Vodafone byrjar að ritskoða

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf depill » Mið 10. Jún 2009 16:02

Jæja þrátt fyrir það að ég nota reyndar ekki ringulreid.org að þá er fyrsta tegund ritskoðunar hafin á Íslandi og ég vil hreinlega biðja alla um ( þrátt fyrir að ég eigi vini hjá Vodafone og þetta er fyrrv. vinnuveitandinn minn ) að sniðganga Vodafone og TAL ( sem sagt eingöngu ve rsla þá við Snerpu, Hringiðuna eða Símann ) í mótmælaskyni þar sem svona netlöggu leikur getur aldrei endað vel. ´

Þrátt fyrir að það er örugglega eithvað ömurlegt sem gangi á ringulreid.org afsakar það ekki alsherjar ritskoðun, hvað ef stjórnendum Vodafone finnst á morgun til dæmis Morgunblaðið vera ömurlegur sjálfstæðisrit og visir.is vera eini góði vefmiðilinn er þá í lagi að Vodafone loki á Moggan ?

Þrátt fyrir að þið fáið betri kjör annars staðar mæli ég klárlega ekki með að versla við þessu tvö fyrirtæki. Ég versla við fyrirtæki um netþjónahýsingu sem svo verslar við Vodafone fyrir uplink og ég sé að vegna þess er aðgangurinn byrjaður að hindrast þangað ( aftur, hef ekki sérstakra hagsmuna að gæta, fyrir utan að mér finnst að netið eigi að vera óritskoðað ).

Sjá frétt



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf Gúrú » Mið 10. Jún 2009 16:11

Langar að slá þá fyrir þessi ömurlegu rök fyrir ritskoðun.


Modus ponens


Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf Cascade » Mið 10. Jún 2009 16:21

They who can give up essential liberty to obtain a little temporary safety, deserve neither liberty nor safety.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf Hargo » Mið 10. Jún 2009 16:25

Er hjá Vodafone, fæ þetta þegar ég reyni að fara inn á ringulreid.org

Að ósk Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Barnaverndarstofu, samtakanna Barnaheilla, Heimilis og skóla, SAFT, Lýðheilsustöðvar, umboðsmanns barna og Stígamóta er síðan sem þú baðst um ekki lengur aðgengileg.


Ég kem eiginlega alveg af fjöllum, hvers kyns síða er þetta og hvað er á henni?



Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf depill » Mið 10. Jún 2009 16:29

Jæja Síminn hefur dottið í sama skítinn og Vodafone, þannig að það er bara einn ISPi sem er alveg opinn það er Hringiðan ( Snerpa notar utanlandsgáttir Vodafone og Símans )

sjá hér

Þetta finnst mér óhugguleg og ógeðfelld þróun



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf ManiO » Mið 10. Jún 2009 16:37

Hargo skrifaði:Er hjá Vodafone, fæ þetta þegar ég reyni að fara inn á ringulreid.org

Að ósk Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Barnaverndarstofu, samtakanna Barnaheilla, Heimilis og skóla, SAFT, Lýðheilsustöðvar, umboðsmanns barna og Stígamóta er síðan sem þú baðst um ekki lengur aðgengileg.


Ég kem eiginlega alveg af fjöllum, hvers kyns síða er þetta og hvað er á henni?



Svipar til 4chan, nema er íslensk.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf Gúrú » Mið 10. Jún 2009 16:41

ManiO skrifaði:Svipar til 4chan, nema er íslensk.


Leiðrétting: Alveg eins og 4chan, nema innihald hennar er íslenskt.
Hýst utanlands, ábyrgðarmenn eru erlendis.

Ekki það að þetta muni stoppa neinn sem að vill virkilega fara inná vefsvæðið vegna möguleikans að nota proxies, þá er þetta óhugnanleg þróun.


Modus ponens

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf ManiO » Mið 10. Jún 2009 16:42

Gúrú skrifaði:
ManiO skrifaði:Svipar til 4chan, nema er íslensk.


Leiðrétting: Alveg eins og 4chan, nema innihald hennar er íslenskt.
Hýst utanlands, ábyrgðarmenn eru erlendis.

Ekki það að þetta muni stoppa neinn sem að vill virkilega fara inná vefsvæðið vegna möguleikans að nota proxies, þá er þetta óhugnanleg þróun.


4chan hefur miklu meiri áhrif á netið ;) Memes t.d.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16318
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf GuðjónR » Mið 10. Jún 2009 16:48

Mig langar að taka þátt í þessari umræðu, persónulega finnst mér svona ringulreiðarsíður viðbjóðlegar, og yrði ég ekki ánægður ef mín börn dyttu þar inn fáklædd með símanúmeri og heimilisfangi.
Hitt er annað mál, að ritskoðun á netinu til að "vernda almenning" er stóóóórhættuleg!

Kínverjar gera þetta í stórum stíl, ritskoða til að "vernda alþýðuna", núna byrja íslendingar á þessu.
Hvað svo? Þessi ringulreiðarsíða skiptir sennilega bara um nafn og verður það þá bannað? Og þegar síðurnar verða orðnar 10.000.- ?
Síðan bloggsíður kannski? Af hverju loka þeir ekki á íslensku rasistasíðuna, (man ekki í augnablikinu hvað hún heitir).

Þegar menn byrja á svona þá er bara spurning hvar menn ætla að hætta, eða hvort þeir ætla yfir höfðu að hætta.



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 460
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf daremo » Mið 10. Jún 2009 16:49

Þetta er ömurlegt.
Veit ekki hvaða síða þetta er, en ef hún er svipuð og 4chan er hún væntanlega sorp.

En.. Þetta á eftir að enda skelfilega. Nú þegar fordæmi er komið fyrir svona löguðu eiga allir hagsmunaaðilar einhvers eftir að heimta að sínar skoðanir á því hvernig vefurinn eigi að vera verði settar í framkvæmd, alveg eins og þetta dæmi sýnir.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16318
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf GuðjónR » Mið 10. Jún 2009 16:50

STEF á eftir að nýta sér þetta og fara fram á að öllum torrent síðum verði lokað.



Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf depill » Mið 10. Jún 2009 17:00

GuðjónR skrifaði:STEF á eftir að nýta sér þetta og fara fram á að öllum torrent síðum verði lokað.


Já klárt mál, ég meina fjarskiptafyrirtækin eru að sýna fordæmi. Og hvar mun þetta enda, hvar mun ritskoðunin enda. Mun þetta enda þannig að netþjónustunar munu velja fyrir okkur hvaða efni við fáum að velja. Start síða með efni sem við fáum að velja.

Hér á fyrri þræði var ég einmitt að tala um hvernig þetta geti ekki gerst með Internetið í heild sinni, og stend við það. Erlendis er valið mikið og það er auðvelt að komast á bakbein Internetsins og það er auðvelt að finna sér marga transit providera. Hér á Íslandi er valið annað, hér eru 3 sem eru með erlendispípu sjálfstæða. Hringiðan, Síminn og Vodafone ( síðari tvö með yfirgengilega stærri pípu en sá fyrsti ). Og bara tveir sæstrengir sem aðgangurinn er randýr aftur.

Ég vill meina að enn og aftur er okkur að hefnast fyrir að hafa ekki fengið Hiberniu hingað til lands, sem var ríkisstjórninni að kenna. Í stað þess að leyfa einkaframkvæmd hingað til lands með loforð um að leggja ekki strax nýjan sæstreng til Evrópu ( DANICE-1 ) að þá ákváðum við að eyða fullt af pening í græðgi, að Íslenska ríkið, Orkuveitan og væntanlega á endanum útrásarvíkingar eins og Björgólfur Thor ( Verne Holding ) gætu fengið stærri part af gróðanum, en þyrftu að taka á sig stór högg fyrst.

Þetta er þróun sem þarf klárt mál að stöðva ekki seinna en strax.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf gardar » Mið 10. Jún 2009 17:09

depill skrifaði:Þetta er þróun sem þarf klárt mál að stöðva ekki seinna en strax.



Hvað er það sem hægt er að gera?



Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf depill » Mið 10. Jún 2009 17:17

gardar skrifaði:
Hvað er það sem hægt er að gera?



Jamm ég held einmitt að það sé kannski spurning sem eigi að velta fyrir sér. Mér finnst það sorglegast að bæði stóru fjarskiptafyrirtækin hafi ákveðið að gera þetta. Ég var að fylgjast með hinu ömurlega moggabloggi sem finnst þetta í góðu lagi, það er verið að "verja" börnin þeirra. Vegna þess að í einhverjum barnaskap halda þau að þetta lagist allt með þessu.

Það er ekki eins og einelti hafi orðið til við að Internetið kom, og það var komið langt á undan ringulreid, þeir sem vilja leggja fólk í einelti þurfa ekki ringulreid.

Ég hef þegar byrjað á því að allavega að senda póst á fjölmiðlana og segja þeim hversu lélegir þeir séu að birta "frétt" á netinu hjá sér sem er ekkert annað en fréttatilkynning frá fjarskiptafyrirtæki. Ótrúlega óábyrgt af fjölmiðlum að átta sig ekki á því að hér er um ritskoðun að ræða, ég sé að samkv reglum ringulreidar er barnaklám bannað, þannig að þau rök halda allavega ekki eins og sá á DV, þetta hafa verið helstu rök fyrir þessum filterum í öðrum þjóðum ( hættulegt samt ).

Svo held ég að það sé kominn tími til að endurvekja Netverjar.is, ég ætla að senda póst á BRE og Gunnar um það, mæli með aðrir taki þátt því, þar sem aðilar á netinu þurfa að stofna þrýstisamtök til þess að vinna á móti hagsmunasamtökum svo sem þessum og benda á að þrátt fyrir að ringulreid.org er viðbjóður þá eru hagsmunir almennigs meiri af því að leyfa ekki fjarskiptafyrirtækjunum að ritskoða fólk.

Ég þarf aðeins að hugsa þetta í kvöld, en það þarf pottþétt að gera hluti.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf gardar » Mið 10. Jún 2009 17:25

Endilega láttu mig vita frá öllum aðgerðum sem þú ferð í Depill. Hagsmunasamtök eru góð hugmynd en þau þurfa þá að verða stór og gera eitthvað af viti.
Það að skrá sig í einhver samtök, skrá sig á undirskriftalista eða annað slíkt og láta svo kyrrt við liggja er alls ekki nóg, það þarf róttækar aðgerðir.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf AntiTrust » Mið 10. Jún 2009 17:36

Mér býður við þessari síðu, en er hinsvegar alveg sammála því sem verið að tala um, ritskoðun er af hinu illa.

Svo er annað sem ég var að velta fyrir mér, er þetta löglegt, á hinu frjálsa Íslandi?



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf urban » Mið 10. Jún 2009 17:37

Smá svar frá mér af Lvie2cruize
kom upp þannig að fólk var mjög ánægt með þetta.

ég benti þeim á að skipta út nafninu ringulreid.org fyrir youtube.com eða live2cruize.com
user á L2C skrifaði:Það er bara allt annað ! ekki hafa borist kærur útaf miklu einelti á það... horfið á þetta rökrétt.. þeir eru ekkert að fara að loka síðum hægri vinstri einsog ég veit ekki hvað...


þú ert ekki enþá að fatta hvað ég á við.

úr því að þú talar um einelti.

nú veit ég ekki hvernig hugi.is er með það núna, en það var gríðarlegt einelti þar á tímabili, og það hafa orðið þónokkuð margar kærur vegna eineltis þar í gegn.

þar (á 18+) er allavega klámyndir, sögur og frásagnir.

á ekki bara að loka fyrir aðgang að hugi.is


en já, þetta snýst samt sem áður ekki um það.
þetta snýst um það að þetta er ritskoðun sem að mér finnst út í hött.

núna finnst þessum stjórnvöldum, lögreglu og hinum og þessum stofnunum þessi síða óæskileg.
það er lokað fyrir aðgang að henni.

hvenar þykir lögreglu og stjórnvöldum spjallborð á við þetta eða malefnin.com vera orðið ósækileg.

sjálfsagt ekki núna á þessu ári, sjálfsagt ekki á því næsta, en það gæti komið að því.

og einsog ég segi, þarna er komið að mínu mati, alveg skelfilegt fordæmis gildi.

EN ATH ég segi samt sem áður, besta mál að það sé skertur aðgangur að þessari síðu (ekkert mál að komast inná hana á hvaða nettengingu sem er samt sem áður) enda er þessi síða á sinn hátt bölvaður viðbjóður.


en einsog ég segi, slétt sama þó svo að síðunni hafi verið lokað. (en það er náttúrulega ekkert verið að loka henni)
en ég vill EKKI að ISPinn minn velji úr hvaða síður ég skoða (eða get skoðað) á netinu.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf ManiO » Mið 10. Jún 2009 17:47

Ef ég segi eins og er þá eru síður eins og ringulreid.org nauðsynlegar til að kenna þessum vitleysingum um að passa sig hvað þau setja á netið.

Brennt barn forðast eldinn, og ef krakkar eru svo vitlausir að setja allar upplýsingar um sig, og hvað þá NEKTARMYNDIR, á opið svæði á netið þá gerist svona.

Edit: Er nokkuð viss að ég muni fá skítköst fyrir þetta innlegg, en þetta er mín skoðun.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf AntiTrust » Mið 10. Jún 2009 17:56

ManiO skrifaði:Ef ég segi eins og er þá eru síður eins og ringulreid.org nauðsynlegar til að kenna þessum vitleysingum um að passa sig hvað þau setja á netið.

Brennt barn forðast eldinn, og ef krakkar eru svo vitlausir að setja allar upplýsingar um sig, og hvað þá NEKTARMYNDIR, á opið svæði á netið þá gerist svona.

Edit: Er nokkuð viss að ég muni fá skítköst fyrir þetta innlegg, en þetta er mín skoðun.


Pínu sammála. Bara pínu.

Þetta er bara mikið meira en nektarmyndir, þarna eru mannorðsmorð framin, alvarlegt einelti og private upplýsingar opinberaðar.

Nektarmyndirnar er örugglega það saklausasta þarna inná.




jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf jonfr » Mið 10. Jún 2009 18:00

Það er kominn tími til þess að fara að not Tor. Síminn virðist vísa í núll route, en ég gat skoðað vefsíðuna til klukkan 16:40, þegar allt datt út. Ég er að nota OpenDNS fyrir nafnaþjóna, þannig að DNS block símans virkaði ekki á míg.

Ég fæ þetta úr traceroute hjá Símanum.

Kóði: Velja allt

tcptraceroute ringulreid.org
Selected device eth0, address 192.168.1.7, port 55989 for outgoing packets
Tracing the path to ringulreid.org (67.215.235.75) on TCP port 80 (http), 30 hops max
 1  192.168.1.254  91.625 ms  99.867 ms  99.930 ms
 2  anax3.isholf.is (157.157.255.113)  14.457 ms  13.639 ms  14.099 ms
 3  anax3-pri.isholf.is (157.157.59.132)  18.821 ms  14.299 ms  13.408 ms
 4  * * 157.157.255.182 19.883 ms
 5  * * *
 6  * * *
 7  *^C



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf urban » Mið 10. Jún 2009 18:04

AntiTrust skrifaði:
ManiO skrifaði:Ef ég segi eins og er þá eru síður eins og ringulreid.org nauðsynlegar til að kenna þessum vitleysingum um að passa sig hvað þau setja á netið.

Brennt barn forðast eldinn, og ef krakkar eru svo vitlausir að setja allar upplýsingar um sig, og hvað þá NEKTARMYNDIR, á opið svæði á netið þá gerist svona.

Edit: Er nokkuð viss að ég muni fá skítköst fyrir þetta innlegg, en þetta er mín skoðun.


Pínu sammála. Bara pínu.

Þetta er bara mikið meira en nektarmyndir, þarna eru mannorðsmorð framin, alvarlegt einelti og private upplýsingar opinberaðar.

Nektarmyndirnar er örugglega það saklausasta þarna inná.


þá er það nú annað.

private upplýsingum ?
ég skoðaði þessa síðu nú alltaf reglulega (reyndar hættur því)
en ég sá aldrei neinar private upplýsingar.

kennitölu sem að sést í t.d. heimabanka
símanúmer sem að sjást á ja.is
nöfn og nöfn á systkinum sem að sjást á islendingabok.

ekki beint gríðarlega private upplýsingar.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf Gúrú » Mið 10. Jún 2009 18:05

AntiTrust skrifaði:Mér býður við þessari síðu, en er hinsvegar alveg sammála því sem verið að tala um, ritskoðun er af hinu illa.

Svo er annað sem ég var að velta fyrir mér, er þetta löglegt, á hinu frjálsa Íslandi?


Held að þeir séu að beita fyrir sér einhverri klausu í mannréttindasáttmála Evrópu.


Modus ponens

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1884
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf emmi » Mið 10. Jún 2009 18:09

Er Vodafone ekki að brjóta Fjarskipalög með því að framkalla svokallað "DNS poisoning"?

Reglugerð Nr. 1223/2007 um IP fjarskipti.
Búnaður og samskiptahættir er stýra IP fjarskiptaumferð, skulu vera varin á sem æskilegastan máta gegn hvers konar þjónustusynjun og röngum leiðar­upplýsingum.
Komið skal í veg fyrir falskar eða rangar leiðarupplýsingar IP neta frá viðskipta­vinum, svo sem að sjálfgefnar leiðarupplýsingar séu ranglega auglýstar út á almenn IP fjarskiptanet.
Fjarskiptafyrirtæki skulu tryggja að nafnaþjónusta á þeirra vegum verndi færsluinnihald sitt, geti staðfest uppruna svars og komi í veg fyrir að færslugögnum verði hagrætt í flutningi."


Reglugerð Nr. 1221/2007

Fjarskiptafyrirtæki skulu tryggja að viðskiptavinir þeirra njóti verndar gagnvart hlustun, hlerun, geymslu eða annars konar hindrun eða vöktun fjarskipta, þ.m.t. skilaboða og auðkenna, sem fara um fjarskiptanet þeirra, nema að slíkt fari fram með samþykki viðskiptavinanna eða samkvæmt heimild í lögum.


Mér þykir það varhugaverð þróun þegar símafyrirtækin eru farin að stunda þetta án nokkurs dóms eða laga. Ef þetta er svona ólöglegt, af hverju er þá ekki búið að fara réttu leiðina og hafa t.d. samband við hýsingaraðilann?

Vil taka það fram að ég er á engann hátt fylgjandi því sem fram fer á þessari síðu.
Síðast breytt af emmi á Mið 10. Jún 2009 18:15, breytt samtals 1 sinni.




jonfr
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 12. Maí 2009 17:58
Reputation: 0
Staðsetning: Húnaþing Vestra
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf jonfr » Mið 10. Jún 2009 18:13

Það er mjög hæpið að beita fyrir sig mannréttindasáttmála Evrópu til þess að ritskoða vefsíður. Vegna þess að hann kemur ekki nálægt slíku.



Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone byrjar að ritskoða

Pósturaf depill » Mið 10. Jún 2009 18:27

emmi skrifaði:Er Vodafone ekki að brjóta Fjarskipalög með því að framkalla svokallað "DNS poisoning"?

Reglugerð Nr. 1223/2007 um IP fjarskipti.
Búnaður og samskiptahættir er stýra IP fjarskiptaumferð, skulu vera varin á sem æskilegastan máta gegn hvers konar þjónustusynjun og röngum leiðar­upplýsingum.
Komið skal í veg fyrir falskar eða rangar leiðarupplýsingar IP neta frá viðskipta­vinum, svo sem að sjálfgefnar leiðarupplýsingar séu ranglega auglýstar út á almenn IP fjarskiptanet.
Fjarskiptafyrirtæki skulu tryggja að nafnaþjónusta á þeirra vegum verndi færsluinnihald sitt, geti staðfest uppruna svars og komi í veg fyrir að færslugögnum verði hagrætt í flutningi."



Ég hef skilið þessa reglugerð þannig að þetta gildi eingöngu um viðskiptamenn fjarskiptafyirrtækjana. Það er sem sagt verið að ítreka það fyrir fjarskiptafyrirtækjum að þau fyrirtæki sem fái forréttindin að fá að auglýsa rútur inná Internetleiðir fjarskiptafyirrtækjanna skulu vera filteruð þannig þau geti bara auglýst sínar routeur, en ekki falskar.

Vegna þess hvernig þetta er orðað myndi ég halda að það sé lagalegurvafi á því hvort að þessi lög gildi einnig um fjarskiptafyrirtækin. Hér eru ekki í raun og veru falskar, heldur frekar rangar leiðaraupplýsingar þar sem þeir núllrúta allri rútunni. Vodafone virðist hafa framið DNS eitrun en Síminn ekki. Þetta er á mjög gráu svæði.
emmi skrifaði:Reglugerð Nr. 1221/2007

Fjarskiptafyrirtæki skulu tryggja að viðskiptavinir þeirra njóti verndar gagnvart hlustun, hlerun, geymslu eða annars konar hindrun eða vöktun fjarskipta, þ.m.t. skilaboða og auðkenna, sem fara um fjarskiptanet þeirra, nema að slíkt fari fram með samþykki viðskiptavinanna eða samkvæmt heimild í lögum.


Mér þykir það varhugaverð þróun þegar símafyrirtækin eru farin að stunda þetta án nokkurs dóms eða laga. Ef þetta er svona ólöglegt, af hverju er þá ekki búið að fara réttu leiðina og hafa t.d. samband við hýsingaraðilann?

Vil taka það fram að ég er á engann hátt fylgjandi því sem fram fer á þessari síðu.

Ég er alveg sammála þér hér, það sem mér finnst ennþá athugaverðara við þetta er það að þeir eru líkar að hindra önnur fjarskiptafyrirtæki með núllrútum sínum, fjarskiptafyrirtækið sem ég versla við, er eins og fyrr segir með sitt eigið AS númer, en bara einn transit partner Vodafone og þess vegna það hindrað strax. Mér finnst það önnur varhugaverð þróun.

Ætla fjarskiptafyrirtækin 0- rúta öllum IP tölum sem ringulreid fer á, jafnvel þótt að ringulreid flytji sig á stóran deildan netþjón ? Og ætla fjarskiptafyrirtækin að muna að taka út 0-rútur IP talnana sem ringulreid er hætt að vera á ? Ætla þeir líka kannski að 0-rúta öllum helstu opnu proxy síðum til að hindra aðgang að ringulreid.

Það er barnaskapur að einelti á netinu hætti með þessu, hvað með eins og aðra síðu sem var mikið sökuð um að vera uppfull af einelti á sínum tíma blog.central.is sem tók langan tíma að sía út efni. Á að hindra aðgang að henni. Það var talað um barnaklám og veiðar á börnum á einkamal.is afhverju var ekki lokað fyrir hana ? Eru ekki veiðar á börnum miklu ógeðslegri ?

Ég ætla mér allavega að renna aðeins í gegnum þetta. Mér líkar ekki þessi þróun.