Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Allt utan efnis

Höfundur
Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf Tbot » Þri 01. Nóv 2022 20:12

Þetta eru rosalegar tölur um hallarekstur.

15,3 milljarðar.

Verður minni vegna "arðráns á Orkuveitunni", búið að gefa út að álagningarprósentan verður sú sama á fasteignagjöldum, þannig að það verður 20% hækkun á þeim á næsta ári.

Þannig að það á að skattpína borgarana áfram.

Er ekki rétt að ráða fleiri í verkefnið stafræn Reykjavík.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6419
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 280
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf gnarr » Þri 01. Nóv 2022 20:19

það er svona að reyna að reka alltof stórt og úr sér gengið gatnakerfi. Kostar fáránlegan pening.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf appel » Þri 01. Nóv 2022 21:09

gnarr skrifaði:það er svona að reyna að reka alltof stórt og úr sér gengið gatnakerfi. Kostar fáránlegan pening.


Já, það er dýrt að nota eitthvað handónýtt malbik sem ekkert endist, það er dýr framkvæmd að þrengja götur. í raun hefur reykjavíkurborg eytt meira fjármagni í framkvæmdir sem hafa þann tilgang að torvelda umferð frekar en að greiða fyrir umferð.


*-*

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf hagur » Þri 01. Nóv 2022 21:14

Reksturinn á þessu virðist vera botnlaus hít. Starfsmönnum fjölgað um hvað, 20 prósent á síðustu 4 árum, þrátt fyrir að vera þegar lang fjölmennasti vinnustaður landsins. Hvað er allt þetta fólk að gera? Það þarf ÆRLEGA tiltekt þarna.



Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf GullMoli » Þri 01. Nóv 2022 21:50

Hef unnið hjá borginni og þekki fólk sem hefur unnið annarsstaðar hjá borginni. Sumir þessara vinnustaða (þar á meðal þar sem ég vann áður sem sumarstarfsmaður) eru að vissu leiti góðgerðarstarssemi hvað varðar hluta starfsfólks. Það fólk mætir í vinnu en sinnir henni að svo miklu lágmarki að það gæti allt eins unnið 10-20% starf, án afleiðinga. Bæði undir og yfirmenn.

Það er ekki bara Landspítalinn sem þarf tiltekt..
Síðast breytt af GullMoli á Þri 01. Nóv 2022 21:50, breytt samtals 1 sinni.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf codemasterbleep » Þri 01. Nóv 2022 22:16

Hverfastöðvarnar fá úthlutað x fjárhæð á ári. Ef hverfastöð á ónýtt fjármagn í lok fjárhagsárs og nýtir það ekki þá sker borgin niður sem því nemur hjá hverfastöðinni á næsta ári.

Niðurstaða: Hverfastöðvar fara að eyða í tóma vitleysu í lok hvers fjárhagsárs.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf GuðjónR » Þri 01. Nóv 2022 22:33

Og það er ekki byrjað á Borgarlínunni, þá fyrst förum við að sjá rauðar tölur :happy



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2697
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf SolidFeather » Þri 01. Nóv 2022 22:40

Daguuuuur, strákskratti!!!



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf worghal » Þri 01. Nóv 2022 23:48

þetta er allt í lagi, fasteignamatið hækkar um 20% og þar með skattarnir á íbúa borgarinnar og lagar þetta :fly :guy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 974
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 365
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf Templar » Mið 02. Nóv 2022 05:26

Reykvíkingar vilja háa skatta á sig, lítið framboð af húsnæði og hátt verð á því, vilja umferðarteppur og skítugar götur.
Ég er ekki að hæðast því einn verður að draga þessa ályktun því þeir flokkar sem hafa dregið borgina í svaðið og ollið hæstu fasteignasköttum og verðum í sögu landsins eru kosnir aftur og aftur því þú veist Sjálfstæðisflokkurinn er bara bófar því að DV og RÚV sagði það og kannski er einhver ríkur í flokknum og það má auðvitað ekki og því ætla ég að kjósa sameiginlega eymd út af því. #OpenBorders #NógTIl


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1355
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf nidur » Mið 02. Nóv 2022 09:10

Sammála seinasta ræðumanni, þetta ástand er ekkert nýtt og hefur verið augljóst í mörg mörg ár.

Glaður er ég að borga ekki lengur í reykjavík.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf russi » Mið 02. Nóv 2022 13:01

Nú hef ég þurft að eiga í samskiptum við nokkur svið Reykjavikurborgar sem verktaki.
Það sem er voðalega pirrandi er þar er ótrúlega mikil ákvörðunarfælni í gangi um setja af stað þau verk sem þau eru að biðja um. Það þarf stöugt að hugsa máli, fá nýja upplýsingar(sem eru alltaf í grunninn þær sömu og upphaflega), benda á hinn og sá bendir á annan og koll af kolli. Semsagt draga verkefni á langin og svo þarf að redda þessu alltaf á síðustu stundu.
Þetta er vægast sagt óþolandi, það slæma þarna er auðvitað að útseldir tímar verða fleirri fyrir vikið. RVKBorg fær semsagt hærri reikning en hefðu fengið ef þau væru ekki alltaf að dansa í kringum hlutina.
Þetta er meira segja orðið þannig að maður er liggur við hættur að nenna þeim.

Maður spyr sig bara, er þetta ekki bara léleg stjórnsýsla og að sama skapi er bara of mikið af fólki þarna á skrifstofum borgarinar fyrst það bendir hingað og þangað með tilheyrandi kostnaði



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf rapport » Mið 02. Nóv 2022 18:36

Er starfandi hjá Reykjavíkurborg í UT...

Bókhaldið er nánast LIVE:

Aðalsjóður - https://qlikqap.reykjavik.is/extensions ... jorV2.html

Eignasjóður - https://qlikqap.reykjavik.is/extensions ... jodur.html

Rekstrarútgjöld borgarinnar (í Aðalsjóð) fyrstu tvo ársfjórðunga voru tæpir 90 milljarðar, 37,1 skólar og 23,6 milljarðar velferðarmál (félagsþjónustan, sambýli, hjúkrunarheimili, Barnavernd ofl)... Umhverfi og skipulag (gatnakerfi, bílastæðasj. og umhirða borgarlands o.þ.h. ) 8,8 milljarðar.

ÞON = Borgarskjalasafn, Stafræn Reykjavík, allur UT rekstur, Þjónustuhönnun, þjónustuver og rekstur stjórnsýsluhúsa (2,5 milljarðar)

Þessi halli - 15,3 milljarðar eru miklar fjárhæðir og það er byrjað að ráðast í niðurskurð.


Borgin er í vandræðum, það kallar á auknar auðlindir "að breytast og þróast" þó að það sé tímabundið eða kalli á að störf hreyfist til.

Hvað þarf t.d. marga kennara til að kenna 15.000 grunnskólabörnum í næstum 40 skólum?

Hvað þarf marga leikskólakennara til að kenna 4.000 leikskólabörnum í yfir 70 leikskólum?

Hvað þarf borgin marga stöðumælaverði?

Hvað þarf borgin marga frístundarráðgjafa til að manna 35 félagsmiðstöðvar?

Hvað með 8 sundlaugar, tvö hjúkrunarheimili, nokkur gistiskýli, fjórar þjónustumiðstöðvar (verið fækkað), átta sundlaugar og um 100 sambýli (gæti verið að íkja hér).

(Gleymdi öllum söfnunum... og stjórnsýslunni, íbúaráðum, borgarstjórn ofl. ofl.)


https://reykjavik.is/stadir

Reykjavíkurborg er að gera helvíti magnaða hluti við í sinni stafrænu vegferð og ýmsum hagræðingarverkefnum sem kalla á smá tilkostnað í upphafi.

Auðvelt að sjá kynningar á stafrænum verkefnum í fundargerðum stafræns ráðs sem tók til starfa í kjölfar seinustu kosninga => https://reykjavik.is/fundargerdir?combi ... t_id=28040

Þá er hérna á þessum fundi sér liður þar sem rætt er í brogarstjórn um bruðl í stafrænni umbreytingu (https://www.youtube.com/watch?v=Wa932PpOT6g) sem var í raun bara bruðl á tíma borgarstjórnar.


Rekstur borgarinnar er á margan hátt umfangsmeiri en rekstur stjórnsýslu ríkisins.

Hjá ríkinu hefur fjöldi stöðugilda aukist um 3.000 frá 2020, úr 16.613 í 19.660 skv. https://gogn.fjr.is/Report/EmbedReport/ ... 084722c34c

Meðal heildarlaun hjá ríkinur eru í dag 956þ. (893þ. KvK og 1.030þ. KK) og ég þori að fullyrða að borgin er ekki nálægt þessum meðaltölum.

Borgin er í raun með um vel innan við 100 starfsmenn sem sjá um þjónustu, rekstur og þróun alls tölvuumhverfisins (400 starfsstaðir, 20þ. tæki, 200 lén/vefir)

Ríkið er með yfir 400 starfsmenn fyrir miklu umfangsminni starfsemi.

En shit hvað ég skrifaði alltof mikið.... er anskoti pirraður á þessari umræði og afleiðingunum...




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf arons4 » Mið 02. Nóv 2022 19:20

Spurning að byggja leik og grunnskóla sem eru ekki einnota sökum myglu :guy




Höfundur
Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf Tbot » Mið 02. Nóv 2022 20:43

Búinn að bíða eftir commenti frá rapport, um að það sé allt svo flott hjá Reykjavíkurborg.

Vandamálið er að það er ekki í lagi, frekar er hægt að segja að það sé veruleikafyrring í gangi.

Hvernig væri að byrja að hreinsa út í yfirstjórninni og þar undir, t.d. fækka um nokkra kynjafræðinga og fleiri í setuliðinu.



Skjámynd

Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 974
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 365
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf Templar » Mið 02. Nóv 2022 21:24

Reykjavík var með sérstakt mannréttindaráð og þar störfuðu 16 kynja- og mannfræðingar fyrir nokkrum árum, örugglega fleiri núna, þú þarft ekkert minna í einu friðsælasta landi í heimi og til hvers að láta þar til bær yfirvöld eins og t.d. dómstóla um málin þegar þú getur spreðað milljarði í einka mannréttindaráð til að setja út facebook færslur og gefa út bæklinga sem engin les því þú ert svo góður og woke. Bara eitt af grilljón dæmum um þessa botnlausu hýt og sóun sem þarna þrífst og þetta kjósa borgarbúar.
Ekki langt síðan Sigga Lóa skrifaði grein um hvernig RVK borg væri að borga með ferðamönnum í bænum, þetta er eins og í bíómyndinni Idiocracy bókstaflega, því minna sem þú veist en því meira sem þú getur blaðrað um ekki neitt svo lengi sem það séu woke punktar og leikið eitthvað hlutverk þá kemstu langt.
Það er ekki einu sinni byrjað á yfir strætó kerfinu sem menn kalla borgarlínu, þetta er strætó folks og ekki langt síðan þessir snillingar ætluðu að leggja teina, já teina... Þú gætir ekki skáldað þetta rugl en þetta fólk fekk góða kosningu sem segir nú eitthvað um þéttbýlisfólkið.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 02. Nóv 2022 21:54

Áhugavert , það er verið að eyða hellings pening en samt tekur það mig rúmlega klukkutíma að fara í vinnuna í almenningssamgöngum í RVK sem það tekur mig 15 mín á einkabíl. Ég þurfti raunverulega að kaupa mér bíl þegar ég byrjaði í nýrri vinnu og hætta að taka strætó, áfram græna Reykjavíkurborg og heiðursfólkið sem ræður ríkjum á þessu sviði :lol:


Just do IT
  √


codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf codemasterbleep » Mið 02. Nóv 2022 22:40

Templar skrifaði:Reykjavík var með sérstakt mannréttindaráð og þar störfuðu 16 kynja- og mannfræðingar fyrir nokkrum árum, örugglega fleiri núna, þú þarft ekkert minna í einu friðsælasta landi í heimi og til hvers að láta þar til bær yfirvöld eins og t.d. dómstóla um málin þegar þú getur spreðað milljarði í einka mannréttindaráð til að setja út facebook færslur og gefa út bæklinga sem engin les því þú ert svo góður og woke.


Í dag heitir þetta líklegast Mannréttinda og lýðræðisskrifstofa (Reykjavíkurborgar)

Hverrar krónu virði.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf KristinnK » Fim 03. Nóv 2022 01:13

Ég vil svara fyrir okkur íbúa Reykjavíkursveitarfélags þar sem við sitjum hér undir fólskulegum ásökunum um að kjósa aftur þann meirihluta sem hefur með sínum illa ígrunduðum ákvörðunum leikið sveitarfélagið grátt.

Þáverandi meirihluti hefur fallið í báðum síðustu tvem kosningum.

Hins vegar hafa kjósendur verið sviknir í síðustu tvem kosningum. Ég er t.d. fullkomlega óhræddur við að fullyrða að meirihluti kjósenda Framsóknar, sem grundvölluðu kosningabaráttu sína á breytingum í stefnu sveitarfélagsins, vildu ekki samstarf við fallinn meirihlutann.


Intel Core i7-4770 | 2x8GB DDR3 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf ZiRiuS » Fim 03. Nóv 2022 11:04




Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf rapport » Fim 03. Nóv 2022 11:16

Tbot skrifaði:Búinn að bíða eftir commenti frá rapport, um að það sé allt svo flott hjá Reykjavíkurborg.


Ef að það væri allt flott þá værum við ekki að ströggla við að reyna koma breytingum í gegn.

Ef þú ferð yfir fundargerðir Stafræna ráðsins og skoðar t.d. https://fundur.reykjavik.is/sites/defau ... liti_0.pdf

Þá sést að borgin er með langan lista af aðgerður sem nauðsynlegt er að ráðast í til þess eins að troða marðvaðann í upplýsingaöryggi.


Varðandi mannréttindamál þá þarf að huga að þeim vel svo að borgarkerfið og þjónusta borgarinnar sé sannarlega aðgengilegt öllum sem þurfa en ekki bara einhverjum steríótýpum.

Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu flókið það er að vera foreldri fatlaðs eða þroskaskerts einstaklings sem verður 18 ára og hvaða ferli fara af stað til að þú getir fengið umboð til að tryggja viðkomandi áframhaldandi þjónustu ofl. ofl.

Mannréttindamálin smitast í fræðslu til starfsmanna um t.d. eineltismál, áreitni, framkomu ofl. ofl.

Borgin er líka eina sveitafélagið sem hefur bolmagn í ýmsa þróun og nýjungar sem eru copy/paste notaðar hjá öðrum sveitafélögum = borgin niðurgreiðir þjónustuþróun annarra.

Bara rúlla rólega í gegnum starfsstaðina - https://reykjavik.is/stadir

Og velta fyrir sér hversu fjölbreytt starfsemi borgarinnar er...




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf vesley » Fim 03. Nóv 2022 12:08

@rapport

Ekkert af þessu afsakar samt glórulausan halla í rekstri.
Rekstur sem ótalmargir hafa gagnrýnt harkalega og tekið fram að eignartilfærslur og bókhalds brask muni ekki vera hægt á hverju ári. Sem sést greinilega núna að blaðran er sprungin.

Þessi halli er að fara að bitna á leikskólastarfi,grunnskólum,félagsþjónustu,samgöngum,framkvæmdum og öllu öðru sem almennur borgari mun sjá og finna. Á sama tíma virðist vera erfitt fyrir meirihlutann að útskýra þessa rosalegu fjölgun starfsfólks borgarinnar.



Skjámynd

Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 974
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 365
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf Templar » Fim 03. Nóv 2022 12:14

Gott að vita og takk Rapport, spurning að við setjum upp bænarstaði líka í hverfisstöðunum fyrir andlegu málin og látum svo launin okkar renna líka beint til borgarinnar, fjölgum svo aðeins starfsmönnum sem munu svo skammta borgurunum peninga svo að þeir ráðstafi laununum sínum örugglega rétt, klára bara Alfa og Omega á þetta enda eiga frjálsir borgarar í Vestrænu lýðræðisríki ekki að þurfa taka mikla ábyrgð eða ákvarðanir, embættismenn eru auðvitað mun betri til þess. Svo ætti helst að heimafær þetta yfir á fyrirtækin í bænum líka, borgarbæða þau og umhverfisvæða í einu og sama högginu og þá er þetta fjölbreytt, margmenningarlegt og smitast allt af réttum boðskap frá hinu rétta mannréttindaráði og 0.01% þjóðarinnar fær forgang yfir hin 99.99% í flestum málaflokkum svo við erum örugglega nógu woke, gefa út aftur og betri bæklinga sem útskýra hvers vegna það má sína á sér háruga tillana og eistun fyrir framan lítil stúlkubörn þar sem þær fara í sturtu því við erum svo múltikúlti og svo að við tryggjum að við erum örugglega Woke og rétthugsandi allan sólarhringinn.
Áfram dagur.
Síðast breytt af Templar á Fim 03. Nóv 2022 12:14, breytt samtals 1 sinni.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf Baldurmar » Fim 03. Nóv 2022 14:18

Templar skrifaði:Gott að vita og takk Rapport, spurning að við setjum upp bænarstaði líka í hverfisstöðunum fyrir andlegu málin og látum svo launin okkar renna líka beint til borgarinnar, fjölgum svo aðeins starfsmönnum sem munu svo skammta borgurunum peninga svo að þeir ráðstafi laununum sínum örugglega rétt, klára bara Alfa og Omega á þetta enda eiga frjálsir borgarar í Vestrænu lýðræðisríki ekki að þurfa taka mikla ábyrgð eða ákvarðanir, embættismenn eru auðvitað mun betri til þess. Svo ætti helst að heimafær þetta yfir á fyrirtækin í bænum líka, borgarbæða þau og umhverfisvæða í einu og sama högginu og þá er þetta fjölbreytt, margmenningarlegt og smitast allt af réttum boðskap frá hinu rétta mannréttindaráði og 0.01% þjóðarinnar fær forgang yfir hin 99.99% í flestum málaflokkum svo við erum örugglega nógu woke, gefa út aftur og betri bæklinga sem útskýra hvers vegna það má sína á sér háruga tillana og eistun fyrir framan lítil stúlkubörn þar sem þær fara í sturtu því við erum svo múltikúlti og svo að við tryggjum að við erum örugglega Woke og rétthugsandi allan sólarhringinn.
Áfram dagur.


TLDR af þessum pósti:
:guy :baby :guy :baby :guy


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb


B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 03. Nóv 2022 14:27

Eru bara ekki langflest sveitarfélögin á kúpunni í dag? Nema kannski Garðabær og Seltjarnarnes af því að þau bjóða ekki upp á félagslega þjónustu heldur láta önnur sveitarfélög sjá um þau vandamál :-"