Síða 1 af 1

Redmi 9at

Sent: Lau 22. Okt 2022 17:04
af Nördaklessa
Einhver með reynslusögur af Redmi 9at? Hann kostar bara 20k, what's the catch? :-k

Re: Redmi 9at

Sent: Lau 22. Okt 2022 17:22
af Brimklo
Ég hef átt nokkra Redmi síma í gegnum árin en ástæðan fyrir því að þeir eru ódýrir er bara því Xiaomi notar ódýra hluti og ódýrt vinnuafl til að setja þá saman og eyða engum pening í að auglýsa símana.

Re: Redmi 9at

Sent: Lau 22. Okt 2022 19:19
af codemasterbleep
Er þessi sími ekki uppseldur hjá MI búðinni?

2020 módel væntanlega.

2gb vinnsluminni og 32gb innbyggt minni.

Hvað ertu að fá fyrir 25-30k í dag?

3/4 gb vinnsluminni og 32/64 innbyggt minni.

20k fyrir Redmi 9AT er ekkert stórkostlegt.

Re: Redmi 9at

Sent: Lau 22. Okt 2022 22:26
af Uncredible
Nördaklessa skrifaði:Einhver með reynslusögur af Redmi 9at? Hann kostar bara 20k, what's the catch? :-k


Ég er með hann sem vinnusíma, hann er MJÖG hægur samanborið við tildæmis bara Samsung S7. Allt í þessum síma er hægt ætlar að hringja í einhvern það tekur alveg 2-3 sekúndur að opna Phone og fara í Contacts.

Batterý er mjög gott, nota hann aðalega bara til að hringja í fólk og taka á móti símtölum og svo annað slagið sem hot spot.
Getur oft farið nokkra daga án þess að hlaða hann, en það tekur mjög langan tíma að hlaða hann.

Myndavélin er ekki sérstök, en dugar til að taka myndir af texta eða einhverju þannig.

Hljóðið finnst mér mjög lágt.

Ég myndi aldrei mæla með þessum síma sem main síma.

Re: Redmi 9at

Sent: Lau 22. Okt 2022 23:15
af Henjo
Hann mun vera mjög hægur, 2gb RAM er alltof lítið. Fékk mér ódýran Nokia síma fyrir svona tveimur árum með svipaða speca og hélt að það væri nóg því gamli Android síminn minn var svipaður (en var að runna eldri útgáfu af android) og virkaði fínt. Stór mistök, mjög hægur og leiðilegur. Betra að eyða nokkrum auka þúsundköllum og fengið þér síma sem þú getur actually notað almennilega.

Og já, ódýr Redmi. Það munu vera auglýsingar og bloatware/spyware og allskonar.

Gangi þér vel.

Re: Redmi 9at

Sent: Sun 23. Okt 2022 00:01
af Skaz
Erum með nokkra svona sem vinnusíma.
Þeir virka. En ekki gera þér vonir um mikið meira.

Re: Redmi 9at

Sent: Sun 23. Okt 2022 09:17
af Nördaklessa
Uncredible skrifaði:
Nördaklessa skrifaði:Einhver með reynslusögur af Redmi 9at? Hann kostar bara 20k, what's the catch? :-k


Ég er með hann sem vinnusíma, hann er MJÖG hægur samanborið við tildæmis bara Samsung S7. Allt í þessum síma er hægt ætlar að hringja í einhvern það tekur alveg 2-3 sekúndur að opna Phone og fara í Contacts.

Batterý er mjög gott, nota hann aðalega bara til að hringja í fólk og taka á móti símtölum og svo annað slagið sem hot spot.
Getur oft farið nokkra daga án þess að hlaða hann, en það tekur mjög langan tíma að hlaða hann.

Myndavélin er ekki sérstök, en dugar til að taka myndir af texta eða einhverju þannig.

Hljóðið finnst mér mjög lágt.

Ég myndi aldrei mæla með þessum síma sem main síma.


ok okey, takk fyrir svörin strákar. Tek Galaxy A22 5G i staðinn :happy

Re: Redmi 9at

Sent: Fim 10. Nóv 2022 16:20
af netkaffi
Ég tók nú nokkrar góðar myndir á Redmi 6A gamla.