Hann er búinn að fá sér mjög flotta tölvu en þar sem hann er með 19" skjá og spilar marga leiki myndi mér finnast sniðugast að gefa honum 24" tölvuskjá.
Honum langar reyndar í 32" sjónvarp þar sem hann á einnig ps3 en það er bara að fara að kosta heilan helling.
þar sem hann gæti verið með bæði ps3 og PC tölvuna tengda í þennan skjá er þá ekki sniðugast að gefa honum einn þannig ?
svo að ég var að pæla hvort að þið vissuð um einhvern góðan skjá sem er FULL HD sem er góður og er ekki að kosta mikið ?
einnig er eitthvað annað sem væri sniðugt fyrir hann ?
Takk
