Síða 1 af 1

Seðla­bankinn skoðar að gefa út ís­lenska raf­krónu

Sent: Fös 25. Mar 2022 18:28
af Hjaltiatla

Re: Seðla­bankinn skoðar að gefa út ís­lenska raf­krónu

Sent: Fös 25. Mar 2022 22:55
af rapport
Ef þetta verður eitthvað eins og bitcoin þá er ég all for it, það tæki valdið af bönkunum að gíra upp peningamagn í umferð með ódýrum lánum.

Rekjanleiki yrði miklu meiri (innbyggður) og ef veski fólks yrðu opinber yrði bankaleynd svolítið úr sögunni.

Re: Seðla­bankinn skoðar að gefa út ís­lenska raf­krónu

Sent: Fös 25. Mar 2022 23:10
af appel
Líklegast jákvæð þróun held ég, en ekki kynnt mér þetta mikið.

En ég veit að Seðlabankanum er umhugað að vera með öruggt greiðslumiðlunarkerfi hér, sem er ekki í dag þar sem við reiðum okkur of mikið á erlend greiðslukerfi.

Sjáðu t.d. í Rússlandi, þar virkar ekki lengur Apple Pay, Google Pay og VISA og Mastercard.

Ísland lenti í sambærilegri stöðu 2008, en vegna þess að greiðslukerfið var allt innanlands þá virkuðu öll þessi kort, jafnvel erlendis. Held að fáir átti sig á því þrekvirki sem var unnið þá að láta allt ganga. Ef bankahrun endurtæki sig í dag þá myndi ekkert virka og íslendingar gætu ekki keypt matvörur.

Ég vil að greiðslukerfi verði alfarið innanlands og ekki háð erlendum kerfum sem gætu lokað á okkur.

Rafkróna er líklega liður í því.

Held að Seðlabankinn eigi að halda áfram að vera framsækinn, nýta sér tæknina, og tryggja öryggi landsins hvað greiðslukerfi varðar.

Re: Seðla­bankinn skoðar að gefa út ís­lenska raf­krónu

Sent: Fös 25. Mar 2022 23:37
af GuðjónR
Er ekki íslenska krónan rafræn að stórum hluta? Flestir notast við kort og millifærslur en ekki pappír og málm. En Seðlabankinn hlýtur að vera að tala um „stablecoin“ sem væri tengd við gengisvísitöluna. Get ekki ímyndað mér að Seðlabankinn ætli að búa til væntingadrifið shitcoin eins og flestar af þessum pýramíta-svindl rafmyntum eru.

Re: Seðla­bankinn skoðar að gefa út ís­lenska raf­krónu

Sent: Lau 26. Mar 2022 08:29
af Hjaltiatla
GuðjónR skrifaði:Er ekki íslenska krónan rafræn að stórum hluta? Flestir notast við kort og millifærslur en ekki pappír og málm. En Seðlabankinn hlýtur að vera að tala um „stablecoin“ sem væri tengd við gengisvísitöluna. Get ekki ímyndað mér að Seðlabankinn ætli að búa til væntingadrifið shitcoin eins og flestar af þessum pýramíta-svindl rafmyntum eru.


Held þú getir verið alveg rólegur yfir því að seðlabankinn sé að færa sig frá miðlægri stjórnun gjaldmiðilsins og valdinu yfir kerfinu.
Þetta er líklegast aðferð til að við séum ekki háð greiðslukerfi þriðja aðila sem gæti alveg eins lokað á þjónustuna eftir hentisemi og jafnvel hækkað gjöld fyrir þjónustuna.
Hins vegar sýnir þetta fram á að það er aldrei gott að vera með gjaldmiðil miðstýrðan og hvaða möguleika bálkakeðjutækni gæti leyst í þeim efnum þótt það sé ekki endilega komið á það stig ennþá.

Re: Seðla­bankinn skoðar að gefa út ís­lenska raf­krónu

Sent: Lau 26. Mar 2022 11:00
af urban
rapport skrifaði:Ef þetta verður eitthvað eins og bitcoin þá er ég all for it, það tæki valdið af bönkunum að gíra upp peningamagn í umferð með ódýrum lánum.

Rekjanleiki yrði miklu meiri (innbyggður) og ef veski fólks yrðu opinber yrði bankaleynd svolítið úr sögunni.


Hvað er vandamálið við rekjanleika íslensku krónunnar ef að seðlar eru teknir úr umferð ?
Í öðru lagi, afhverju má ég ekki bara eiga við þig órekjanleg viðskipti ?

Órekjanleg viðskipti þýða alls ekki ólögleg viðskipti.
Væriru aldrei til í að geta keypt gjöf handa konunni án þess að hún vissi af því eða vissir hvað þú hefðir eytt í hana.

Re: Seðla­bankinn skoðar að gefa út ís­lenska raf­krónu

Sent: Lau 26. Mar 2022 11:47
af rapport
urban skrifaði:
rapport skrifaði:Ef þetta verður eitthvað eins og bitcoin þá er ég all for it, það tæki valdið af bönkunum að gíra upp peningamagn í umferð með ódýrum lánum.

Rekjanleiki yrði miklu meiri (innbyggður) og ef veski fólks yrðu opinber yrði bankaleynd svolítið úr sögunni.


Hvað er vandamálið við rekjanleika íslensku krónunnar ef að seðlar eru teknir úr umferð ?
Í öðru lagi, afhverju má ég ekki bara eiga við þig órekjanleg viðskipti ?

Órekjanleg viðskipti þýða alls ekki ólögleg viðskipti.
Væriru aldrei til í að geta keypt gjöf handa konunni án þess að hún vissi af því eða vissir hvað þú hefðir eytt í hana.


Ég sá þetta ekki sem vandamál, ég sá þetta sem kost.

Re: Seðla­bankinn skoðar að gefa út ís­lenska raf­krónu

Sent: Sun 27. Mar 2022 00:03
af codemasterbleep
rapport skrifaði:
urban skrifaði:
rapport skrifaði:Ef þetta verður eitthvað eins og bitcoin þá er ég all for it, það tæki valdið af bönkunum að gíra upp peningamagn í umferð með ódýrum lánum.

Rekjanleiki yrði miklu meiri (innbyggður) og ef veski fólks yrðu opinber yrði bankaleynd svolítið úr sögunni.


Hvað er vandamálið við rekjanleika íslensku krónunnar ef að seðlar eru teknir úr umferð ?
Í öðru lagi, afhverju má ég ekki bara eiga við þig órekjanleg viðskipti ?

Órekjanleg viðskipti þýða alls ekki ólögleg viðskipti.
Væriru aldrei til í að geta keypt gjöf handa konunni án þess að hún vissi af því eða vissir hvað þú hefðir eytt í hana.


Ég sá þetta ekki sem vandamál, ég sá þetta sem kost.


Eflaust vegna þess að þetta er eitthvað sem þú hefur ekki hugsað til enda.

Hinsvegar er ekkert sem stöðvar þig í því að opinbera allar þínar kortafærslur.

Einhverra hluta vegna er það eitthvað sem þú hefur ekki ennþá hrint í framkvæmd. :-k

Re: Seðla­bankinn skoðar að gefa út ís­lenska raf­krónu

Sent: Sun 27. Mar 2022 00:27
af rapport
codemasterbleep skrifaði:
rapport skrifaði:
urban skrifaði:
rapport skrifaði:Ef þetta verður eitthvað eins og bitcoin þá er ég all for it, það tæki valdið af bönkunum að gíra upp peningamagn í umferð með ódýrum lánum.

Rekjanleiki yrði miklu meiri (innbyggður) og ef veski fólks yrðu opinber yrði bankaleynd svolítið úr sögunni.


Hvað er vandamálið við rekjanleika íslensku krónunnar ef að seðlar eru teknir úr umferð ?
Í öðru lagi, afhverju má ég ekki bara eiga við þig órekjanleg viðskipti ?

Órekjanleg viðskipti þýða alls ekki ólögleg viðskipti.
Væriru aldrei til í að geta keypt gjöf handa konunni án þess að hún vissi af því eða vissir hvað þú hefðir eytt í hana.


Ég sá þetta ekki sem vandamál, ég sá þetta sem kost.


Eflaust vegna þess að þetta er eitthvað sem þú hefur ekki hugsað til enda.

Hinsvegar er ekkert sem stöðvar þig í því að opinbera allar þínar kortafærslur.

Einhverra hluta vegna er það eitthvað sem þú hefur ekki ennþá hrint í framkvæmd. :-k


Eru peninga- eða kortafærslur ekki rekjanlegar í dag?

Held að þú hafir verið að misskilja mig.

Re: Seðla­bankinn skoðar að gefa út ís­lenska raf­krónu

Sent: Sun 27. Mar 2022 01:12
af codemasterbleep
Rapport skrifaði:Rekjanleiki yrði miklu meiri (innbyggður) og ef veski fólks yrðu opinber yrði bankaleynd svolítið úr sögunni.


Ég las bara það sem þú skrifaðir en mögulega er ég að misskilja.

Re: Seðla­bankinn skoðar að gefa út ís­lenska raf­krónu

Sent: Sun 27. Mar 2022 10:07
af rapport
codemasterbleep skrifaði:
Rapport skrifaði:Rekjanleiki yrði miklu meiri (innbyggður) og ef veski fólks yrðu opinber yrði bankaleynd svolítið úr sögunni.


Ég las bara það sem þú skrifaðir en mögulega er ég að misskilja.


Það þetta "ef" um bankaleyndina sem er að mixa okkur upp.