rapport skrifaði:Þetta stríð er hugsanlega bara eitt stórt forritunarverkefni, Pútín er að tryggja að Rússar muni alltaf útiloka samvinnu og samstarf við Vesturlönd.
Því það var farið að skapa velsæld og ánægju í Rússlandi.
Þegar almenningur gat hætt að hafa áhyggjur af því hvaðan næsta máltíð kæmi og hvort það gæti haldið heimili... þá fór fólk að hugsa um aðstæður sínar og pólitík... og það hugnaðist honum ekki.
Spurningin er hvort það verði á annað borð aftur snúið fyrir Pútín.
Getur hann kúgað þjóð sína svo mikið að það gleymi vestrænni velsæld og ánægju og steypi honum ekki af stóli?
Það er auðvelt fyrir stjórnvöld í N-Kóreu, því þeirra almúgi veit ekki hvað það fer á mis við.
Rússar gera það hins vegar.