Síða 17 af 20

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 05. Maí 2023 08:49
af GuðjónR
rapport skrifaði:Ég verð að hrósa Húsó - https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... 0_prosent/

Það er svona "initiative" sem eru slagurinn við verðbólguna, þetta mun skila sér í vísitöluna og komaí veg fyrir að lánin okkar allra hækki.

Bara að fleiri fyrirtæki hugsuðu svona

Well...hækka um 500% og lækka um 10%.
Hvort er það 10% lækkun eða 490% hækkun?

Svipað og þegar stjórnmálaflokkur fer úr 6% í 11% fylgi og telur sig sigurvegara kosninganna þegar staðreyndin er sú að 89% höfnuðu honum.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 05. Maí 2023 10:53
af rapport
GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:Ég verð að hrósa Húsó - https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... 0_prosent/

Það er svona "initiative" sem eru slagurinn við verðbólguna, þetta mun skila sér í vísitöluna og komaí veg fyrir að lánin okkar allra hækki.

Bara að fleiri fyrirtæki hugsuðu svona

Well...hækka um 500% og lækka um 10%.
Hvort er það 10% lækkun eða 490% hækkun?

Svipað og þegar stjórnmálaflokkur fer úr 6% í 11% fylgi og telur sig sigurvegara kosninganna þegar staðreyndin er sú að 89% höfnuðu honum.


Úr frétt á mbl.is sem Guðjón nennti greinilega ekki að lesa skrifaði:Húsa­smiðjan hef­ur lækkað verð á timbri og palla­efni um 10%. Lækk­un­in kem­ur til viðbót­ar um 7%-10% lækk­un­um síðasta vor og sum­ar ásamt um 15% lækk­un á stór­um vöru­flokk­um fyr­ir ára­mót­in.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 05. Maí 2023 19:02
af GuðjónR
rapport skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:Ég verð að hrósa Húsó - https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... 0_prosent/

Það er svona "initiative" sem eru slagurinn við verðbólguna, þetta mun skila sér í vísitöluna og komaí veg fyrir að lánin okkar allra hækki.

Bara að fleiri fyrirtæki hugsuðu svona

Well...hækka um 500% og lækka um 10%.
Hvort er það 10% lækkun eða 490% hækkun?

Svipað og þegar stjórnmálaflokkur fer úr 6% í 11% fylgi og telur sig sigurvegara kosninganna þegar staðreyndin er sú að 89% höfnuðu honum.


Úr frétt á mbl.is sem Guðjón nennti greinilega ekki að lesa skrifaði:Húsa­smiðjan hef­ur lækkað verð á timbri og palla­efni um 10%. Lækk­un­in kem­ur til viðbót­ar um 7%-10% lækk­un­um síðasta vor og sum­ar ásamt um 15% lækk­un á stór­um vöru­flokk­um fyr­ir ára­mót­in.


Ég er húsasmíðameistari og hef rekið verktakafyrirtæki á því sviði síðan á síðustu öld og keypt timbur fyrir tugi milljóna þannig að ég stend við fyrri fullyrðingu, nema 500% var vanáætlun. Húsasmiðjan er þekkt fyrir að hækka verð án þess að minnst á það og lækka svo aftur og æða með það í fjölmiðla. Þið getið treyst því að þetta fyrirtæki er ekki Hrói höttur.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 05. Maí 2023 20:05
af rapport
GuðjónR skrifaði:Ég er húsasmíðameistari og hef rekið verktakafyrirtæki á því sviði síðan á síðustu öld og keypt timbur fyrir tugi milljóna þannig að ég stend við fyrri fullyrðingu, nema 500% var vanáætlun. Húsasmiðjan er þekkt fyrir að hækka verð án þess að minnst á það og lækka svo aftur og æða með það í fjölmiðla. Þið getið treyst því að þetta fyrirtæki er ekki Hrói höttur.


Ég var birgðastjóri Húsasmiðjunnar um tíma og var því beinn þátttakandi í að ákveða "beitur" og tilboð, ég get staðfest að þetta er kjaftæði. Að hækka verð til að lækka það aftur er svo dýrt spaug fyrir fyrirtæki að þau taka ekki sénsinn að fá sektirnar og fréttirnar.

Þá var ég stöðugt að vinna í að skammast yfir því að verð á vörum væri ekki hækkað fyrr en í óefni væri komið... og það eru líklega þessi dæmi um miklar hækkanir upp úr þurru því maður var stundum að finna vinsælar vörur sem verið var að selja undir kostnaðarverði.

Húsasmiðjan er með skemmtilegri vinnustöðum sem ég hef unnið hjá og ég mun alltaf elska Húsasmiðjuna, þau komu einstaklega vel fram við mig á erfiðum tímum.

En ég veit líka að mikið af fagsöluliðinu í BYKO er grenjandi sárt yfir samráðsmálinu fyrir c.a. 10 árum því að Húsasmiðjan hreinlega játaði sök og greiddi sína sekt en BYKO er búið að vera hálf siðlaust fyrir dómstólum að berjast fyrir því að komast undan sekt sem þeir sannarlega eiga skilið.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Fös 05. Maí 2023 22:26
af Hrotti
rapport skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég er húsasmíðameistari og hef rekið verktakafyrirtæki á því sviði síðan á síðustu öld og keypt timbur fyrir tugi milljóna þannig að ég stend við fyrri fullyrðingu, nema 500% var vanáætlun. Húsasmiðjan er þekkt fyrir að hækka verð án þess að minnst á það og lækka svo aftur og æða með það í fjölmiðla. Þið getið treyst því að þetta fyrirtæki er ekki Hrói höttur.


Ég var birgðastjóri Húsasmiðjunnar um tíma og var því beinn þátttakandi í að ákveða "beitur" og tilboð, ég get staðfest að þetta er kjaftæði. Að hækka verð til að lækka það aftur er svo dýrt spaug fyrir fyrirtæki að þau taka ekki sénsinn að fá sektirnar og fréttirnar.

Þá var ég stöðugt að vinna í að skammast yfir því að verð á vörum væri ekki hækkað fyrr en í óefni væri komið... og það eru líklega þessi dæmi um miklar hækkanir upp úr þurru því maður var stundum að finna vinsælar vörur sem verið var að selja undir kostnaðarverði.

Húsasmiðjan er með skemmtilegri vinnustöðum sem ég hef unnið hjá og ég mun alltaf elska Húsasmiðjuna, þau komu einstaklega vel fram við mig á erfiðum tímum.

En ég veit líka að mikið af fagsöluliðinu í BYKO er grenjandi sárt yfir samráðsmálinu fyrir c.a. 10 árum því að Húsasmiðjan hreinlega játaði sök og greiddi sína sekt en BYKO er búið að vera hálf siðlaust fyrir dómstólum að berjast fyrir því að komast undan sekt sem þeir sannarlega eiga skilið.



Ég er ekki með neinar prósentutölur fyrir húsasmiðjuna en timbur hækkaði allstaðar brjálæðislega í covid, þannig að það er ekkert óeðlilegt að það sé að lækka síðustu 2 ár. Það væri gaman að sjá samanburð á jan 2020 og jan 2023.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Lau 06. Maí 2023 09:02
af Kjarri81
Mjög fá fyrirtæki keyra á því að vera pro consumer, flest eru bara með blekkingar, auðvitað eru til nokkur sem eru actually frekar pro consumer eins og Bónus og Ikea, en ég hef ekki tekið eftir því í gegnum tíðina að Húsasmiðjan og Byko séu neitt að hugsa um neytendur.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Lau 06. Maí 2023 17:16
af rapport
Hrotti skrifaði:
rapport skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég er húsasmíðameistari og hef rekið verktakafyrirtæki á því sviði síðan á síðustu öld og keypt timbur fyrir tugi milljóna þannig að ég stend við fyrri fullyrðingu, nema 500% var vanáætlun. Húsasmiðjan er þekkt fyrir að hækka verð án þess að minnst á það og lækka svo aftur og æða með það í fjölmiðla. Þið getið treyst því að þetta fyrirtæki er ekki Hrói höttur.


Ég var birgðastjóri Húsasmiðjunnar um tíma og var því beinn þátttakandi í að ákveða "beitur" og tilboð, ég get staðfest að þetta er kjaftæði. Að hækka verð til að lækka það aftur er svo dýrt spaug fyrir fyrirtæki að þau taka ekki sénsinn að fá sektirnar og fréttirnar.

Þá var ég stöðugt að vinna í að skammast yfir því að verð á vörum væri ekki hækkað fyrr en í óefni væri komið... og það eru líklega þessi dæmi um miklar hækkanir upp úr þurru því maður var stundum að finna vinsælar vörur sem verið var að selja undir kostnaðarverði.

Húsasmiðjan er með skemmtilegri vinnustöðum sem ég hef unnið hjá og ég mun alltaf elska Húsasmiðjuna, þau komu einstaklega vel fram við mig á erfiðum tímum.

En ég veit líka að mikið af fagsöluliðinu í BYKO er grenjandi sárt yfir samráðsmálinu fyrir c.a. 10 árum því að Húsasmiðjan hreinlega játaði sök og greiddi sína sekt en BYKO er búið að vera hálf siðlaust fyrir dómstólum að berjast fyrir því að komast undan sekt sem þeir sannarlega eiga skilið.



Ég er ekki með neinar prósentutölur fyrir húsasmiðjuna en timbur hækkaði allstaðar brjálæðislega í covid, þannig að það er ekkert óeðlilegt að það sé að lækka síðustu 2 ár. Það væri gaman að sjá samanburð á jan 2020 og jan 2023.


Getur fundið CIF verð og magn í innflutningi á vef Hagstofunnar, gerði stykkprufu og sýnist meðal innflutningsverð hafa lækkað frá janúar 2019 til júní 2021 þá rýkur verð upp um 50-60% og verð fer mest í hæstu hæðir í janúar og febrúar 2023 og snarlækkar svo í mars 2023.

s.s. frá haustinu 2021 hefur innflutningsverð verið hátt 50-70% hærra en árin á undan en tók svaka skot upp núna um áramótin.

M.v. hvernig heimsmarkaðsverð var á tímabilinu virðast innlendir aðilar hafa gert góð kaup.

Ég fann engin gögn um verð til neytenda en m.v. sveiflur á heimsmarkaðsverði þá gæti verð leikandi hafa margfaldast.

https://markets.businessinsider.com/com ... mber-price

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 09:26
af Njall_L

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 10:04
af Mossi__
Jæja.

Verður Ásgeir nýji Mörður?

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 10:36
af kristoferandrik
Þetta er náttúrlega rosaleft fyrir fólk sem er að koma sér á stað í lífinu, nýlega eða nýkomið inn á fasteignamarkað.
Verðbólgan er búin að gleypa allar launahækkanir fyrir þá sem eru með óverðtryggð lán.

Tók saman dæmið fyrir okkar.
Við stækkuðum við okkur fyrir nákvæmlega ári síðan, 100% óverðtryggt, lánið varð breytilegir vextir vegna klúðurs hjá bankanum.
Afborgun í Júní 2022 var 225.000 kr, ári seinna, Júní 2023 er 360.000 kr.
Þetta er 60% hækkun á einu ári. Eina í stöðunni fyrir okkur er að fara í verðtryggt, og nota frekar mismunin 130.000 kr. til að greiða beint inn á höfuðstólinn, 1.6 milljón, 700.000 kr. meira en við höfum greitt niður íbúðina sl. ár.

Ég held að það þurfi bara að koma góð pressa á ríkistjórnina til að standa með fólkinu í landinu.
Get ekki trúað að það séu allir sem bara að ná endunum saman með þessa verðbólgu og vexti sem eru í landinu í dag.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 11:54
af RassiPrump
Slær mann eiginlega að lesa þessa þvælu sem bankastjóri Íslandsbanka lætur út úr sér....

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... na_abyrgd/

Það er eins og það sé bara skilyrði að til að fá vinnu þarna þurfi maður að vera í alvarlega litlum tengslum við raunveruleikann. Mikið djöfull er ég ánægður með 6,5% launahækkunina sem að formaðurinn í mínu félagi (VM) barðist svo mikið fyrir í fyrra, því að hún er ekki löngu horfin, eða þannig....

Verð eiginlega að viðurkenna að ég hafði alltaf verið gífurlega á móti ESB (sennilega sökum þess að það var barið inn í hausinn á manni frá því maður var barn með þessum endalausa áróðri um hvað ESB væri vont og slæmt...) en núna þá ég orðinn fylgjandi því að fá það í þjóðaratkvæði um hvort við göngum í ESB eða ekki, allavega að leyfa þjóðinni að ráða þessu, því að krónan er handónýt.
Eins er löngu kominn tími á það að afnema verðtrygginguna.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 12:56
af kallikukur
RassiPrump skrifaði:Slær mann eiginlega að lesa þessa þvælu sem bankastjóri Íslandsbanka lætur út úr sér....

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... na_abyrgd/

Það er eins og það sé bara skilyrði að til að fá vinnu þarna þurfi maður að vera í alvarlega litlum tengslum við raunveruleikann. Mikið djöfull er ég ánægður með 6,5% launahækkunina sem að formaðurinn í mínu félagi (VM) barðist svo mikið fyrir í fyrra, því að hún er ekki löngu horfin, eða þannig....

Verð eiginlega að viðurkenna að ég hafði alltaf verið gífurlega á móti ESB (sennilega sökum þess að það var barið inn í hausinn á manni frá því maður var barn með þessum endalausa áróðri um hvað ESB væri vont og slæmt...) en núna þá ég orðinn fylgjandi því að fá það í þjóðaratkvæði um hvort við göngum í ESB eða ekki, allavega að leyfa þjóðinni að ráða þessu, því að krónan er handónýt.
Eins er löngu kominn tími á það að afnema verðtrygginguna.


Sæll kollegi RassiPrump,

Þú afnemur verðtrygginguna með því að haka í "Óverðtryggt" gluggan þegar þú sækir um lán. Fleira var það ekki.

Kv. KalliKukur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 13:11
af appel
Það er búið að afnema verðtrygginguna fyrir löngu.

Þú hefur getað valið um verðtryggt lán eða óverðtryggt lán í meira en áratug núna, reyndar alveg síðan 2005 eða álíka. Þitt er valið. Eða vilja menn minna val? Kannski að banna öðrum að taka verðtryggt lán? En það er sérstakt að þegar óverðtryggt lán er í boði þá tekur viðkomandi samt verðtryggt lán og í kjölfarið kallar eftir því að verðtryggt lán sé bannað. Svolítið sérstakt hugarfar.

Vandinn á Íslandi er að við framleiðum ekkert nánast. Farið niður á Sundahöfn, þarna eru stærstu húsin á Íslandi, lagerar fyrir INNFLUTTAR vörur. Finnið svo sambærilega stór hús sem framleiða vörur til ÚTFLUTNINGS. Nei, það eru engin slík hús. Við flytjum inn allt, og flytjum út ekkert. Auðvitað er það dæmi sem gengur ekki upp. Þannig að við getum beint fingrinum að okkur sjálfum þegar kemur að því að finna sökudólg verðbólgunnar.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 13:52
af Jón Ragnar
appel skrifaði:Það er búið að afnema verðtrygginguna fyrir löngu.

Þú hefur getað valið um verðtryggt lán eða óverðtryggt lán í meira en áratug núna, reyndar alveg síðan 2005 eða álíka. Þitt er valið. Eða vilja menn minna val? Kannski að banna öðrum að taka verðtryggt lán? En það er sérstakt að þegar óverðtryggt lán er í boði þá tekur viðkomandi samt verðtryggt lán og í kjölfarið kallar eftir því að verðtryggt lán sé bannað. Svolítið sérstakt hugarfar.

Vandinn á Íslandi er að við framleiðum ekkert nánast. Farið niður á Sundahöfn, þarna eru stærstu húsin á Íslandi, lagerar fyrir INNFLUTTAR vörur. Finnið svo sambærilega stór hús sem framleiða vörur til ÚTFLUTNINGS. Nei, það eru engin slík hús. Við flytjum inn allt, og flytjum út ekkert. Auðvitað er það dæmi sem gengur ekki upp. Þannig að við getum beint fingrinum að okkur sjálfum þegar kemur að því að finna sökudólg verðbólgunnar.




Vöruhúsin við álverin eru þá hvað? Full af lofti?

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 14:03
af KristinnK
Ef ekkert væri framleitt á Íslandi væri GDP Íslands núll. GDP stendur einmitt fyrir gross domestic product, en síðasta orðið þýðir það sem hefur verið framleitt (e. produced).

Það er ekki bara framleiðsla (frá sjónarhóli hagfræðinnar) að búa til vörur í verksmiðju. Það er líka framleiðsla að búa til upplifanir sem seldar eru ferðamönnum, moka fisk upp úr sjónum og búa til hátæknilausnir svo sem þær sem Marel, CCP, Össur, Actavis og tugir smærri fyrirtækja þróa hér á landi.

Ísland skortir ekki framleiðni. Það er einmitt ástæðan fyrir því að landið er svona ríkt.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 14:03
af sverrirgu
Ekki gleyma tæknigeiranum, fiskiðnaðurinn þarf ekki risa vöruhús því það er nánast allt flutt beint úr landi á framleiðsludegi, hótelin eru svo ákveðin vöruhús fyrir útflutning. ;)

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 14:22
af depill
appel skrifaði:Vandinn á Íslandi er að við framleiðum ekkert nánast. Farið niður á Sundahöfn, þarna eru stærstu húsin á Íslandi, lagerar fyrir INNFLUTTAR vörur. Finnið svo sambærilega stór hús sem framleiða vörur til ÚTFLUTNINGS. Nei, það eru engin slík hús. Við flytjum inn allt, og flytjum út ekkert. Auðvitað er það dæmi sem gengur ekki upp. Þannig að við getum beint fingrinum að okkur sjálfum þegar kemur að því að finna sökudólg verðbólgunnar.


Vöruhús eru biðstöður fyrir útflutning. Hér er yfirleitt allt sem er flutt út ( mínus ál ) yfirleitt flutt beint út. Þjónusta og hugvit er soldið Ísland

https://www.hagstofa.is/utgafur/frettas ... nuar-2023/

Í Janúar 2023 var vöru og þjónustujöfnuður jákvæður um 1 milljarð og við fluttum út vörur fyrir fyrir 79,3 milljarða.

Hins vegar Covid hefur verið vont fyrir okkur þar sem að svo stór partur er ferðaþjónusta ( sem er vel að picka upp núna 2023 )

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 15:08
af RassiPrump
appel skrifaði:Það er búið að afnema verðtrygginguna fyrir löngu.

Þú hefur getað valið um verðtryggt lán eða óverðtryggt lán í meira en áratug núna, reyndar alveg síðan 2005 eða álíka. Þitt er valið. Eða vilja menn minna val? Kannski að banna öðrum að taka verðtryggt lán? En það er sérstakt að þegar óverðtryggt lán er í boði þá tekur viðkomandi samt verðtryggt lán og í kjölfarið kallar eftir því að verðtryggt lán sé bannað. Svolítið sérstakt hugarfar.

Vandinn á Íslandi er að við framleiðum ekkert nánast. Farið niður á Sundahöfn, þarna eru stærstu húsin á Íslandi, lagerar fyrir INNFLUTTAR vörur. Finnið svo sambærilega stór hús sem framleiða vörur til ÚTFLUTNINGS. Nei, það eru engin slík hús. Við flytjum inn allt, og flytjum út ekkert. Auðvitað er það dæmi sem gengur ekki upp. Þannig að við getum beint fingrinum að okkur sjálfum þegar kemur að því að finna sökudólg verðbólgunnar.



Í mínu tilfelli þá er ég nú reyndar með óverðtryggt lán á föstum 4,4% vöxtum. En hins vegar þá ætti verðtryggingin bara ekki að vera eitthvað sem er á boðstólnum, eins og vaxtaumhverfið er núna þá er verið að neyða fólk til að fara útí verðtryggð lán ef það vill reyna að kaupa sér fasteign, eða fólk sem er með óverðtryggt lán sem eru búin að stökkbreytast núna eru neydd til að endurfjármagna yfir í verðtryggt. Það er bilun að kaupa íbúð á kannski 44 milljónir og borga til baka tæpar 126 milljónir, hvað þá 186 milljónir ef lánið er verðtryggt....(m.v. lánareiknirinn hjá Landsbankanum, breytti forsendum ekkert).


Fyrir mitt leyti þá er ég farinn að halda að aðild að ESB hafi fleiri kosti en galla, þá yrði allavega kannski von um að geta verið með fasteignalán á "eðlilegum" vöxtum, ekki 9% eins og staðan er núna hjá sumum.
En bara svo ég taki það fram, þá er þetta mín skoðun, og ef þú ert á annarri skoðun þá virði ég það fullkomlega þó svo ég sé kannski ekki sammála þér.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 16:19
af Hauxon
RassiPrump skrifaði:Fyrir mitt leyti þá er ég farinn að halda að aðild að ESB hafi fleiri kosti en galla, þá yrði allavega kannski von um að geta verið með fasteignalán á "eðlilegum" vöxtum, ekki 9% eins og staðan er núna hjá sumum.
En bara svo ég taki það fram, þá er þetta mín skoðun, og ef þú ert á annarri skoðun þá virði ég það fullkomlega þó svo ég sé kannski ekki sammála þér.


Ég verð eiginlega að taka undir þetta. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta rugl sem íslenska fjármálakerfið og stjórnvöld bjóða uppá þessa dagana og í gegnum tíðina.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 16:56
af bigggan
Núna þegar verðbólga og vextir eru að éta öllum sparnaði sem maður reynir að safna, hvernig er best að fara með peningin ef maður á smá sem væri hægt að setja til hliðar?

hvernig munu sjóðir (ETF líka) og verðbréf að breytast núna þegar vextirnir eru svona háir og fyrirtækin fer kannski að spara frekar en að fjárfesta?

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 18:57
af appel
Jón Ragnar skrifaði:
appel skrifaði:Það er búið að afnema verðtrygginguna fyrir löngu.

Þú hefur getað valið um verðtryggt lán eða óverðtryggt lán í meira en áratug núna, reyndar alveg síðan 2005 eða álíka. Þitt er valið. Eða vilja menn minna val? Kannski að banna öðrum að taka verðtryggt lán? En það er sérstakt að þegar óverðtryggt lán er í boði þá tekur viðkomandi samt verðtryggt lán og í kjölfarið kallar eftir því að verðtryggt lán sé bannað. Svolítið sérstakt hugarfar.

Vandinn á Íslandi er að við framleiðum ekkert nánast. Farið niður á Sundahöfn, þarna eru stærstu húsin á Íslandi, lagerar fyrir INNFLUTTAR vörur. Finnið svo sambærilega stór hús sem framleiða vörur til ÚTFLUTNINGS. Nei, það eru engin slík hús. Við flytjum inn allt, og flytjum út ekkert. Auðvitað er það dæmi sem gengur ekki upp. Þannig að við getum beint fingrinum að okkur sjálfum þegar kemur að því að finna sökudólg verðbólgunnar.




Vöruhúsin við álverin eru þá hvað? Full af lofti?


Öll vöruhúsin við höfnina, Smáralind, Kringlan, Korputorg, Kauptún, þetta eru nokkur dæmi um hvað við flytjum inn gígantískt af vörum, allt þess húsnæði er með innfluttar vörur. Ég held að allt svona verslunarhúsnæði á Íslandi sé mun stærra en álverin.

Útflutningur okkar er helst hráefni, fiskur, orka í formi áls (við flytjum ekki út ál í raun, heldur orku, það er það sem við erum að selja, ekki ál þó það sé talað um það þannig). Og jú þjónusta.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 21:03
af rapport
Hvað er mikil verðbólga og vaxtabreytingar í EU núna?

Vissu ekki allir hérna að krónan færi í fokk í smá harki, hún er einstaklega "volatile" gjaldmiðill.

Hversu trúverðugt væri ef Nestlé mundi gefa út eigin gjaldmiðil og vera með seðlabanka? Samt er Nestlé mun stærra hagkerfi í veltu og fjölda fólks en Ísland.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 21:35
af jonfr1900
rapport skrifaði:Hvað er mikil verðbólga og vaxtabreytingar í EU núna?

Vissu ekki allir hérna að krónan færi í fokk í smá harki, hún er einstaklega "volatile" gjaldmiðill.

Hversu trúverðugt væri ef Nestlé mundi gefa út eigin gjaldmiðil og vera með seðlabanka? Samt er Nestlé mun stærra hagkerfi í veltu og fjölda fólks en Ísland.


Meðaltals verðbólgan er 7,0% á Evrusvæðinu en 8,1% í öllu ESB. Mismunandi milli landa.

Nánar hérna.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 22:31
af Tbot
Óverðtryggt á móti verðtryggðu.
Þessi umræða hefur verið lengi, hver og einn verður að velja fyrir sig.

Það hreint út sagt fyndið að sjá suma tala um að lántakendur eiga að fá að stjórna vöxtum. Það verður aldrei því þeir sem eiga peninga vilja fá ávöxtun á þá og að peningarnir rýrni ekki að verðgildi.
Þetta er einfalt, ef eigendur peninga eiga að taka á sig rýrnun á þeim, þá einfaldlega lána þeir þá ekki heldur fjárfesta í öðru.

En að halda að vextir haldist í 1-2% er draumsýn sem var vitað að gæti aldrei gengið eftir.

Þessi evru umræða er orðin þreytt, skoðið hvernig staðan er t.d. hjá Grikklandi og Ítalíu þar sem allt átti að vera svo æðislegt með því að taka upp Evru.
Evran er draumur Þjóðverja til að stjórna Evrópu, þeir reyndu tvisvar með vopnavaldi á 20. öldinni, þangað til þeir sáu að það er sniðugra að ná þessu með peningavaldi.
Evran og Evópusambandið þjónar hagsmunum þeirra stóru en aldrei minni þjóðum.

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Sent: Mið 24. Maí 2023 23:18
af fedora1
Tbot skrifaði:Óverðtryggt á móti verðtryggðu.
Þessi umræða hefur verið lengi, hver og einn verður að velja fyrir sig.

Það hreint út sagt fyndið að sjá suma tala um að lántakendur eiga að fá að stjórna vöxtum. Það verður aldrei því þeir sem eiga peninga vilja fá ávöxtun á þá og að peningarnir rýrni ekki að verðgildi.
Þetta er einfalt, ef eigendur peninga eiga að taka á sig rýrnun á þeim, þá einfaldlega lána þeir þá ekki heldur fjárfesta í öðru.

En að halda að vextir haldist í 1-2% er draumsýn sem var vitað að gæti aldrei gengið eftir.

Þessi evru umræða er orðin þreytt, skoðið hvernig staðan er t.d. hjá Grikklandi og Ítalíu þar sem allt átti að vera svo æðislegt með því að taka upp Evru.
Evran er draumur Þjóðverja til að stjórna Evrópu, þeir reyndu tvisvar með vopnavaldi á 20. öldinni, þangað til þeir sáu að það er sniðugra að ná þessu með peningavaldi.
Evran og Evópusambandið þjónar hagsmunum þeirra stóru en aldrei minni þjóðum.


Hvað er það sem er svona hræðilegt við stöðuna í Grikklandi og Ítalíu ? Ég held að flestir hér væru amk. sáttari við stýrivextina og verðbólguna sem er td. á Ítalíu.
Einhverntíman heyrði ég að hluti af vanda grikkja væri stórt svart hagkerfi og hvað ferðamenn eru stór hluti af hagkerfinu.
1-2% vextir á húsnæðislánum hefur held ég bara verið normið í EU hafa reyndar hækkað nokkuð með verðbólgunni og eru skriðnir rétt yfir 3%

Þó þjóðverjum gangi vel, þá skil ég ekki þetta bull að þeir séu að stjórna evrópu eitthvað sérstaklega.
Ísland er nokkuð ríkt land og upptaka evru yrði bara til þess að stjórnvöld verða að taka sig á, hafa ekki þetta vald lengur að velta vandanum á launþega eins og hefur verið gert í gegnum tíðina hvort heldur það hafi verið gert með gengisfellingum eða óðaverðbólgu.