Hvar fást svona bestu og sniðugustu FM sendarnir í bíla? Er eitthvað sérstakt sem þið mælið með?
Langar í eitthvað sem er ekki alltaf að detta út og er heldur ekki alltaf með einhver bölvuð leiðindi.
Það væri töff ef FM sendirinn væri með innbyggðu batterýi en það er ekkert möst.
Sá þennan þráð þegar ég gúglaði topic'ið viewtopic.php?t=45963 En hér eru allir linkar víst útrunnir eða dauðir.
Endilega skjótið einhverju á mig. Ástæðan fyrir að mig langar í einn með innbyggðu batterýi er sú að 12v tengið sem er hvað næst útvarpinu í nýja fína bílnum mínum er eitthvað slappt. Þá væri frábært að geta plöggað þessu í og hlaðið og dottið út eins og því sýnist svo lengi sem tónlistin helst í gangi.
Ég á eftir að kaupa mér einn daginn alvöru græjur í bílinn. Búinn að kaupa mér bráðabirgðar hátalara fyrir 10þús en vantar bráðabirgða FM sendi til þess að geta byrjað að nota þetta dót eitthvað
