Pæling varðandi rafræn skilríki - auðkenni.is

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pæling varðandi rafræn skilríki - auðkenni.is

Pósturaf GuðjónR » Fim 31. Mar 2016 23:07

Er eðlilegt að þurfa að kaupa þjónustu af einkafyrirtæki (Auðkenni ehf) til þess að nota opinbera vefi?

Íbúðalánasjóður
Heilsuvera.is - vefur á vegum landlæknis

Mér finnst skrítið að þurfa að kaupa rafræn skilríki sem kostar 1700 kr. á ári eða fjárfesta í snjallsíma og borga eftir það 14 kr. fyrir hverja heimsókn.
Af hverju er ekki hægt að nota lykilorð, Íslykil eða fá aðgang sendan í heimabanka?




dexma
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Lau 03. Jan 2009 04:32
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Pæling varðandi rafræn skilríki - auðkenni.is

Pósturaf dexma » Fim 31. Mar 2016 23:15

Nei það er ekki eðlilegt.
https://www.island.is/innskraningarthjo ... veitendur/
Íbúðalánasjóður og heilsuvera eru skráð þarna.

ef þú tekur 4 aftast í slóðinni og breitir 1 2 eða 3 , virkar þá íslykillinn ?



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Pæling varðandi rafræn skilríki - auðkenni.is

Pósturaf Minuz1 » Fim 31. Mar 2016 23:45

Ef þú hefur 4 stafa pin númer og nafn læknis, þá getur þú hringt í apótek og pantað lyf.
Ef þú þarft að panta tíma hjá heilsugæslu til að fá vottorð fyrir veikindum, þá þarftu dulkóðað kort.

Bravó!


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pæling varðandi rafræn skilríki - auðkenni.is

Pósturaf GuðjónR » Fös 01. Apr 2016 00:38

dexma skrifaði:Nei það er ekki eðlilegt.
https://www.island.is/innskraningarthjo ... veitendur/
Íbúðalánasjóður og heilsuvera eru skráð þarna.

ef þú tekur 4 aftast í slóðinni og breitir 1 2 eða 3 , virkar þá íslykillinn ?


Snilld !! virkaði á Íbúðalánasjóð, en þegar ég ætla inn á heilsuvera þá kemur gluggi: "Vinsamlegast sláðu inn númerið sem þú fékkst sent í farsímann þinn"
Gallinn er sá að farsímanúmerið sem ég er með skráð þarna er gamalt og ekki lengur í notkun, þegar ég fer á island.is til að breyta símanúmeri þá get ég breytt íslyklinum sjálfum en hvorki símanúmeri né netfangi.
Ætla að skoða þetta betur á morgun.

Takk fyrir ábendinguna! :happy



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1857
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Pæling varðandi rafræn skilríki - auðkenni.is

Pósturaf Nariur » Fös 01. Apr 2016 02:05

Eftir minni bestu vitund virka rafræn skilríki á flestum símum og það er bara Nova sem rukkar fyrir notkunn á þeim.
Fyrir flesta er þetta algerlega frítt og mjög þægilegt.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Marmarinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 13. Feb 2008 16:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Pæling varðandi rafræn skilríki - auðkenni.is

Pósturaf Marmarinn » Fös 01. Apr 2016 08:37

Nei, svo er líka meiriháttar öryggisvilla í þessu fyrirkomulagi.

Það á aldrei að nota fyrirfram vitað auðkenni í innskráningu. Það er raunverulega hægt að nota login formið til að tékka hvort viðkomandi er með
rafræn skilríki eða ekki.

Algerlega vanhugsað að nota símanúmer, fólk kann að nota e-mail og önnur auðkenni.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pæling varðandi rafræn skilríki - auðkenni.is

Pósturaf GuðjónR » Fös 01. Apr 2016 15:54

dexma skrifaði:Nei það er ekki eðlilegt.
https://www.island.is/innskraningarthjo ... veitendur/
Íbúðalánasjóður og heilsuvera eru skráð þarna.

ef þú tekur 4 aftast í slóðinni og breitir 1 2 eða 3 , virkar þá íslykillinn ?


Er búinn að prófa þetta í þaula, svínvirkar á Íbúðalánasjóð en ekki á Heilsuvera.
Ef ég set 1 eða 2 á Heilsuvera þá loopa ég til baka á forsíðuna, ef ég set 3 þá fæ ég SMS með kóða til að setja í staðfestingar glugga, maður myndi nú halda að það væri næg staðfesting, Íslykill og SMS .. en nei! Eftir SMS staðfestinguna þá loopar það til baka á forsíðuna aftur.
Það er greinilega verið að leggja töluvert á sig til að hindra aðgang og þannig neyða fólk til þess að kaupa þjónusstu af einkafyrirtæki.
Viðhengi
auðkenni.JPG
auðkenni.JPG (54.59 KiB) Skoðað 1116 sinnum