ljósleiðari eða 5g heimanet
-
emil40
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1427
- Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
- Reputation: 224
- Staðsetning: Njarðvík
- Staða: Ótengdur
ljósleiðari eða 5g heimanet
hvort mynduð þið ætla að ljósleiðarinn eða 5g sé hraðvirkára sem heimamenn. Núna er hægt að fá 5g hérna í reykjanesbæ í gegnum nova.
Síðast breytt af emil40 á Mið 22. Sep 2021 17:42, breytt samtals 1 sinni.
| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | Gigabyte X870E AORUS PRO ICE | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | 3x 4TB Samsung 9100 Pro M.2 NVM Express SSD - Raid 0 | 1x 16 tb og 1x 20 tb diskar | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 96GB (2x48GB) Trident Royal Neo Gold 6000MHz DDR5 | Samsung Odyssey OLED G9 S49CG934SU 49" UWHD sveigður (1800R) | Microlab B-77BT hátalarar |
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Ef það er í boði þá er alltaf betra að vera með ljósleiðara. 5G er samt flott gæði og getur vel uppfyllt þarfirnar sem fólk gerir til heimatengingar og ef svo er þá geturðu farið að skoða samanburð á kostnaði og annað slíkt (til dæmis er ótakmarkað net ~1000 kr. ódýrara en ljósleiðari hjá Nova skv. verðskrá á nova.is).
-
Gemini
- has spoken...
- Póstar: 199
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 42
- Staðsetning: 105
- Staða: Tengdur
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Hef verið með 5g hérna í RVK í nokkra mánuði. Þetta dugar alveg en ljósleiðarinn er stabílli eins og fólk segir. 5g dettur stundum út og mun oftar svona packet loss í leikjum og þannig. Einnig er ping auðvitað mjög á reiki í svona. Svona frá 7ms til 40ms til Nova og hoppar þarna upp og niður.
-
emil40
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1427
- Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
- Reputation: 224
- Staðsetning: Njarðvík
- Staða: Ótengdur
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
spurning hvort að 5g geti náð meiri hraða ?
| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | Gigabyte X870E AORUS PRO ICE | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | 3x 4TB Samsung 9100 Pro M.2 NVM Express SSD - Raid 0 | 1x 16 tb og 1x 20 tb diskar | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 96GB (2x48GB) Trident Royal Neo Gold 6000MHz DDR5 | Samsung Odyssey OLED G9 S49CG934SU 49" UWHD sveigður (1800R) | Microlab B-77BT hátalarar |
-
jonfr1900
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Ég hef ekki séð neina 5G routera á markaðinum á Íslandi ennþá. Mesti hraði sem hægt er að fá í dag á 5G er 1Gbps en það er bara á svæðum þar sem 3,5Ghz til 3,7Ghz tíðnisviðið er notað. Annars er hraðinn í kringum 300Mbps í niðurhal. Hraðinn upp er bara í kringum 50Mbps á öllum tíðnum.
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Svo þarf að taka inn í myndina að það er oft algerlega lokað/eða algert vesen að opna port í gegnum 3/4/5g tengingar, sem t.d getur takmarkað torrent download/upload, þar sem getur bara tengst við þá sem eru með opið port sjálfir
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
emil40 skrifaði:spurning hvort að 5g geti náð meiri hraða ?
Þú getur alveg bókað að þegar þú munt geta náð meira en 1Gbps á 5G (annað en í bara algjörum undantekningartilfellum) þá verður farið að vera í boði að fá meira en 1Gbps heimateningar.
Eins og kizi86 minnist á þá ertu á bakvið NAT á 5G á IPv4 eins og öðru farsímaneti þannig að þú getur ekki fengið tengingar beint inn til þín eins og er oft möguleiki á hefðbundnari heimatengingum þannig að ef það skiptir þig máli þá er 5G úti (en svo er mögulega hægt að díla eitthvað við ISPa til að fá að vera ekki á NAT en það er ekki þessi venjulega þjónusta).
5G er líka með miklu lægri upload hraða en ljósleiðari.
5G er almennt mjög fínt sem heimatenging, sérstaklega þar sem ljósleiðari er ekki í boði. En ef það er í boði og kostar ekki mikið aukalega að vera beintengdur með ljósleiðara myndi ég *alltaf* velja það frekar.
-
arons4
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 982
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 133
- Staða: Ótengdur
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
kizi86 skrifaði:Svo þarf að taka inn í myndina að það er oft algerlega lokað/eða algert vesen að opna port í gegnum 3/4/5g tengingar, sem t.d getur takmarkað torrent download/upload, þar sem getur bara tengst við þá sem eru með opið port sjálfir
Held lausnin við því sé að fá fasta ip tölu.
-
Jón Ragnar
- </Snillingur>
- Póstar: 1089
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 220
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Ljósleiðari. Þetta er ekki einu sinni spurning.
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video