UT störf hjá Reykjavíkurborg

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf rapport » Sun 28. Ágú 2022 14:29

Ég hef beina hagsmuni af því að fá góða vinnufélaga og held að samfélagið hér gæti jafnvel verið vanmetið talent pool.

Hjá Reykjavíkurborg starfa (með verktökum) um 11.000 og til viðbótar við það eru um 15.000 nemendur sem nota tölvuumhverfið mikið.

Græna Planið er stefnuskjal borgarinnar (sjá bls. 31 um UT áherslur) GRÆNA PLANIÐ/

Til að tryggja UT málum verðskuldaða athygli þá hefur Stafrænt ráð verið stofnað og hefur tekið til starfa FYRSTA FUDNARGERÐ

Það eru því spennandi tímar frammundan og stuðningur æðstu stjórnenda við breytingar mikill.

Við höfum því útvistað mikið af rekstri en leiðtogar (tæknistjórar) yfir ákveðnum málaflokkum skipuleggja verkefni, framþróun og hafa umsjón með samningum við birgja sem reka grunninnviði og þjónustur.

Auðvitað er mikið af vandamálum líka í svona stóru umhverfi og flækjustigið oft óþarflega mikið. Ýmis vandamál koma upp sbr. vefinn sem fór í gólfið á Menningarnótt eða sektina sem við fengum vegna SeeSaw frá Persónuvernd ofl. ofl.


En borgin er nokkuð skemmtilegur vinnustaður fyrir metnaðarfullt fólk sem er gott í samskiptum og getur selt hugmyndir sínar... því þá er bara nokkuð líklegt að samþykkt verði að hrinda þeim í framkvæmd.


So here goes... ef einhver hér vantar tækifæri til að láta ljós sitt skína:

Opið fyrir umsóknir - Teymisstjóri Tækniþjónustu - https://jobs.50skills.com/reykjavik/is/15170

Búið að loka fyrir umsóknir - Leiðtogi Netreksturs - https://jobs.50skills.com/reykjavik/is/15167

Búið að loka fyrir umsóknir - Leiðtogi Samþættingar - https://jobs.50skills.com/reykjavik/is/15168

Búið að loka fyrir umsóknir - Leiðtogi - Vefrekstur - https://jobs.50skills.com/reykjavik/is/15047

EDIT: Gleymdi einu...

Búið að loka fyrir umsóknir - Verkefnastjóri þjónustuupplifunar - https://jobs.50skills.com/reykjavik/is/15068
Síðast breytt af rapport á Lau 10. Sep 2022 18:38, breytt samtals 2 sinnum.




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 101
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf agnarkb » Sun 28. Ágú 2022 15:11

Fínasta samstarfsfólk líka. Sérstaklega þeir á tölvulagernum/verkstæðinu O:)
Síðast breytt af agnarkb á Sun 28. Ágú 2022 15:14, breytt samtals 1 sinni.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Pure Base 500

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf rapport » Sun 28. Ágú 2022 16:13

Og meira lesefni var að koma út - https://reykjavik.is/sites/default/file ... N_2021.pdf



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 973
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 173
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 29. Ágú 2022 08:15

Flottar stöður í boði :)


Reykjavíkurborg er flottur vinnustaður. Mínar snertingar á UT hafa verið frábærar :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf rapport » Mið 31. Ágú 2022 12:37

Má gera TTT á svona?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf rapport » Mið 07. Sep 2022 18:20

og aftur...




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf jonfr1900 » Mið 07. Sep 2022 23:31

Þetta krefst allt saman háskólagráðu sem ég er ekki með. Einnig sem ég er búsettur í Danmörku og er ekki á leiðinni aftur til Íslands.

Ég kann samt margt í tækniþjónustu og netrekstri. Í dag er samt vonlaust að vita allt saman í tölvum, þar sem þetta er orðið svo stórt fag.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Tengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf appel » Mið 07. Sep 2022 23:50

Ah, verðlausar háskólagráður. Ég lærði lítið í háskóla nema bara nokkur mottó kennara, eitt af því var að "skilgreina vandamálið í burtu". Margir fara í yfirsnúning að yfirhanna einhver kerfi og læti til að leysa eitthvað vandamál, en fatta ekki að hægt er að einfaldlega segja að vandamálið sé ekki vandamál og það má fara framhjá því með því að breyta skilgreiningunni. Snjöllustu gæjarnir hafa enga háskólagráðu, það er doldið asnalegt að takmarka umsækjendur við háskólagráður sem segja ekkert til um hæfni, og ég veit alveg nógu mikið um verðlaust fólk með háskólagráður og verðmikið fólk án háskólaprófa. Ef ég væri með eigið fyrirtæki þá myndi ég aldrei setja háskólagráðu sem kröfu, þetta er einhver yfirborðsleg krafa sett af fólki sem hugsar ekki mikið og hefur ekki mikla reynslu. Er þessi krafa innifalin í word templeiti eða hvað? :face

https://www.youtube.com/watch?v=xSDmA7rjNgE
Síðast breytt af appel á Mið 07. Sep 2022 23:53, breytt samtals 2 sinnum.


*-*

Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf GullMoli » Fim 08. Sep 2022 10:37

Stundum þegar ég var í vísó ferðum til fyrirtækja þá spurði ég hversu margir starfsmannana væru með háskólagráðu (Hugbúnaðar fyrirtæki eða IT deildir). Yfirleitt var það í kringum 50%, stundum minna og stundum meira.

Þær kröfur hjá Rvk eru pínu úreltar en kannski litið framhjá þeim ef reynslan er næg? Þá kemur á móti að þetta (glataða) launatöflu system kemur verr út fyrir þau sem eru ekki með háskólagráðu.. svo af hverju ætti það fólk að sækja um?

36 klst vinnuvika er þó heillandi :D


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf rapport » Fim 08. Sep 2022 19:29

Þessi störf snúast mikið um að reka og skilgreina kröfur fyrir þjónustusamninga, högun o.þ.h.+ soft skills.

Skil gagnrýnina ef þetta væru hands on tæknistörf.

Þeir sem eru frammúrskarandi tæknimenn eiga í raun ekki erindi í þessi störf, þeir munu ekki geta notað færni sína.

Þetta eru störf þar sem hlustað er á tæknimennina og þeirra dreams and wishes útfært í samningum og SLA við birgja.

Krafan um háskólanám snýr að því að það staðfestir að viðkomandi getur skrifað skýrslur, álit og staðið fyrir máli sínu með góðum almennum útskýringum.

Það er ekki óalgengt að þeir sem eru bestir í tækninni sjálfri vanti þennan hæfileika sem kemur með verkefnavinnu og lokaverkefni í BA/BS námi.

Hef prófað að gera ekki þessa kröfu og sá eftir því, því að þegar þú ferð að meta umsækjendur þá er ómögulegt að meta reynslu fólks út frá örstuttri lýsingu á hlutlausann málefnalegan hátt gagnvart gráðu tengdri starfssviðinu.

Þannig að það er betra að vera bara heiðarlegur með þetta strax í auglýsingunni.
Síðast breytt af rapport á Fim 08. Sep 2022 21:12, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf ZiRiuS » Fös 09. Sep 2022 22:24

rapport skrifaði:Krafan um háskólanám snýr að því að það staðfestir að viðkomandi getur skrifað skýrslur, álit og staðið fyrir máli sínu með góðum almennum útskýringum.


Það er alveg jafn mikið af vitleysingjum með háskólagráðu sem kunna ekkert að skrifa skýrslur, álit og staðið fyrir máli sínu með góðum almennum útskýringum og aðilum ekki með háskólagráðu sem kunna það mjög vel. Svoleiðis lærist mikið með reynslunni.

En hvað veit ég, ég er ekki með háskólagráðu og er illskiljanlegur á skriflegu formi :woozy



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Tengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf appel » Fös 09. Sep 2022 22:57

Systir mín er með masters gráðu í lögfræði, en ég þarf samt enn að hjálpa henni að búa til CV/resume þó hún sé orðin 40 ára.

Hvað á maður að segja við svona, 5 ára háskólanámi og viðkomandi er svo léleg í öllu að geta ekki sótt um starf án hjálpar.


*-*


codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf codemasterbleep » Fös 09. Sep 2022 23:17

ZiRiuS skrifaði:
rapport skrifaði:Krafan um háskólanám snýr að því að það staðfestir að viðkomandi getur skrifað skýrslur, álit og staðið fyrir máli sínu með góðum almennum útskýringum.


Það er alveg jafn mikið af vitleysingjum með háskólagráðu sem kunna ekkert að skrifa skýrslur, álit og staðið fyrir máli sínu með góðum almennum útskýringum og aðilum ekki með háskólagráðu sem kunna það mjög vel. Svoleiðis lærist mikið með reynslunni.

En hvað veit ég, ég er ekki með háskólagráðu og er illskiljanlegur á skriflegu formi :woozy


Það er ágætis árangur að geta farið í gegnum 3ja til 5 ára háskólanám þar sem viðkomandi þurfti líklegast að skila tugum ritgerða en vera samt algerlega ófær um að skrifa skýrslur.

Það er jafnvel ennþá merkilegra að þarna úti í samfélaginu sé stór hópur fólks sem fór ekki þá leið að fá neina einustu æfingu í að skrifa skýrslur en er samt bara frábært í að skrifa skýrslur.

Það sem ég er að reyna að segja. Kæri Zirius, þú ert búinn að fá nóg í kvöld. Sjáumst aftur á morgun þegar það er runnið af þér.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf rapport » Fös 09. Sep 2022 23:45

ZiRiuS skrifaði:
rapport skrifaði:Krafan um háskólanám snýr að því að það staðfestir að viðkomandi getur skrifað skýrslur, álit og staðið fyrir máli sínu með góðum almennum útskýringum.


Það er alveg jafn mikið af vitleysingjum með háskólagráðu sem kunna ekkert að skrifa skýrslur, álit og staðið fyrir máli sínu með góðum almennum útskýringum og aðilum ekki með háskólagráðu sem kunna það mjög vel. Svoleiðis lærist mikið með reynslunni.

En hvað veit ég, ég er ekki með háskólagráðu og er illskiljanlegur á skriflegu formi :woozy


Það verða alveg örugglega ekki allir umsækjendur teknir í viðtal.

Processinn er venjulega að byrja á að kanna hvort að skilyrðum sé mætt, menntun og reynsla.

Kynningabréf eru persónulegri og geta kveikt áhuga HR og þess sem er að ráða s.s. ef fólk er ekki nákvæmlega spot on í reynslu eða með menntun sem er viðeigandi en ekki í nákvæmlega réttu fagi (annað hvort þarf samt að vera spot on).

Það tekur alveg á taugarnar að finna góðan kandídat því að ef það tekst ekki og maður fer í gegnum allt ferlið og ræður einhvern sem passar svo illa í teymið, stendur sig illa og hættir eftir hálft ár þá... er það segir það í raun meira um þann sem var að ráða en þann sem var ráðinn.

Það er ekki góð tilfinning að gera slík mistök og manni finnst maður hafa gert viðkomandi mikinn óleik

Stundum er fólk líka með pokerface í viðtölum og flott CV en er ekki gott starfsfólk og stoppar stutt... (t.d. ef það fær of mikla hjálp frá vinum og fjölskyldu og er ráðið út á hæfni sem það reynist svo ekki hafa)


Ég hef ekki deitað á þessari öld, en held að þetta sé mjög sambærilegt... Alfreð er bara dating app fyrir fagfólk að tengjast og vinna saman.

Stundum er chemistry og voða gaman, stundum er neisti og fólk reynir... stundum tekst að kveikja eld, stundum ekki... og stundum er sambandið bara dauðadæmt frá upphafi.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf ZiRiuS » Lau 10. Sep 2022 00:02

codemasterbleep skrifaði:Það sem ég er að reyna að segja. Kæri Zirius, þú ert búinn að fá nóg í kvöld. Sjáumst aftur á morgun þegar það er runnið af þér.


Ég vildi óska að ég væri fullur í svona samræðum ;)



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf ZiRiuS » Lau 10. Sep 2022 00:07

rapport skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:
rapport skrifaði:Krafan um háskólanám snýr að því að það staðfestir að viðkomandi getur skrifað skýrslur, álit og staðið fyrir máli sínu með góðum almennum útskýringum.


Það er alveg jafn mikið af vitleysingjum með háskólagráðu sem kunna ekkert að skrifa skýrslur, álit og staðið fyrir máli sínu með góðum almennum útskýringum og aðilum ekki með háskólagráðu sem kunna það mjög vel. Svoleiðis lærist mikið með reynslunni.

En hvað veit ég, ég er ekki með háskólagráðu og er illskiljanlegur á skriflegu formi :woozy


Það verða alveg örugglega ekki allir umsækjendur teknir í viðtal.

Processinn er venjulega að byrja á að kanna hvort að skilyrðum sé mætt, menntun og reynsla.

Kynningabréf eru persónulegri og geta kveikt áhuga HR og þess sem er að ráða s.s. ef fólk er ekki nákvæmlega spot on í reynslu eða með menntun sem er viðeigandi en ekki í nákvæmlega réttu fagi (annað hvort þarf samt að vera spot on).

Það tekur alveg á taugarnar að finna góðan kandídat því að ef það tekst ekki og maður fer í gegnum allt ferlið og ræður einhvern sem passar svo illa í teymið, stendur sig illa og hættir eftir hálft ár þá... er það segir það í raun meira um þann sem var að ráða en þann sem var ráðinn.

Það er ekki góð tilfinning að gera slík mistök og manni finnst maður hafa gert viðkomandi mikinn óleik

Stundum er fólk líka með pokerface í viðtölum og flott CV en er ekki gott starfsfólk og stoppar stutt... (t.d. ef það fær of mikla hjálp frá vinum og fjölskyldu og er ráðið út á hæfni sem það reynist svo ekki hafa)


Ég hef ekki deitað á þessari öld, en held að þetta sé mjög sambærilegt... Alfreð er bara dating app fyrir fagfólk að tengjast og vinna saman.

Stundum er chemistry og voða gaman, stundum er neisti og fólk reynir... stundum tekst að kveikja eld, stundum ekki... og stundum er sambandið bara dauðadæmt frá upphafi.


Ég hef örlitla reynslu af ráðningum, ég er samt laaaaangt í frá að líka mér við HR hjá RVK haha, en fyrir mér er Alfreð og CV hjálpartól, stundum skima ég bara yfir CV-ið og mér dettur ekki í hug að hringja í meðmælendur. Fyrir mig skiptir viðtalið og "reynslulausnin" mestu. Maður er ansi fljótur að átta sig á því hvort viðkomandi passi eða ekki.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Tengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf appel » Lau 10. Sep 2022 00:57

Sýnist vera búið að loka öllum þessum síðum (búið að ráða í öll störfin), þannig að líklega má bara loka þessum þræði.


*-*

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 458
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf daremo » Lau 10. Sep 2022 04:03

Fyndin umræða hérna um háskólamenntun.
Þegar kemur að hæfni starfsfólks í tölvugeiranum finnst mér ómenntaða fólkið alltaf skara framúr. Það er eins og háskólamenntaða fólkið kann bara einhverja drag- og drop forritun og hefur ekkert rosalegan áhuga á starfinu sínu.

Þetta á auðvitað ekki á við um alla, en þetta er það sem ég hef tekið eftir með 20 ára reynslu úr faginu. Þau sem voru menntuð í HÍ hafa svo talsvert meiri þekkingu en þau sem fengu menntun frá HR.. Þið sem voruð í HR.. Hvað voruð þið eiginlega að gera í skólanum? Þið fylgdust greinilega ekki með í tímum.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf rapport » Lau 10. Sep 2022 18:39

appel skrifaði:Sýnist vera búið að loka öllum þessum síðum (búið að ráða í öll störfin), þannig að líklega má bara loka þessum þræði.


Ekki eitt mest spennó jobbið...



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf rapport » Lau 10. Sep 2022 18:43

daremo skrifaði:Fyndin umræða hérna um háskólamenntun.
Þegar kemur að hæfni starfsfólks í tölvugeiranum finnst mér ómenntaða fólkið alltaf skara framúr. Það er eins og háskólamenntaða fólkið kann bara einhverja drag- og drop forritun og hefur ekkert rosalegan áhuga á starfinu sínu.

Þetta á auðvitað ekki á við um alla, en þetta er það sem ég hef tekið eftir með 20 ára reynslu úr faginu. Þau sem voru menntuð í HÍ hafa svo talsvert meiri þekkingu en þau sem fengu menntun frá HR.. Þið sem voruð í HR.. Hvað voruð þið eiginlega að gera í skólanum? Þið fylgdust greinilega ekki með í tímum.


Ekkert af þessum störfum mundi njóta þess að fá góðan forritara til starfa.

Þarna þarf einhvern sem getur skilið létta rekstrarhagfræði, hefur leiðtogahæfni, vott af viðskiptalögfræði og skilur samspil fólks ferla og tækni m.ö.o enterprise arkitekta þangagang.

Aðal atriðið er að vinna vel með heildinni og sjá stóru myndina, alls ekki fara rýna í kóðann.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf rapport » Lau 10. Sep 2022 18:44

Nýtt starf dottið inn og nú er það tæknilegra https://jobs.50skills.com/reykjavik/is/ ... rtment=597



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: UT störf hjá Reykjavíkurborg

Pósturaf rapport » Sun 05. Feb 2023 17:44

https://jobs.50skills.com/reykjavik/is?department=597
Screenshot_20230205_174242_Chrome.jpg
Screenshot_20230205_174242_Chrome.jpg (167.69 KiB) Skoðað 1834 sinnum