02:14
af russi
Er þetta ekki bara konan með ryksuguna á ferð í tækjasalnum?

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Sun 04. Jan 2026 04:30
af Blablis
Sama vandamál fyrir mig, gerist kringum 22:30 upp að 23:50. 02/01 & 03/01 . Var að lenda aftur í þessu kl 04:00 04/01.
Er hjá Hringidan / vortex is. Er að pæla að skipta um netþjónustu út af þessu. :x

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Sun 04. Jan 2026 11:17
af depill
Hljómar meira eins og ISP heldur enn Ljósleiðarinn vandamál. Venjulega ef innlenda er betra enn erlenda, þá er þetta netþjónustuaðilinn.

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Sun 04. Jan 2026 11:55
af hfwf
Virðist vera aftur í gangi núna. Mjög skrítið, vortex vanalega verið 100%
Svo hefur tilkynningaskyldan þeirra verið mjög léleg, ekki mjög tech savy þarna :D

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Sun 04. Jan 2026 12:53
af hannesb
Sama hér og nú allan morguninn og um hádegi sunnudag. Er hjá Hringiðinnu og tel þetta vera vanda hjá þeim. Hefur gerst áður og engar tilkynningar.

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Sun 04. Jan 2026 12:58
af hfwf
Semi virkar hérna sofar, en margt sem v irkar ekki, iptv mér til furðu virkar :), en FB t.d er slow og leiðinlegt, 3dsmark.com kemst ekki á hana, kannski DNS problem.

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Sun 04. Jan 2026 13:09
af hannesb
Íslenskst virkar en ekki erlent

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Sun 04. Jan 2026 13:24
af cobro
já ég er hjá hringiðunni hef verið mjög ánægður með þjónustuna hjá þeim, þetta er frekar leiðinlegt.

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Sun 04. Jan 2026 13:56
af cobro
veit ekki hvert maður geti hringt til að fá upplýsingar um hvað þessi viðgerð taki langan tíma,
mér skildist á hringiðunni að þeir eru bara með einn streng sem er tengdur við umheiminn ljósleiðarinn þar að segja, og verið er að reyna bæta úr því en mér gæti skjátlast um það.

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Sun 04. Jan 2026 14:58
af DJOli
cobro skrifaði:veit ekki hvert maður geti hringt til að fá upplýsingar um hvað þessi viðgerð taki langan tíma,
mér skildist á hringiðunni að þeir eru bara með einn streng sem er tengdur við umheiminn ljósleiðarinn þar að segja, og verið er að reyna bæta úr því en mér gæti skjátlast um það.

Það eru náttúrulega ef ég man rétt, 3 strengir sem notaðir eru fyrir almenning sem liggja frá Íslandi, einn til meginlands Evrópu, einn til Írlands, og einn sem fer til BNA í gegnum Kanada.
Þeir bila lítið.
Það er hinsvegar á ISP-anum (netþjónustufyrirtækinu; Hringdu, Síminn, Vodafone, Hringiðan etc) að versla 'rútur' (routes) sem þjónustur frá þeim punkti sem ljósleiðarinn endar á viðkomustað og leiðir áfram eftir þartilgerðum kerfum.

Þegar kemur að því að redda auka 'rútum' ef einhver leið er að virka illa, finnst mér persónulega Hringdu vera mest líbó, og vandamálin yfirleitt leyst. Mín reynsla er að það er rosalegt happ og glapp hvort sé eitthvað vit í að taka við starfsfólk tæknideilda síma og netþjónustufyrirtækja. Þó myndu skora þar hæst (hjá mér) Hringdu (internetmál yfir kopar og ljósleiðara) og Hringiðan (internetmál yfir 3g/4g/5g).

Ljósleiðarinn og Míla (tvö stærstu fyrirtækin á Íslandi sem veita aðgang að netþjónustu yfir kopar og ljósleiðara), veita ekki netþjónustu eins og síma og netþjónustufyrirtæki eins og Hringdu, Síminn, Vodafone, Hringiðan etc.

Til að einfalda geturðu hugsað um Mílu og Ljósleiðarann eins og bensínstöðvar, en þeir veita þér aðgang að því að fylla á bílinn, en bílinn færðu ekki hjá olíufélögunum, heldur annaðhvort hjá umboði eða annari bílasölu (netþjónustufyrirtækjunum).

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Sent: Sun 04. Jan 2026 23:05
af einarth
Kvöldið.

Það er engin bilun í gangi hjá okkur í Ljósleiðaranum - þetta mál liggur hjá Hringiðunni.

Kv, Einar.