Hive Max Xtra

Allt utan efnis

Höfundur
cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Hive Max Xtra

Pósturaf cue » Þri 02. Okt 2007 20:40

Veit einhver hvernig þetta er hægt?
Þ.e að bjóða fólki að hringja ókeypis í GSM síma fyrir 3450kr á mánuði.

Ég hringi fyrir meira en 5000kr bara í GSM síma!



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16274
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hive Max Xtra

Pósturaf GuðjónR » Þri 02. Okt 2007 21:29

cue skrifaði:Veit einhver hvernig þetta er hægt?
Þ.e að bjóða fólki að hringja ókeypis í GSM síma fyrir 3450kr á mánuði.

Ég hringi fyrir meira en 5000kr bara í GSM síma!

Það er ekki ókeypis ef það kostar 3450 kr.




Höfundur
cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf cue » Þri 02. Okt 2007 23:31

Jú, það er víst rétt.
En spurningin stendur.

Hvernig geta þeir grætt á þessu?




Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Þri 02. Okt 2007 23:33

SMS-in kosta enn sitt, símafyrirtækin eru örugglega að moka inn þar og ef viðskiptavinum fjölgar, þá fjölgar þeim eflaust líka.

Svo hringja ekki allir jafn mikið og þú. :wink:




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Mið 03. Okt 2007 00:28

Birkir skrifaði:SMS-in kosta enn sitt, símafyrirtækin eru örugglega að moka inn þar og ef viðskiptavinum fjölgar, þá fjölgar þeim eflaust líka.

Svo hringja ekki allir jafn mikið og þú. :wink:


Er þetta ekki úr heimasíma í GSM? svo að SMSin kosta nú bara ekki neitt ;)




corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Pósturaf corflame » Mið 03. Okt 2007 14:03

Ég skyldi auglýsinguna þannig að þetta væri bara úr fastlínu í alla síma og þá eingöngu innanlands.

Endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt.



Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Mið 03. Okt 2007 16:07

Ef þið skoðið skilmálana fyrir þessu þá er dæmið svona:

* Heimasími Max Xtra er einungis fáanlegur með Hive Max internettengingu á ADSL dreifisvæði Hive. ( 6.390.- p mánuð )
*Með þjónustu er átt við talmiðlun um IP burðarlag. Viðskiptavinur tengist þjónustu í gegnum sérstakan endanotendabúnað sem Hive útvegar viðskiptavinum sínum ræða.

Þannig að .. heildarpakkinn er sumsé Hive Max ( 6390 ) + Heimasími Max Xtra ( 3450 )

9.840,-



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1877
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Mið 03. Okt 2007 16:39

Gildir bara þegar hringt er úr heimasíma í GSM síma.



Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Mið 03. Okt 2007 16:52

nei nei .. Málið er að þetta er líklegast einhver ip sími + þú þarft að vera með ákveðna adsl þjónustu hjá þeim til að fá þetta.

* Ótakmörkuð símtöl í alla GSM og heimasíma á Íslandi



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16274
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mið 03. Okt 2007 20:42

einzi skrifaði:nei nei .. Málið er að þetta er líklegast einhver ip sími + þú þarft að vera með ákveðna adsl þjónustu hjá þeim til að fá þetta.

* Ótakmörkuð símtöl í alla GSM og heimasíma á Íslandi

Það boðar ekki gott þegar HIVE auglýsir að eitthvað sé "ótakmarkað"...



Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Fim 04. Okt 2007 10:32

Þess vegna eru þessi ákvæði í skilmálunum:

* Ef notkunarmynstur gefur til að ætla að um misnotkun eða rangskráningu sé að ræða áskilur Hive sér rétt til að synja viðskiptavini um þjónustu.

* Með samþykki viðskiptavinar á skilmálum þessum, er fjarskiptafyrirtæki heimilt að vinna úr gögnum m.a. vegna notkunarmynsturs viðskiptavina í því skyni að tryggja almennar skuldbindingar og þjónustu Hive gagnvart viðskiptavinum.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Fim 04. Okt 2007 11:12

er með þetta og ef þú ert með síma og net færðu síman ódýrari en ella... var samt að fá bréf innum lúguna þar sem þeir voru að tilkynna verðhækkun :shock: kannski maður renni í að skipta um síma og netfélag complete núna


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16274
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fim 04. Okt 2007 17:21

einzi skrifaði:Þess vegna eru þessi ákvæði í skilmálunum:
* Ef notkunarmynstur gefur til að ætla að um misnotkun eða....

Hvað er misntokun? Ef þú talar of mikið? Verður þá sett "cap" á símalínuna eins og þeir hika ekki við að gera á internetið...
Trúir fólk virkilega ennþá á jólasveininn???



Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Fim 04. Okt 2007 18:42

Indeed .. hvað er misnotkun á þjónustu sem á að vera ótakmörkuð? Og hvað ætli felist inn í því að "safna upplýsingum um notkunarmynstur"?

Mér finnst persónulega vera of mörg spurningamerki við þetta til að nokkur maður fari að nota þessa þjónustu. Og allt er þetta háð internettengingu sem maður hefur heyrt að sé ekkert allt of stöðug til að byrja með.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fös 05. Okt 2007 08:36

Hive .. omg.

Talandi um að aðrir séu að einoka og FLÆKJA símareikningana. Svo notar þeir gamalt fólk í aughlýsingar sínar sem þykist ekki skilja einfaldustu reikninga sem Símafyrirtæki bíður upp á. ( Er að vitna í Símann )

Hvað með þessa nýju þjónustu ? Hún er ekkert nema Smátt Letur !! Þarft að vera með e-a Rándýra Nettengingu sem nánast engin hefur not fyrir nema sjúklega ofvirkt barn á e-u heimilli sem er með Download syndrome á háu stigi. OG þetta er ekki ókeypis þegar þú þarft að borga þeim 10.000 á mánuði til að geta hringt á 0kr í aðra gsm úr heimasímanum þínum ;)

Ætli gamalt fólk VIRKILEGA skilji hana.. HA HA HA HA


Hive fá alveg gott prik hjá mér fyrir að auka samkeppni og hrinda af stað breytingum í ADSL á Íslandi en þeir flækja sjálfa sig bara alltaf í eigin vitleysu og mér finnst alltaf eins og fólk sjái í gegnum þá. Frelsa aðra VV þegar þeir sjálfir eru að skuldbinda fólk í lengri tíma. Og fleira svona kjána...eitthvað.

Og það væri gaman að sjá Hive nenna að þjónusta gamla fólkið eins og Síminn er búinn að gera síðan 1906.

Síminn über alles bara ;)


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Fös 05. Okt 2007 11:20

nota bene .... þetta er skype á hive sterum



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16274
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 05. Okt 2007 11:49

ÓmarSmith skrifaði:Síminn über alles bara ;)

Heil!
Sammála síðasta ræðumanni.



Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Fös 05. Okt 2007 12:02

true .. þegar maður skoðar þetta þá er síminn über alles.




Höfundur
cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf cue » Fös 05. Okt 2007 12:42

Misnotkun getur einfaldlega verið eitthvað sem þeir sjá ekki fyrir, þ.e galli í gerfinu eða að einhver fari að hringja út auglysingar eða einfaldlega símaat.

Notkunarmynstur er hlutur sem allir safna um viðskiptavini sína, þið kannist kannski við að hafa skoðað svoleiðis í DK...

Ég held að þetta hafi verið orðað mjög vel hérna áður
"Trúir fólk virkilega ennþá á jólasveininn???"
Þ.e þetta er svo gott tilboð að það getur ekki verið satt og þá er best að finna allt að þessu. Þetta var svona líka þegar þeir komu með ótakmarkað utanlands downlod. Ef þeir hefu ekki gert það er ALLVEG öruggt að síminn og Vodafone hefðu ekki gert það og við værum enn að borga fyrir utanlands downlod.

Ég öfunda ykkur að geta tekið þetta til að prufa, ég á ekki kost á því. Ég er útá landi og get bara tekið ruglið frá símanum og vodafone.