DC++ Málið 10 ára í dag (20 ára 2024)

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1328
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

DC++ Málið 10 ára í dag (20 ára 2024)

Pósturaf Stuffz » Sun 28. Sep 2014 14:08

Í dag eru liðin 10 ár frá því DC++ málið komst í hámæli Þriðjudaginn 28 September 2004

Núna Tíu árum síðar er umhverfið öðruvísi og hvern hefði grunað að SMÁÍS væri gjaldþrota og rannsókn í gangi á fjármálamisferli þar á bæ, en Jafningjanetið í fullu fjöri árásir á notendur Jafningjaneta hafa ekki endurtekið sig, Tónlistamenn, Leikja og Kvikmyndaframleiðendur eru enn til og ekki er búið að útrýma þeim með niðurhali eins og svörtustu spár gáfu til kynna, það er alltaf sárt fyrir þá sem missa tölvurnar sínar og persónuleg gögn.



Mér fannst viðeigandi að deila eitthverju í tilefni dagsins, og heyra hvað aðrir netverjar muna eftir þessum aðgerðum.


Útvarpsfréttum um morguninn 29 Okt 2004 http://vocaroo.com/i/s03h8IcpaOZX" onclick="window.open(this.href);return false;

Útvarpsfréttum í hádeginu 29 Okt 2004 http://vocaroo.com/i/s075Ke0x9wwL" onclick="window.open(this.href);return false;

Sjónvarpið um kvöldið 29 Okt 2004. http://vocaroo.com/i/s0M3hXnCB884" onclick="window.open(this.href);return false;


Samræmdar aðgerðir. 40% netumferðar niðri. DC++. Smáís. Höfuðpaurar. Ásgeir Ásgeirsson. King/Queen. Entrapment. Hall­grím­ur Krist­ins­son. MPAA. o.s.f


Hald lagt á tölv­ur og gögn í tólf hús­leit­um

Um­ferð um Netið mun minni eft­ir aðgerðir lög­reglu í gær

Iceland's net traffic plummets, following P2P raids - 12 Bjorked

P2P Raids in Iceland - traffic plummets - Peer to peer

Iceland's Net Traffic Falls 40% Following P2P Raids

Hall­grím­ur Krist­ins­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri hjá Heims­sam­tök­um kvik­mynda­rétt­ar­hafa


Við lentum í þessu 12 notendur, voða drama "Höfuðpaurar" og bull.

X-Rated
Megas
LokiQ
Border
Skrati
Thorgeir
Appz
PatriotX
kb
Zormi
Pimps
..


DC lögfræðileg greinagerð


Ég var að dusta rykið af málsskjölunum og glugga í þeim, get flett upp í þeim ef vantar að vita eitthvað.

Listar yfir gömlu notendanöfnin, sem sýna að fylgst var með öllum notendum

MyndMynd

Aðgerðirn­ar í gær eru aðeins upp­hafið.. Und­ir­bún­ing­ur rann­sókn­ar­inn­ar hef­ur staðið í nokkra mánuði
Jóns H.B. Snorra­son­ar yf­ir­maður efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra (29.9.2004)


8ár eða 2ár. RÍKIR "Almanna hagsmunir". Urmull af eftirlits undanþágum. Jafnræðisreglubrot, A little trip to heaven. Niðurstaða = Illa ígrundað og dýrt klúður sponsorað af Smáís og Co.

Dæmi um upplýsingar sem aflað var um fullt af notendum, Ip tölur, Símanúmer, Email, Nöfn, Heimilisföng o.s.f

Mynd

NetFrelsi - 1. nóvember 2004 kl. 01:12

Netverjar telja aðgerðir lögreglu óhóflegar

Svo virðist sem að netverjar telji aðgerðir lögreglu þann 28. september s.l. hafa verið úr hófi miðað við tilefni ef marka má niðurstöður úr skoðanakönnun sem NetFrelsi hefur gengist fyrir hér á vefsvæði sínu seinustu 15 daga. Alls bárust 2.238 skoðanir og voru þær á þessa leið:

1.599 (71,4%) þóttu aðgerðir lögreglu vera úr hófi á móti 498 (22,3%) sem töldu aðgerðirnar vera eðlilegar miðað við tilefni. 141 (6,3%) taldi sig ekki vera vissan.
Síðast breytt af Stuffz á Fös 27. Sep 2024 01:27, breytt samtals 17 sinnum.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf jonsig » Sun 28. Sep 2014 14:43

Já, ég var nýhættur að hósta tvö af þessum svæðum , Valhöll og miðgaður eða hvað þetta hét. Good times .



Skjámynd

Höfundur
Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1328
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Stuffz » Sun 28. Sep 2014 14:52

jonsig skrifaði:Já, ég var nýhættur að hósta tvö af þessum svæðum , Valhöll og miðgaður eða hvað þetta hét. Good times .


Já þeir voru að fylgjast með Valhöll o.s.f skv málsskjölunum

Mynd

þetta eru upplýsingar úr kærunni frá SMÁÍS, og þeir ætluðu að halda áfram eftir fyrsta hópinn en sem betur fer varð þetta eins óvinsælt eins og raun ber vitni að það er ekkert líkt búið að gerast í áratug.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf jonsig » Sun 28. Sep 2014 15:06

Minnir að ég hafi verið með 5mbps tengingu , og símafyrirtækið mitt var alltaf að fokka í henni .



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7429
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1136
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf rapport » Sun 28. Sep 2014 15:08

Sagan segir að tölvurnar ykkar hafi verið teknar,fenguð þið þær nokkurntíman aftur?

Ég var nokkuð virkur á DC++ (man að ég var samt með 2x40Gb diska og komst þ.a.l. ekki inn á Valhöll sem gerði köfu um 100Gb share) og hálfpartinn sakna samfélagsins sem torrent formattið hefur ekki.

Bjó á nemendagörðum þar sem sameiginleg tenging var fyrir húsið og ekki hægt að deila gagnamagni niður á íbúðir = draumur downloadarans.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf jonsig » Sun 28. Sep 2014 15:12

Eins og ég sagði þá var ég nýhættur að hosta fyrir þá , gæjarnir sem tóku við af mér voru teknir í gegn og tölvurnar teknar af þeim .Minnir að þeir hafi ekki séð tölvurnar sínar aftur í mörg ár.
Ég var "leystur" af því tengingin mín var ekki nógu stöðug, einhver var að fokka í tengingunni minni taldi ég . Minnir að nafn aðal gaursins hafi verið Ágúst , hann var eitthvað tekinn í gegn enda átti hann apparatið .



Skjámynd

Höfundur
Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1328
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Stuffz » Sun 28. Sep 2014 15:38

rapport skrifaði:Sagan segir að tölvurnar ykkar hafi verið teknar,fenguð þið þær nokkurntíman aftur?

Ég var nokkuð virkur á DC++ (man að ég var samt með 2x40Gb diska og komst þ.a.l. ekki inn á Valhöll sem gerði köfu um 100Gb share) og hálfpartinn sakna samfélagsins sem torrent formattið hefur ekki.

Bjó á nemendagörðum þar sem sameiginleg tenging var fyrir húsið og ekki hægt að deila gagnamagni niður á íbúðir = draumur downloadarans.



Ég og sjálfsagt flestir hinna fengum aldrei tölvuna aftur og missti þ.e.a.s öll mín persónulegu gögn þennan dag, þurfti að stofna ný aðgengi að síðum sem ég man ekki lykilorðið á allt annað vesen sem fylgir því að tapa tölvu, það var allt tekið lyklaborð, mýs, skjáir o.s.f svo það hefði ekki skipt máli ef ég hefði haft utanályggjandi backup það hefði öruggt verið tekið líka.

og skv þessu hérna http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/ ... 1&Serial=1 (neðst á síðunni).
þá segir að tölvurnar okkar hafi átt að afhenta þessum drullusokkum, (í Bretlandi og annarsstaðar er notað persónuupplýsingar í upptækum tölvum til að hafa upp á öðrum notendum og kúga þá til samstarfs með lögfræðihótunum).

Upptækur er gerður til Samtaka myndefnisútgefenda á Íslandi, Fram­leiðendafélagsins-SÍK, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, Sambands hljómplötuframleiðenda og Business Software Alliance tölvubúnaður ákærðu í máli þessu samkvæmt haldlagningarskýrslum lögreglu frá 28. og 29. september 2004.



Mér var hinsvegar sagt að Persónuvernd hafi gert athugasemd við þetta og að tölvunum hafi verið fargað í staðinn fyrir að vera afhentar, en ég hef hinsvegar ekki séð nein gögn um það sem ég get vísað í. hér er reyndar talað eitthvað um þessi mál á vef Persónuverndar en ekkert um tölvurnar http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi ... nar/nr/174


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Höfundur
Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1328
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Stuffz » Sun 28. Sep 2014 16:59

jonsig skrifaði:Eins og ég sagði þá var ég nýhættur að hosta fyrir þá , gæjarnir sem tóku við af mér voru teknir í gegn og tölvurnar teknar af þeim .Minnir að þeir hafi ekki séð tölvurnar sínar aftur í mörg ár.
Ég var "leystur" af því tengingin mín var ekki nógu stöðug, einhver var að fokka í tengingunni minni taldi ég . Minnir að nafn aðal gaursins hafi verið Ágúst , hann var eitthvað tekinn í gegn enda átti hann apparatið .



hmm.. Ágúst

Kannast ekki við neinn Ágúst í skjölunum, bara Ásgeir aðal "gagnaveitu" aðgerðaraðila.

Sorglegur dagur
Er SMÁÍS að fara í kringum lögin?
Dómur fallinn

sá sem átti hubba vélina í þessu var LogiQ

Stundum er það gott að búa á litlu landi þar sem allir þekkja alla ;]


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Bjosep » Sun 28. Sep 2014 18:22

Var ekki Deilir ennþá starfandi á þessum tíma? Voru ekki Valhöll, Ásgarður og Miðgarður á þeirra vegum?

Í málsskjalinu er talað um dci.is en ég hélt að þeir hefðu sprottið upp eftir að Deilir hætti. Rétt eða rangt?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5585
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf appel » Sun 28. Sep 2014 18:34

Ég held að lögreglan sé hætt afskiptum af ólöglegri dreifingu efnis á netinu í dag, tilgangslaus eltingarleikur og jafnvel "svívirðilegustu glæpamennirnir" fá nokkra vikna skilorð. Amma og frænka eru með höbba heima hjá sér í dag að deila efni. Ef þetta DC mál átti að hafa eitthvað forvarnargildi þá hafði það þveröfug áhrif. Íslendingar líta á svona dreifingu efnis, og niðurhal, sem fullkomlega eðlilegan hlut. Mjög áhugaverð þróun allavega.


*-*

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 567
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf roadwarrior » Sun 28. Sep 2014 19:16

Siðan Deilir.is er enþá uppi :)
http://www.deilir.is



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3075
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 43
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf beatmaster » Sun 28. Sep 2014 21:59

http://tengill.is er líka uppi

Ég veit svo ekki betur en að núverandi eigandi Deilir.is sé ákveðinn notandi hérna á Vaktinni og frekar virkur notandi meira að segja.


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Höfundur
Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1328
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Stuffz » Sun 28. Sep 2014 22:11

Bjosep skrifaði:Var ekki Deilir ennþá starfandi á þessum tíma? Voru ekki Valhöll, Ásgarður og Miðgarður á þeirra vegum?

Í málsskjalinu er talað um dci.is en ég hélt að þeir hefðu sprottið upp eftir að Deilir hætti. Rétt eða rangt?


Veit ekki nákvæmlega hvernig þessu var háttað en Deilir var uppi á sama tíma.

Deilir opnar aftur


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3144
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 543
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 28. Sep 2014 22:13

Skv isnic þá er sami eigandi að lénunum deilir.is og tengill.is


Just do IT
  √

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 141
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Hrotti » Mán 29. Sep 2014 00:40

Ég hóstaði hubbinn í smá stund ekki löngu fyrir bustið, skil ekki ennþá hversvegna ég slapp.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1175
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf g0tlife » Mán 29. Sep 2014 05:44

Ég hóstaði líka í smá stund Litlahraun ef einhver man eftir honum


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf urban » Mán 29. Sep 2014 10:59

roadwarrior skrifaði:Siðan Deilir.is er enþá uppi :)
http://www.deilir.is


beatmaster skrifaði:http://tengill.is er líka uppi

Ég veit svo ekki betur en að núverandi eigandi Deilir.is sé ákveðinn notandi hérna á Vaktinni og frekar virkur notandi meira að segja.


Hjaltiatla skrifaði:Skv isnic þá er sami eigandi að lénunum deilir.is og tengill.is


Já þessi lén eru bæði uppi, "bloggsíður" hjá mér og félaga mínum, ég er skráður fyrir báðum lénum, á sjálfur þó með réttu bara annað þeirra.

Man mjög vel eftir þessu máli.
kom reyndar ekkert nálægt rekstri á dc hubbasamfélaginu deilir.is
var aftur á móti einn af eigendur tengill.is


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1328
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Stuffz » Mán 29. Sep 2014 21:56

Hérna fann ég gamlar Útvarps og Sjónvarpsfréttir strax daginn eftir á meðan enn var verið að reyna að stunda hræðslu taktík.

Útvarpsfréttum um morguninn 29 Okt 2004 http://vocaroo.com/i/s03h8IcpaOZX

Útvarpsfréttum í hádeginu 29 Okt 2004 http://vocaroo.com/i/s075Ke0x9wwL

Sjónvarpið um kvöldið 29 Okt 2004. http://vocaroo.com/i/s0M3hXnCB884


Halli smáískalli er þarna að segja í fréttum að þetta sé "Langstærsta Mál Þessarrar Tegundar Í Heiminum" umm ok! kannski meinar hann stærsta spunamál í heimi enda lugu þeir Ásgeir Ásgeirsson heil ósköp að rannsóknaraðilum til að fengjust heimildir fyrir þessum harkalegu aðgerðum, Þetta er náttúrulega misnotkun á kerfinu að blekkja framkvæmdarvaldið í landinu svona en þeir sluppu. Snæbjörn er bara lítill töluýkjandi snjókall sem bráðnar í samanburði.
Síðast breytt af Stuffz á Mán 29. Sep 2014 22:01, breytt samtals 1 sinni.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2210
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 168
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf kizi86 » Mán 29. Sep 2014 21:59

man vel eftir þessu máli..
alveg klárt mál að þeir hafi alveg hætt að fylgjast með dc++ eftir þetta, allaveganna fékk ég aldrei heimsókn, var með hubbinn minn uppi í nær 6 ár


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Bjosep » Mán 29. Sep 2014 22:32

Stuffz skrifaði:Hérna fann ég gamlar Útvarps og Sjónvarpsfréttir strax daginn eftir á meðan enn var verið að reyna að stunda hræðslu taktík.

Útvarpsfréttum um morguninn 29 Okt 2004 http://vocaroo.com/i/s03h8IcpaOZX

Útvarpsfréttum í hádeginu 29 Okt 2004 http://vocaroo.com/i/s075Ke0x9wwL

Sjónvarpið um kvöldið 29 Okt 2004. http://vocaroo.com/i/s0M3hXnCB884


Halli smáískalli er þarna að segja í fréttum að þetta sé "Langstærsta Mál Þessarrar Tegundar Í Heiminum" umm ok! kannski meinar hann stærsta spunamál í heimi enda lugu þeir Ásgeir Ásgeirsson heil ósköp að rannsóknaraðilum til að fengjust heimildir fyrir þessum harkalegu aðgerðum, Þetta er náttúrulega misnotkun á kerfinu að blekkja framkvæmdarvaldið í landinu svona en þeir sluppu. Snæbjörn er bara lítill töluýkjandi snjókall sem bráðnar í samanburði.


Væri gaman ef einhver ætti upptöku af hádegisfréttum RÚV 29.sept 2004 (langsótt) þar sem Hallgrímur ýjar að því, með hjálp fréttamannsins sem spyr spurninganna, að þarna hafi menn verið að deila einhverju ólýsanlega ógeðslegu efni.



Skjámynd

Höfundur
Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1328
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Stuffz » Mán 29. Sep 2014 23:03

Hrotti skrifaði:Ég hóstaði hubbinn í smá stund ekki löngu fyrir bustið, skil ekki ennþá hversvegna ég slapp.


kizi86 skrifaði:man vel eftir þessu máli..
alveg klárt mál að þeir hafi alveg hætt að fylgjast með dc++ eftir þetta, allaveganna fékk ég aldrei heimsókn, var með hubbinn minn uppi í nær 6 ár


Ég veit ekki nákvæmlega hvers vegna það er en þetta dróst allt á langinn, DC++ málið var ekki tekið fyrir fyrr en 2008, ég geri ráð fyrir að lögreglan hafi ekki viljað taka að sér fleiri svona mál á meðan þetta var enn ólokið eftir að þeim varð ljóst að félagarnir Halli og Ásgeir hjá smáís hafði verið að ýkja alla málavexti enda dýrt spaug fyrir lögregluna að þurfa að kaupa 14stk 1tb Lacie 4x250gb utanályggjandi geymslur sem á þesstíma kostnaði hefur verið nálægt 2 milljónir króna fyrir utan allan kostnað við 30 manna aðgerðir um allt land vinnu við að flokka allt draslið o.s.f. fljótt að fara fjármagnið.

Netfrelsi kallaði alla sem lentu í þessu á fund 2 vikum eftir aðgerðirnar og þar lýstu allir því sem kom fyrir þá og það var eiginlega sama sagan með alla, lögreglan var að vinna skv ýktum upplýsingum fá Ásgeiri og Halla og hélt náttúrulega allt það versta um okkur svo þegar það rann upp fyrir þeim ljós þá náttúrulega var farið að í að niðurspila yfirlýsingarnar nú vorum við "Stórtækur notandi" en ekki Höfuðpaur lengur o.s.f

Sá svo að MPA Samtökin voru yfir sig hrifin af Halla og gáfu honum verðlaun fyrir frammúrskarandi "leikhæfileika" enda gátu þau notað þetta klúður sem fordæmi í öðrum löndum þar sem menn vissu ekki betur um málavexti hér.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2005/ ... gri_dreif/

dálítið spec :P

Bjosep skrifaði:
Stuffz skrifaði:Hérna fann ég gamlar Útvarps og Sjónvarpsfréttir strax daginn eftir á meðan enn var verið að reyna að stunda hræðslu taktík.

Útvarpsfréttum um morguninn 29 Okt 2004 http://vocaroo.com/i/s03h8IcpaOZX

Útvarpsfréttum í hádeginu 29 Okt 2004 http://vocaroo.com/i/s075Ke0x9wwL

Sjónvarpið um kvöldið 29 Okt 2004. http://vocaroo.com/i/s0M3hXnCB884


Halli smáískalli er þarna að segja í fréttum að þetta sé "Langstærsta Mál Þessarrar Tegundar Í Heiminum" umm ok! kannski meinar hann stærsta spunamál í heimi enda lugu þeir Ásgeir Ásgeirsson heil ósköp að rannsóknaraðilum til að fengjust heimildir fyrir þessum harkalegu aðgerðum, Þetta er náttúrulega misnotkun á kerfinu að blekkja framkvæmdarvaldið í landinu svona en þeir sluppu. Snæbjörn er bara lítill töluýkjandi snjókall sem bráðnar í samanburði.


Væri gaman ef einhver ætti upptöku af hádegisfréttum RÚV 29.sept 2004 (langsótt) þar sem Hallgrímur ýjar að því, með hjálp fréttamannsins sem spyr spurninganna, að þarna hafi menn verið að deila einhverju ólýsanlega ógeðslegu efni.


Hef ekki heyrt það áður, þetta var mér vitanlega allt mainstream efni. það er hádegisfréttir þarna í miðjunni en veit ekki hvaða útvarpsstöð þetta er.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Bjosep » Þri 30. Sep 2014 08:32

Stuffz skrifaði:Hef ekki heyrt það áður, þetta var mér vitanlega allt mainstream efni. það er hádegisfréttir þarna í miðjunni en veit ekki hvaða útvarpsstöð þetta er.


Hádegis- og útvarpsfréttirnar eru Bylgjan. Gissur er að lesa.

Í þessari frétt RÚV lék fréttamaðurinn algerlega með Hallgrími og spilaði inn á það að vegna þess að tengipunktarnir voru ekki auðveldlega aðgengilegir tæknifáfróða Nonna og Gunnu út í bæ, þá hlytu menn að hafa verið að deila einhverju ógeðislegu efni þarna inni. Fréttamaðurinn spurði Hallgrim hvort þarna inni hefði verið eitthvað varasamt efni og hann svaraði því til að hann vildi helst ekki þurfa að lýsa því sem fannst þarna inni.



Skjámynd

Höfundur
Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1328
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Stuffz » Þri 30. Sep 2014 19:12

Hmm eitthver sorglegur gaur reyndi að hacka emailinn minn í gærkveldi og skipta um lykilorð, aldrei gerst áður í 10+ ár sem ég hef haft hann, spec tímasetning :-k

"Microsoft account
Security alert
We think that someone else might have accessed the Microsoft account ne*****@hotmail.com. When this happens, we require you to verify your identity with a security challenge and then change your password the next time you sign in.
If someone else has access to your account, they have your password and might be trying to access your personal information or send junk email.
If you haven't already recovered your account, we can help you do it now."

http://youtu.be/EyOfbjea7qk

Gott að öll "Höfuðpaura" gögnin eru á öðrum reikningi :P

E.S ef eitthver hefur fengið peningabeiðnir á goggletranslate/bjagaðri íslensku eða annað frá "nettengdur @tt hotmail.com" síðan í gærkveldi þá vinsamlega láta mig vita.



Bjosep skrifaði:
Stuffz skrifaði:Hef ekki heyrt það áður, þetta var mér vitanlega allt mainstream efni. það er hádegisfréttir þarna í miðjunni en veit ekki hvaða útvarpsstöð þetta er.


Hádegis- og útvarpsfréttirnar eru Bylgjan. Gissur er að lesa.

Í þessari frétt RÚV lék fréttamaðurinn algerlega með Hallgrími og spilaði inn á það að vegna þess að tengipunktarnir voru ekki auðveldlega aðgengilegir tæknifáfróða Nonna og Gunnu út í bæ, þá hlytu menn að hafa verið að deila einhverju ógeðislegu efni þarna inni. Fréttamaðurinn spurði Hallgrim hvort þarna inni hefði verið eitthvað varasamt efni og hann svaraði því til að hann vildi helst ekki þurfa að lýsa því sem fannst þarna inni.


Gott að vita, og já væri fróðlegt að heyra það viðtal.

það minnir mig á það, Smáís var í samstarfi við SAFT spurning hvaða tröllasögum þeir hafi leyft fólki þar að ýminda sér um Jafningjanet þar á bæ.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


SteiniDJ
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Fim 08. Des 2011 13:02
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf SteiniDJ » Þri 30. Sep 2014 22:40

Ég man eftir þessu rétt eins og þetta hafi verið í gær. Fór og faldi harða diskinn heima hjá ömmu.



Skjámynd

Höfundur
Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1328
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DC++ Málið 10 ára í dag

Pósturaf Stuffz » Þri 30. Sep 2014 23:13

SteiniDJ skrifaði:Ég man eftir þessu rétt eins og þetta hafi verið í gær. Fór og faldi harða diskinn heima hjá ömmu.


hehehe

nei í alvöru?

ok Skrati sagði mér að eitthver kona á Ísafirði sem var útí búð að kaupa inn rétt eftir þetta og hafi verið að reyna að fá krakkann sinn til að þegja en hann var að biðja hana að ná í diskinn með barnaefninu sem var útí garði, sem hún hafði þá líklega grafið niður eða falið :D

Það var alveg ótrúlegt hvað þetta varð fljótt að tabúi á einum tímapunkti, nú eru hörðudiskar 20 sinnum stærri en þá og maður á meira diska pláss en allur hubbinn samanlagður á þessum tíma, og enn er ekki heimsendir tónlistar, kvikmynda og leikja kominn eins og þessir kallar eins og í Smáís voru að básúna.

Matador Milljarðar sem þeir voru alltaf að verða af o.s.f. eins og 12 ára gutti sem getur dl hugbúnaði að andvirði milljón (í áþreifanlegu formi innpakkað á búðarhillu) á 1 klst hefði nokkurntímann haft efni á að kaupa viðkomandi efni og ef væri svo ríkur þá ekkert sem segir að efni sem sé niðurhalað sé raunverulega eitthvað sem er notað á móti bara prófað, enda t.d. músíkunnendur í dag miklu upplýstari um hvað þeir vilja afþví þeir hafa prófað svo mikið efni, þegar ungt fólk áður fyrr keypti meira köttinn í sekknum hérna áðurfyrr, já það eru alltaf eitthverjir sem vilja hverfa til fyrri tíma færri valkosta og meiri stýringar á hvað þú máttir fá aðgang að og hvað ekki.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack