Islensk farsimanotkun i evropu?
				Sent: Fös 14. Júl 2017 21:07
				af Aimar
				Sælir
Er hja 365
Er að fara til hollands i nokkra daga.
Var ekki komin einhver breyting a kostnaði við að nota simann sinn i evropu?   Net og hringingar??
			 
			
				Re: Islensk farsimanotkun i evropu?
				Sent: Fös 14. Júl 2017 22:01
				af davidsb
				Frá og með deginum í dag geta viðskiptavinir 365 miðla reikað um á EES svæðinu en Evrópusambandið hefur unnið að „Roame like at home“ regluverki í nokkurn tíma sem skilar sér í nýju viðmóti gagnvart neytendum.
Reiki þýðir að viðskiptavinur 365 miðla notar farsímaáskrift sína rétt eins og hann gerir hér heima. Ekkert aukagjald er á mínútur, SMS eða gagnamagn umfram þá áskriftarleið sem viðskiptavinur 365 miðla hefur valið sér. Hér er um töluverða kjarabót að ræða hjá viðskiptavinum í þeim löndum þar sem reikið nær til.
Ekki er lengur nauðsynlegt að skrá sig sérstaklega í ferðapakka eða fylgjast með aukagjöldum við notkun. Skráning á reiki gerist sjálfkrafa þegar notandinn kveikir á símanum í viðkomandi landi. Þeir sem huga að ferðalagi til Evrópu á næstunni og eru óvissir um hvernig reiki virkar er velkomið að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 1817.
Tekið af 
https://365.is/tilkynningar 
			
				Re: Islensk farsimanotkun i evropu?
				Sent: Fös 14. Júl 2017 22:04
				af urban
				ég var að koma úr 16 daga ferð um evrópu, 3 lönd.
Er semsagt hjá Þrennu og notaði bara símann einsog ég væri hérna heima 

búið að fella niður reikigjöld (eða á að vera búið samkvæmt lögum) en það má setja fair use á gagnamagn.
viewtopic.php?f=73&t=73290Hérna eru umræður um þetta.
Nánari upplýsingar ættu að vera hérna fyrir þig 
 https://365.is/system/comfy/cms/files/f ... simtol.pdf
https://365.is/system/comfy/cms/files/f ... simtol.pdf