Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GönguHrólfur
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Fös 07. Jún 2013 14:43
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf GönguHrólfur » Lau 15. Jún 2013 23:48

Ég veit ekki hvort að það sé viðeigandi eður ei að stofna umræðuefni um þessi mál hérna á spjallborði sem gengur út á raftæki og tölvubúnað, en þetta er eitt það sem að mér finnst einfaldlega of áhugavert til þess að láta kjurrt liggja.

Undanfarin ár hef ég fylgst gnæft með gangi þessara mála, og finnst mér eins og að hápunktur suðunnar sé að fara að koma innan næstu ára. Það eru til svo óteljandi mikið af vitnisburðum um tilvist þessara fljúgandi hluta, að það er komið að þeim punkt að mínu mati að sönnunargögn séu það yfirgnæfandi að það veltur á þeim sem trúa ekki á tilvist nefndra fyrirbæra, að afsanna það. Ég gæti gefið ykkur hundruðir youtube linka af allskyns myndbands upptökum af þessu öllu saman; allt frá fréttaumfjöllunum smáfjölmiðla, yfirlýsingum hátt settra manna frá mörgum löndum, og lekin gögn margra yfirvalda sem að einfaldlega ná ekki upp á það stig að höfða til almennings.

Afhverju ekki? Einfaldlega út af því að helstu fjölmiðlum heims er stjórnað af þeim sömu völdum og ákveða hvað almenningur á að vita. út af því að ef þetta eru virkilega viti bornar verur frá öðru sólkerfi, þá mundi það hafa í för með sér algjöra breytingu á heildarhugsun mannkyns, og þar með skapa byltingu um allan heim. Þetta er eitthvað sem stórveldin vilja ekki, og það eru örugglega margar ástæður fyrir því.

Ef að það eru virkilega einstaklingar hér sem hafa ekki kynnt sér þessi mál til neinnar ályktunar, þá mun ég með glöðu geði gefa ykkur slóðir sem að þið gætuð sjálf ef þið höfðuð einhvern áhuga, fundið upp á eigin spítur.

Máli mínu hér er lokið og skrifið hverjar þær athugasemdir sem ykkur hentar.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf GuðjónR » Sun 16. Jún 2013 00:06

Við ræðum um allt hér á spjallinu.

Varðandi topicið þitt þá hef ég eins og svo margir aðrir fylgst með þessu í langan tíma, horft á þætti og myndir lesið greinar og sögur.
Það er alveg 10000% öruggt að við erum ekki ein í þessum alheimi. Meira að segja vantrúuðustu vísindamenn segja það það sé í það minnsta 1000 milljarðar milljarða jarðir eins og okkar sem "líklega" hafa eitthvað líf.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3108
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 16. Jún 2013 00:14

Ég trúi þegar ég sé hlutina með eigin augum , ekki að ég vilji ekki trúa :evillaugh


Just do IT
  √

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4983
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 874
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf jonsig » Sun 16. Jún 2013 00:18

Eftir því sem ég hef lesið mig betur um þetta með krítíska hugsun í fyrirrúmi ,þá hef ég bara trúað minna og minna á geimverur.

Ég skil mjög vel að margir eru ekki að höndla þann núverandi vísindalegan skilning okkar að við séum ein í alheiminum og því steypa sér í einhverja samsærisþvælu.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf GuðjónR » Sun 16. Jún 2013 00:25

Ef þið horfið upp í himininn á stjörnubjörtu vetrarkvöldi og sjáið skrilljón "stjörnur" eða depla á himnunum þá getur hver og einn verið heilt sólkerfi eins og okkar eða jafnvel þúsund sinnum stærra en okkar. Og þessi sólkerfi eru óteljandi.
Það er útilokað að á þessari jörð sé eina lífið í alheiminum, bara algjörlega útilokað.

Þeir sem segjast ekki trúa nema sjá, þá spyr ég; er ekki til rafmagn? þið sjáið ekki rafmagnið, og er bara ein hlið á tunglinu? það er kannski bara flatt?
Það eru ekki ýkja mörk ár síðan menn trúðu því að jörðin væri flöt og hægt væri að sigla út af henni, galdramenn og aðrir hættulegir voru drepnir fyrir að halda öðru fram.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3108
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 16. Jún 2013 00:28

Tja... Ég hefði frekað trúað að það væru Drone svífandi í kringum okkur sem eru smíðuð af mannskepnunni.

En ég loka aldrei á neina möguleika


Just do IT
  √

Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf beggi90 » Sun 16. Jún 2013 00:31

GönguHrólfur skrifaði:...
Afhverju ekki? Einfaldlega út af því að helstu fjölmiðlum heims er stjórnað af þeim sömu völdum og ákveða hvað almenningur á að vita. út af því að ef þetta eru virkilega viti bornar verur frá öðru sólkerfi, þá mundi það hafa í för með sér algjöra breytingu á heildarhugsun mannkyns, og þar með skapa byltingu um allan heim. Þetta er eitthvað sem stórveldin vilja ekki, og það eru örugglega margar ástæður fyrir því.
...


Vandamálið með svona stórar samsæriskenningar er að það þurfa of margir að halda kjafti.
Fólk getur ekki einu sinni þagað yfir ómerkilegum hlutum.

En mitt uppáhalds video um þetta málefni:




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf Gislinn » Sun 16. Jún 2013 00:49

GuðjónR skrifaði:Ef þið horfið upp í himininn á stjörnubjörtu vetrarkvöldi og sjáið skrilljón "stjörnur" eða depla á himnunum þá getur hver og einn verið heilt sólkerfi eins og okkar eða jafnvel þúsund sinnum stærra en okkar. Og þessi sólkerfi eru óteljandi.
Það er útilokað að á þessari jörð sé eina lífið í alheiminum, bara algjörlega útilokað.

Þeir sem segjast ekki trúa nema sjá, þá spyr ég; er ekki til rafmagn? þið sjáið ekki rafmagnið, og er bara ein hlið á tunglinu? það er kannski bara flatt?
Það eru ekki ýkja mörk ár síðan menn trúðu því að jörðin væri flöt og hægt væri að sigla út af henni, galdramenn og aðrir hættulegir voru drepnir fyrir að halda öðru fram.


Nei, nú hringi ég í Jens. Bæði dæmin sem þú tekur er vel hægt að sýna fram á. Sama er ekki hægt að segja um geimverur... ennþá.


common sense is not so common.

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2018
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf hfwf » Sun 16. Jún 2013 00:56

Það er svo margt hægt að segja með einhverju raunhæfri vissu. Við erum búnað lenda á mars, þarf hafa komið fram hinar og þessar X sbr. vatn rann þar einhverntíman, en við vitum ekkert hvernig vatn þetta var. Þetta er bara eitt dæmi, að segja með algjörri fullvissu að það sé líf á öðrum hnöttum er óskhyggja útfrá því sem við vitum í dag. Eina sem við vitum og leitum eftir er eitthvað sem er eins og er hér á jörð, okkar vatn, okkar andrúmsloft yari yari yari and so on. Og meðan vuð höfum bara lent á tunglinu og mars þá skulum við allavegna gleyma því að fullvissa okkur um að það sé annað llíf þarna úti en okkar. Ég er þó ekki að segja að það sé það ekki , en miðað við hvað við vitum í dag, þá þarf að virða það.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf GuðjónR » Sun 16. Jún 2013 00:58

Gislinn skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ef þið horfið upp í himininn á stjörnubjörtu vetrarkvöldi og sjáið skrilljón "stjörnur" eða depla á himnunum þá getur hver og einn verið heilt sólkerfi eins og okkar eða jafnvel þúsund sinnum stærra en okkar. Og þessi sólkerfi eru óteljandi.
Það er útilokað að á þessari jörð sé eina lífið í alheiminum, bara algjörlega útilokað.

Þeir sem segjast ekki trúa nema sjá, þá spyr ég; er ekki til rafmagn? þið sjáið ekki rafmagnið, og er bara ein hlið á tunglinu? það er kannski bara flatt?
Það eru ekki ýkja mörk ár síðan menn trúðu því að jörðin væri flöt og hægt væri að sigla út af henni, galdramenn og aðrir hættulegir voru drepnir fyrir að halda öðru fram.


Nei, nú hringi ég í Jens. Bæði dæmin sem þú tekur er vel hægt að sýna fram á. Sama er ekki hægt að segja um geimverur... ennþá.


Hahaha :)




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf Garri » Sun 16. Jún 2013 01:01

Skarpur gaur þarna í vídíóinu.. samt dálítið blanda af skemmtikrafti og rökhyggjumanni slass vísindamanni.

Hans rökhyggja klikkar samt í ráðgjöfinni varðandi sönnunina. Það er, að "vitni" eigi að koma með "hard evidence" til baka og þá sé hægt að segja, já, vitsmunaverur eru til frá öðrum hnöttum. Hugsa ef svona háþróaðar skepnur vilja ekki að við vitum um tilvist þeirra, þá trúið mér, við munum eiga í miklum erfiðleikum með að "sanna" slíka tilvist, hvað þá meðal Jóninn og almennt almenningur sem og vísindamenn. Og ef þessar verur vilja það ekki, það er, vilja að vitum um tilvist þeirra, þá trúið mér, þá mun það ekki fara fram hjá neinum þegar þær birtast.

En að sjálfsögðu var það ekki megin boðskapur þessa manns í þessari heljarinnar "ræðu" eða frekar, uppistandi, heldur hitt að vísindin vilja "hard evidence" og ekkert annað, þannig vinna þau bara. Þangað til vitum við ekkert með vissu að hans sögn. Og alveg sama þótt líkurnar séu miklar sem þær svo sannanlega eru, þá er ég að tala um 99.99999999999% með slatta fleiri níum fyrir aftan kommu. Og auðvitað er fólk almennt að skýrskota til þessara líkinda þegar það veit ekki alveg hvað eitthvað er og segir, "getur það verið að þetta séu vitsmunaverur frá öðrum hnöttum?", þegar eitthvað á sér stað sem er ekki létt útskýranlegt á annan hátt. Það er svo sem rétt hjá honum að fötlun almennings til að draga rökréttar og upplýstar ályktanir eru ekki alveg með þeim í þessum líkindum, svo ég get svo sem alveg sæst á þá skoðun að "eye - vitness" sé frekar döpur sönnun.

Auðvitað veit það ekki.. ekki frekar en vísindamenn viti nokkurn skapaðan hlut í sinn haus, enda eins og hann sjálfur sagði, þá eru þeir alltaf reknir aftur og aftur að teikniborðinu með mein-gallað kerfi sem stenst ekki skoðun á morgun þótt það hafi verið hinn algildi sannleikur í dag.

Hinn stóri sannleikur í þessu er einfaldur. Líf er til á öðrum hnöttum í mörgum miljóna sólkerfa. Meira að segja eru menn að velta fyrir sér að líf hafi þrifist á Mars.. það er, ef vatn hefur verið þarna í nægjanlegu magni. Þannig virkar þetta bara. Ákveðin skilyrði fæða af sér líf.

Það síðan hversu langt þetta líf nær að þróast áður en það slátrar sjálfu sér og sínu "nær-umhverfi" er svo aðeins tæknilegt atriði sem engu skiptir í raun, er í raun aðeins sekúndubrot í örsögu þess í alheimi vorum og virkar eins og hver önnur þróun, þar sem á endanum hljótum við að sjá sigurvegara.. að lokum í þessu endalausu tilraunum til að kveikja vitsmunalíf að þeirri vikt að það geti sigrað helstu "náttúrlögmál" þess "nær" umhverfi sem við þekkjum í dag og þá auðvitað, í gegnum vísindin sem sjálfsagt sjá ekki nema brota- brot af alheimi þeim sem við lifum í raun í.



Skjámynd

cure
Geek
Póstar: 881
Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 23:42
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf cure » Sun 16. Jún 2013 01:12

Ég einmitt held það ekki.. Ég bara veit það að það
líf á annari plánetu einhversstaðar þarna í kring, það meikar ekkert annað sens, því annað er allt of tilviljunarkennt, bara svo hræddur um að það komi ekki í ljós
á meðan ég lifi.. en hvað veit maður, tæknin þróast svo hratt á þessum árum, þannig það getur vel verið að við eigum eftir að verða vitni að einhverju svona skemmtilegu :happy




RazerLycoz
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Sun 01. Ágú 2010 17:34
Reputation: 0
Staðsetning: no comment
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf RazerLycoz » Sun 16. Jún 2013 01:30

:happy :happy vel gert GönguHrólfur að búa til eina góða þráður sem maður er búin að fylgjast með svo lengi og það er líka fínt að tala um þetta líka,allavega trúir maður á svona hlutum,hér er ein myndband frá síðan 2011 http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=vhwIMtAFflc#!

Mynd


CPU:i5 2400@ 3.10 Ghz Quad Core | MB:Gigabyte Z68Xp-UD4 | Ram:Corsair 3x4Gb@1333 MHz DDR3 |HDD:Samsung 840 Pro 256 | GPU:Gtx 550Ti | Samsung 23"SA350B Full HD "Going to Upgrade Soon"

Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf oskar9 » Sun 16. Jún 2013 03:19

Ef líform hefur þá getu að ferðast þær vegalengdir sem þarf til að komast milli sólkerfa/vetrarbrauta á einhverjum skikkanlegum tíma, þá eru þær ekki að fara sýna sig, svífandi yfir stórborgum með ljóskastarana á, sem virðast vera ansi mörg UFO videó


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf urban » Sun 16. Jún 2013 10:28

Hvernig er það orðið verk þeirra sem að ekki trúa að sanna að það sé ekki til ?

hvernig stendur líka á því að árið 2013 séu enþá öll video tekin af svona fyrirbrigðum, tekin á risavélar og álíka góð tæki til upptöku

ég trúi því alveg að það sé líf á öðrum hnöttum, hvort að það líf sé komið álíka langt í þróun og við fólkið hérna á jörðinni eða jafnvel komið lengra, ég hef ekki hugmynd um það.
en öll þessi vido sem að til eru af ufo´s eru bara svo einstaklega asnaleg að mínu mati


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf GuðjónR » Sun 16. Jún 2013 11:02

Stór hluti jarðarbúa trúir á eitthvað sem kallað er "Guð", getur einhver útskýrt það fyrir mér? Hefur einhver séð "þetta" Guð? eða "hann/hana" Guð? Hvað er Guð? Meira segja Americanar prenta á peningana sína "IN GOD WE TRUST" ...

Ég á ekki von á því að það séu litlir grænir karlar á Mars, en þegar við tölum um líf annarsstaðar þá getur það verið allskonar líf. T.d. er talið að líf á jörðinni hafi byrjað sem bactería (fyrirgefið mér þeir sem trúa að "Guð" hafi gert þetta á 7 dögum), en það er ekki langt síðan að það fannst hitaþolin backtería í vatni hér á jörðinni, sú backería hafði aldrei fundist hér áður og líklegast komið til jarðar með broti af lofsteini.

Og ekki gleyma einu, við erum öll geimverur.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2814
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 203
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf CendenZ » Sun 16. Jún 2013 11:15

Ef það er til vitsmunalíf hefur það hagsmuna að gæta að koma ekki hingað, hefur sömuleiðis hagsmuni að gæta að engin komist að því að það líf sé til.

Ef þessi æðri vitsmunalíf hafa þekkingu og getu til að stunda geimferðir, er það ekki á fljúgandi saucers með blikkandi ljós til að vekja athygli á sér. Sko kommon þetta er bara fáránlegt og barnalegt að halda það.

Ég ætla vona að það sé til líf annarstaðar, getur ekki annað verið.




Farella
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 21. Maí 2013 14:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf Farella » Sun 16. Jún 2013 13:30

Spurning 1 - stóra spurningin : Er vitsmunalíf á öðrum hnöttum? Mitt svar: Næstum því örugglega, miðað við fjölda sólkerfa og hnatta.
Spurning 2: - sögulega spurningin: Hafa gestir frá öðrum hnöttum komið til jarðar? - Mitt svar: Gæti vel verið að það hafi gerst á einhverjum þeim milljónum ára sem jörðin hefur veirð til.
Spurning 3: - hér og nú spurningin: Hafa einhverjar líklegar sannanir/sögur/myndir/vitnisburðir komið fram sem sýna án vafa að gestir hafi komið frá öðrum hnöttum? Mitt svar: Nei, ekkert haldbært sem stenst gagnrýna skoðun. Því miður.
Spurning 4: Skynsemis-spurningin: Er Magnús Skarphéðinsson sérfræðingur í geimverum? MItt svar: Nei.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf Garri » Sun 16. Jún 2013 13:45

Farella skrifaði:Spurning 1 - stóra spurningin : Er vitsmunalíf á öðrum hnöttum? Mitt svar: Næstum því örugglega, miðað við fjölda sólkerfa og hnatta.

Meir en "næstum því" örugglega. Líkurnar á því að líf sé ekki að finna eru 1 á móti risa tölu.. það er, næstum engar.

Spurning 2: - sögulega spurningin: Hafa gestir frá öðrum hnöttum komið til jarðar? - Mitt svar: Gæti vel verið að það hafi gerst á einhverjum þeim milljónum ára sem jörðin hefur veirð til.

Og aftur, líklegast. Það má svo sem líka skoða fornmynjar í því ljósi og sérstaklega getu nútíma vísinda á því að útskýra fyrirbrigði sem sannanlega áttu sér stað hér fyrir einhverjum þúsundum ára. Nægir að minnast á innka-menninguna sem og menning Egypta.

Spurning 3: - hér og nú spurningin: Hafa einhverjar líklegar sannanir/sögur/myndir/vitnisburðir komið fram sem sýna án vafa að gestir hafi komið frá öðrum hnöttum? Mitt svar: Nei, ekkert haldbært sem stenst gagnrýna skoðun. Því miður.

Enda, ef slíkar uppákomur hafa átt sér stað í okkar nútíma, þá er aðeins tvennt til. A) Annaðhvort vilja þessar verur að við vitum um tilvist þeirra eða B) Þær vilja það ekki.

Og ef þær vilja það ekki, þá er ekki nokkur leið fyrir okkur að sanna snertingu við okkar nútíma menningu. Það geta hinsvegar hafa verið snertingar við aðrar gerðir af geimverum á forsögulegum tímum og að minni hyggju, all margar vísbendingar þess efnis.

Spurning 4: Skynsemis-spurningin: Er Magnús Skarphéðinsson sérfræðingur í geimverum? MItt svar: Nei.

Sammála. Hann er samt nær einhverjum sannleika í öllu sínu bulli en bróðir hans, Össur sem er gegnheill galgopi.



Skjámynd

Höfundur
GönguHrólfur
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Fös 07. Jún 2013 14:43
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf GönguHrólfur » Sun 16. Jún 2013 14:44

CendenZ skrifaði:Ef það er til vitsmunalíf hefur það hagsmuna að gæta að koma ekki hingað, hefur sömuleiðis hagsmuni að gæta að engin komist að því að það líf sé til.

Ef þessi æðri vitsmunalíf hafa þekkingu og getu til að stunda geimferðir, er það ekki á fljúgandi saucers með blikkandi ljós til að vekja athygli á sér. Sko kommon þetta er bara fáránlegt og barnalegt að halda það.

Ég ætla vona að það sé til líf annarstaðar, getur ekki annað verið.


1) Ef að þessar vitsmunaverur hafa þann eiginleika að ferðast fleirri ljósára á milli sólkerfa, mundu þær þá ekki líklega hafa tæknina til að rannsaka eðli manna?
2) Þegar nefndar verur hafa fengið góða hugmynd á því hvernig eðli manna mundi líklegast bregðast við ef þær lenntu í garðinum hjá okkur án þess að gefa okkur neinar vísbendingar um að þær gætu hugsanlega verið til, mundu þær þá ekki leita sér leiða til þess að gefa okkur eina og eina vísbendingu um að þær séu til?
3) Gefið það að milljónir manna trúa nú á tilvist þessara vera, og álíta þær ekki hættu við líf sitt; er þá ekki ljóst að þær aðferðir sem að nefndar verur hafi notað til þess að gefa í skyn um tilvist sína hafi verið gagnlegar til þess að þjóna þeim tilgangi að þær geti hægt og rólega svift af sér hulunni og gefið sig fram án þess að afleiðingar mundu hafa í för með sér paranoiu mannkyns í heild sinni?

Verurnar eru auðvitað meðvitaðar um hvernig mannlegt eðli er, og skilja einnig að gefið það eðli sem að meðal maður ber í sér, að við mundum öll hlaupa um eins og kindur ef þær kæmu án þess að hafa gefið nokkra vísbendingu um tilvist þeirra áður en þær ákváðu að gefa sig fram.

Ég vona að ofangreind röksemdarfærsla hafi gert hluti aðeins skýrari fyrir þér.



Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf jojoharalds » Sun 16. Jún 2013 15:26

ég skal skíla eitthvvað eftir í þessum þræði,

ég gét alveg vera sammála þvi að þar eru til fullt af jörðum í geiminum með líf.
En,þar er aðeins eitt ísland ,þar sem fólk drekkur er að slást, nauðkar litlum börnum og hagar sér eins og fifl frá degi til dags,

en annars erum við .........wait for it..........LEGENDARY.AWSOME og einfaldlega frábær þjóð,


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf GuðjónR » Þri 18. Jún 2013 15:27

Fyrrum varnarmálaráðherra Kanada tjáir sig um geimverur.





Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1680
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf Stutturdreki » Þri 18. Jún 2013 15:48

Ég spái því að UFO sightings eigi eftir að stóraukast eftir að Project Loon fer í loftið.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf Danni V8 » Þri 18. Jún 2013 19:41

Ætli það séu líka geimverur einhverstaðar þarna úti að rökræða það á spjall.vaktin.alien hvort það sé til vitsmunalíf á öðrum plánetun en þeirra? Og þar eru einhverjar sem segja að það sé til líf á öðrum plánetum á meðan aðrar geimverur trúa ekki að við erum til?

Ég sjálfur get ekki ákveðið mig hverju ég vil trúa. Alheimurinn er svo gríðarlega stór að manni finnst að það hljóti að vera líf annarstaðar en bara hér. En síðan hugsa ég alltaf hversu svakalega tilviljanakennt það sé að það er líf hér og finnst alltaf svo hæpið að réttar aðstæður hafi orðið annarstaðar. Og að lokum þá fer ég alltaf að hugsa að hvað það þarf ofskaplega lítið að gerast á stjarnfræðilegum skala til þess að þurrka út allt líf á jörðinni það sem af er tíma, en þó að það myndi gerast myndi restin af alheiminum ekkert breytast. Jörðin væri bara dauð pláneta og það væri eins mikið stórmál og það er er fyrir okkur að stíga á pöddu.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óskilgreindir fljúgandi hlutir

Pósturaf AciD_RaiN » Þri 18. Jún 2013 20:15

GuðjónR skrifaði:Fyrrum varnarmálaráðherra Kanada tjáir sig um geimverur.



Meira hér...

http://www.shockmansion.com/2013/06/17/ ... A.facebook


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com