Festa reykskynjara án þess að bora?

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 557
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf falcon1 » Sun 06. Nóv 2022 15:51

Hvernig er best að festa reykskynjara upp í loftið án þess að þurfa að bora?



Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1985
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 263
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf einarhr » Sun 06. Nóv 2022 15:55

falcon1 skrifaði:Hvernig er best að festa reykskynjara upp í loftið án þess að þurfa að bora?

Gott Doubble Tape og passa sig að þrífa flötinn vel áður en að límt er


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 191
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf TheAdder » Sun 06. Nóv 2022 16:01

Ef botninn á þeim er flatur og með góðan límflöt, þá er hægt að reyna teppalím eða speglalím. Annars er límkítti möguleiki.
Ef líming nær að haldast, þá eru ágætis líkur að hún taki málningu með sér þegar á að taka þetta niður. Gæti mögulega verið minni viðgerð og minna mál að bora.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Ghost
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf Ghost » Sun 06. Nóv 2022 18:37

Ég nota bara gamla góða double teipið og smelli þeim upp. Hefur ekki klikkað hingað til.




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf Frussi » Sun 06. Nóv 2022 22:28

Ég hef notað límbyssu til að hengja upp allskonar hluti sem ég nenni ekki að bora fyrir, bara einusinni tekið málningu af þegar hluturinn var fjarlægður. Miklu betri festing þar sem flöturinn er ekki alveg sléttur


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5494
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf appel » Sun 06. Nóv 2022 22:36

Slökkviliðið hefur sagt að fólk eigi að festa reykskynjara vel, og ekki nota eitthvað kítti, límband eða álíka.
Keypti nýlega reykskynjara, og í leiðbeiningunum kom þetta einnig fram.

Það hlýtur að vera ástæða fyrir því.
Síðast breytt af appel á Sun 06. Nóv 2022 22:36, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

Ghost
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf Ghost » Sun 06. Nóv 2022 23:13

appel skrifaði:Slökkviliðið hefur sagt að fólk eigi að festa reykskynjara vel, og ekki nota eitthvað kítti, límband eða álíka.
Keypti nýlega reykskynjara, og í leiðbeiningunum kom þetta einnig fram.

Það hlýtur að vera ástæða fyrir því.


Ástæðan er sú að ef hann dettur niður þá er ekkert gagn af honum. Það er nógu djöfulli erfitt að ná mínum niður þegar ég þarf að skipta um batterí þannig ég hef ekki áhyggjur af því.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4967
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf jonsig » Mán 07. Nóv 2022 23:40

Festi mína bara með 4mm múrtöppum. Ekkert gagn af fölsku öryggi.




BO55
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf BO55 » Þri 08. Nóv 2022 00:56





Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 557
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf falcon1 » Þri 08. Nóv 2022 17:08

jonsig skrifaði:Festi mína bara með 4mm múrtöppum. Ekkert gagn af fölsku öryggi.

Er hitt ekki öruggt?




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 191
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf TheAdder » Þri 08. Nóv 2022 17:21

falcon1 skrifaði:
jonsig skrifaði:Festi mína bara með 4mm múrtöppum. Ekkert gagn af fölsku öryggi.

Er hitt ekki öruggt?

Límið er gjarnt að gefa sig, sérstaklega þegar hitnar aðeins, eins og í blábyrjun tiltekinna gerða af bruna.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5494
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf appel » Þri 08. Nóv 2022 18:12

Ghost skrifaði:
appel skrifaði:Slökkviliðið hefur sagt að fólk eigi að festa reykskynjara vel, og ekki nota eitthvað kítti, límband eða álíka.
Keypti nýlega reykskynjara, og í leiðbeiningunum kom þetta einnig fram.

Það hlýtur að vera ástæða fyrir því.


Ástæðan er sú að ef hann dettur niður þá er ekkert gagn af honum. Það er nógu djöfulli erfitt að ná mínum niður þegar ég þarf að skipta um batterí þannig ég hef ekki áhyggjur af því.

Þú getur keypt reykskynjara sem endast í 10 ár án þess að skipta um batterí. Hægt að fá þannig víða.


*-*


brynjarbergs
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Reputation: 54
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf brynjarbergs » Mið 09. Nóv 2022 09:27

appel skrifaði:
Ghost skrifaði:
appel skrifaði:Slökkviliðið hefur sagt að fólk eigi að festa reykskynjara vel, og ekki nota eitthvað kítti, límband eða álíka.
Keypti nýlega reykskynjara, og í leiðbeiningunum kom þetta einnig fram.

Það hlýtur að vera ástæða fyrir því.


Ástæðan er sú að ef hann dettur niður þá er ekkert gagn af honum. Það er nógu djöfulli erfitt að ná mínum niður þegar ég þarf að skipta um batterí þannig ég hef ekki áhyggjur af því.

Þú getur keypt reykskynjara sem endast í 10 ár án þess að skipta um batterí. Hægt að fá þannig víða.


Þeir endast meira að segja lengur. Þetta er bara "safe" uppgefinn tími endingar. :happy



Skjámynd

techseven
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Reputation: 9
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf techseven » Mið 09. Nóv 2022 15:04

Til hvers að skemma málninguna með lími? Ég nota UHU Patafix Deco, extra sterkt "kennaratyggjó". Algjör snilld fyrir svo margt.

Mynd

Fæst í sumum bókabúðum, t.d. í Mjódd


Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio

Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf Demon » Mið 09. Nóv 2022 18:56

Svo er bara hægt að bora hann upp. Er góð ástæða fyrir því að þú vilt ekki gera það?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4967
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf jonsig » Mið 09. Nóv 2022 19:11

falcon1 skrifaði:
jonsig skrifaði:Festi mína bara með 4mm múrtöppum. Ekkert gagn af fölsku öryggi.

Er hitt ekki öruggt?


Maður er ekkert að fíflast með öryggistæki. Það er alveg eins hægt að prenta bara út mynd af reykskynjara og líma í loftið.
Fólk sem er að ráðleggja þér að nota UHU lím eða eitthvað álika hafa ekki þekkinguna til að ráðleggja þér um þetta.

það er algerlega undir þér komið hvort þú látir skynsemina ráða og hugsa útí hvort nokkur 4mm göt séu ekki þess virði þegar þú ert að verja þig og þína. :popeyed




codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Festa reykskynjara án þess að bora?

Pósturaf codemasterbleep » Mið 09. Nóv 2022 19:39

Gætir líka haft reykskynjarann á gólfinu.

Þá kemurðu í veg fyrir að hann detti í gólfið ef að límið gefur sig vegna hita! :happy