AntiTrust skrifaði:Þú ert að bera svo ólíka hluti saman. Þú varst að borga fyrir meðal annars dagskrá sem samkvæmt þeirri náttúru sem við búum í á plánetunni jörð, er ekki nokkur leið að garantera.
Segjum sem svo að ég fari á veitingahús og borgi mig inn á hádegishlaðborð. Ég byrja á því að smakka ýmislegt og ætla svo loks að fá mér fisk, en vegna veðurs þennan daginn var ekki hægt að keyra út fiskinn. Ég fer ekki eftir að hafa fengið mér ýmislegt að éta og heimta afslátt, afþví að einn rétturinn af mörgum var ekki í boði.
Ef þú hefðir hringt í byrjun og sagt "Ég ætla að fá hjá ykkur Stöð 2, gegn því að þið ábyrgist að ég fái að sjá þennan og þennan fótboltaleik". Þeir hefðu að sjálfsögðu svarað neitandi, þar sem það er gefið að þeir geta ekki ábyrgst það að rauntíma sjónvarpsefni skili sér, enda alltof mikið af hlutum, meðal annars veður, sem getur valdið því að ekkert verður úr því. Það féllu ekki allir leikir niður er það? Var það ekki bara brot af því efni sem var sýnt?
Þú ert að heimta afslátt vegna hluta sem þeir geta ekki borið ábyrgð á né stjórnað. Hefðu þetta verið tækjabilanir hjá þeim, væri málinu allt öðruvísi snúið.
Ég stend við fyrri orð, þetta er barnaleg ósk af þinni hálfu.
Þetta var ansi stór hluti af því sem ég ætlaði að horfa á sem féll niður, held að þetta hafi verið ca. 10 leikir, og þar á meðal stærsti leikurinn í des sem þeir voru með í flestum auglýsingunum hjá sér, Chelsea vs Man UTD.
Mér finnst ekkert að því að búast við einhverskonar afslætti út af þessu.Skrýtið að gefa ekki einhvern smá afslátt til að halda áskrifendum góðum, en ok, þá horfir maður bara á þetta á netinu.
Ég er bara að reyna að vera virkur neytandi og besta leiðin til þess er að versla ekki þjónustu/vöru sem maður er ekki sáttur við.
Við erum bara greinilega ósammála um þetta, óþarfi að kalla mig barnalegan, ég læt bara ekki vaða yfir mig og vill fá það sem ég borga fyrir, ekkert meira, ekkert minna.