Pabbi reynir sitt besta

Allt utan efnis

Höfundur
Eldvorp
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 04. Sep 2017 20:10
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf Eldvorp » Mán 12. Sep 2022 21:31

Ég lofaði tölvum á drengina mína fyrir jólin.
Þeir eru að verða 9 og 10ára.

Þeir hafa spilað soldið með pabba sínum á PC en annars bara console.

Hvorki ég né drengirnir erum vissir hvort þetta ættu að vera fartölvur eða desktop.

Þeir eru að spila Fortnight o.fl

Ég þótti einu sinni kúl með 1070 kort en það segir kannski til um hversu lengi ég er búinn að vera "out of the game".

Fyrir pabba sem er á budget, eru þið með einhverjar tillögur að vélum?



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 458
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf daremo » Mán 12. Sep 2022 22:50

Skv vefsíðu Epic Games (sem bjó til Fortnite) þarf afskaplega lítið afl til að keyra þennan leik.

Þú getur keypt nánast hvað sem er.. Laptop eða turntölvu, svo lengi sem það er AMD eða Nvidia skjákort. Innbyggð Intel skjákort duga því miður skammt fyrir leiki.

Ódýrustu turntölvupakkarnir á t.d. att.is, computer.is eða kisildalur.is ættu að duga.

Svo fer þetta bara eftir því hversu miklir pabbastrákar þeir eru og hve miklu þú vilt eyða í þá..
Dýrari tölvur = betra performance í leikjum og betri pabbi :-k
Síðast breytt af daremo á Mán 12. Sep 2022 22:53, breytt samtals 2 sinnum.




Mossi__
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 292
Staða: Tengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf Mossi__ » Mán 12. Sep 2022 22:53

Skvo.

Þegar þú segir budget.. á hvað erum við að horfa samanlagt?




Höfundur
Eldvorp
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 04. Sep 2017 20:10
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf Eldvorp » Mán 12. Sep 2022 23:40

Budget... ég veit ekki hverju ég á að ljúga að sjálfum mér. 150-200k.kr

Ég mætti standa betur fjárhagslega, eins og margir aðrir pabbar.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1750
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf blitz » Þri 13. Sep 2022 08:24

Þú ættir að geta nælt þér í hörkufína vél ef þú fylgist með notuðum vélum hérna á sölusíðunum fyrir 150-200k.


PS4

Skjámynd

TheVikingBear
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Lau 01. Maí 2021 08:58
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf TheVikingBear » Þri 13. Sep 2022 10:41

Er verið að ræða 150-200k fyrir 2 vélar saman eða fyrir sitthvora vélina ?


X570 PG Velocita - AMD Ryzen™ 9 3900X - GeForce RTX™ 3070 GamingPro - G.SKILL Ripjaws V Series 32GB (4 x 8GB) DDR4 3200 - Xigmatek Hera 850W Gold - Bequiet! Dark Rock Pro4 - 1TB Samsung 980 Pro m.2 Nvme - 2x4TB Toshiba N300 - 2TB Crucial MX500 SSD

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf appel » Þri 13. Sep 2022 10:54

Sýnist budget fyrir tvær vélar.


*-*


Höfundur
Eldvorp
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 04. Sep 2017 20:10
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf Eldvorp » Þri 13. Sep 2022 14:39

Já afsakið, það er því miður magurt budget fyrir tvær vélar. Þakka ykkur.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2235
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 370
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf Moldvarpan » Þri 13. Sep 2022 15:10

Þá er bara eitt í stöðunni, kaupa notað af vaktinni.
Koma reglulega fínar leikjavélar á ca 100k



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf appel » Þri 13. Sep 2022 15:24

Jamm, færð aldrei neitt ásættanlegt nýtt.

Hérna er dæmi um PC vél sem matchar budgetið, en er því miður seld:
viewtopic.php?f=11&t=92124

Reyndu bara að fylgjast vel með hérna.


*-*

Skjámynd

TheVikingBear
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Lau 01. Maí 2021 08:58
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf TheVikingBear » Þri 13. Sep 2022 16:04

Eldvorp skrifaði:Já afsakið, það er því miður magurt budget fyrir tvær vélar. Þakka ykkur.


Sendu mér PM skal skoða hvort ég finni eitthvað nothæft fyrir þig :)


X570 PG Velocita - AMD Ryzen™ 9 3900X - GeForce RTX™ 3070 GamingPro - G.SKILL Ripjaws V Series 32GB (4 x 8GB) DDR4 3200 - Xigmatek Hera 850W Gold - Bequiet! Dark Rock Pro4 - 1TB Samsung 980 Pro m.2 Nvme - 2x4TB Toshiba N300 - 2TB Crucial MX500 SSD

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf rapport » Mið 14. Sep 2022 12:39

Dóttir mín er með PS4 og spilar Fortnite nokkuð easy, er með heyrnatól og maður komst fljótt að því hversu kjaftfort kvikindið var eftir að hún fékk vélina. Hef án djóks farið inn til hennar og sagt henni að tala ekki svona við vini sína eða fólk almennt.

Eitt er að kaupa tölvuna svo er það lvl.2 að gera þetta skemmtilegt fyrir krakkana.

Kaupa leikjaheyrnatól (tengd við fjarstýringuna í PS4) + Auka fjarstýringar, hleðsludokku og Playstation áskrift til að komast í að spila online.

Svo fékk hún 32" Android TV inn í herbergið og þá var allt í einu herbergið líka meira notað með vinum til að chilla, Netflix, Disney+ ofl. sem er svo auðvelt í Android TV

Fyrir þetta budget er hægt að græja 2x tv og PS4 eða 1x PS5 og þá stærra TV.




Höfundur
Eldvorp
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 04. Sep 2017 20:10
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf Eldvorp » Mið 14. Sep 2022 18:51

Jà, mig langar bara að koma strákunum inn í PC frekar. Fyrir mig er PS er ekki ósvipað og skyndibiti, með PC langar mig að halda að ég geti kennt þeim hugtök í matreiðslu. Annars getur verið að það sé rangt.

Þeir hafa bara sýnt PC mikinn áhuga upp á síðkastið og mig langar að rækta það meðan tækifæri gefst. Rækta nýja kynslóð af PC peyjum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf rapport » Mið 14. Sep 2022 19:31

Eldvorp skrifaði:Jà, mig langar bara að koma strákunum inn í PC frekar. Fyrir mig er PS er ekki ósvipað og skyndibiti, með PC langar mig að halda að ég geti kennt þeim hugtök í matreiðslu. Annars getur verið að það sé rangt.

Þeir hafa bara sýnt PC mikinn áhuga upp á síðkastið og mig langar að rækta það meðan tækifæri gefst. Rækta nýja kynslóð af PC peyjum.


Það er líka flott sjónarmið og flott project.

En er þá ekki betra að þetta séu borðtölvur sem hægt er að upgade-a en ekki lappar sem úreldast bara?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf appel » Mið 14. Sep 2022 20:20

Getur líka verið sniðugt að sýna þeim innviði tölvunnar, taka eitthvað virkandi hræ í sundur og setja aftur saman. Segja þeim að farsímar og þvíumlíkt virki alveg eins, er bara smærra.
Síðast breytt af appel á Mið 14. Sep 2022 20:21, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Höfundur
Eldvorp
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 04. Sep 2017 20:10
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf Eldvorp » Mið 14. Sep 2022 20:23

Já ætla einmitt að byrja á því, til að fá þá til að pæla í íhlutunum og heildinni.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2235
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 370
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf Moldvarpan » Mið 14. Sep 2022 21:03

Þetta væri þá t.d. fín byrjun fyrir þá að fikta.

https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=92171



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 710
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 38
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf gRIMwORLD » Mið 14. Sep 2022 22:33

Er sjálfur með einn 11 ára sem er með eldheitan áhuga á Fortnite og Roblox og vill alltaf að pabbi gamli kenni sér og komi sér inni í allt sem viðkemur tölvum. Setti td saman gamla vél frá 2004-5 með honum um daginn og það fannst honum geggjað í ca 15 mínútur haha.
Með console gaming er auðveldara að halda aftur af honum og leyfa honum að njóta, þegar hann kemst í PC byrjar suðið um að komast á Discord og vilja streama á Youtube og Twitch ofl, það er bara scary tilhugsun hahaha.
Gangi þér vel með þetta hvernig sem þetta leysist


IBM PS/2 8086

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1559
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Pabbi reynir sitt besta

Pósturaf audiophile » Mið 14. Sep 2022 22:37

Flott framtak hjá þér . Er einmitt að setja saman fyrir guttann minn sem er 11ára og það verður i7 4770, 8gb og 1080 kort. Ætlaði að láta 1060 eða 1070 duga en fann engin þegar ég var að leita. Ætti að duga fyrir Roblox og Minecraft og kostaði mig um 50þ. Fékk allt notað hér á Vaktinni.


Have spacesuit. Will travel.