Síða 1 af 1

Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Sun 20. Nóv 2022 23:06
af Stuffz
Botna ekki í hvað margir virðast halda að vera svartklæddur á rafmagnsfarartækjum í skammdeginu sé sniðugt.

EDIT: Einskorðast ekki við neina eina tímasetningu og/eða atburð, gagnrýnin er Almenns Eðlis, as in "Dress for the slide not the ride".

Mæli með svona fatnaði https://e-rides.com/store/protective-ge ... protector/

EDIT: Ofangreindur sýnileikafatnaður er jakki með innbyggðum axlar, olnboga, bak og brjóstkassa vörn, brjóstkassavörnin er sérstaklega hentug fyrir þá sem keyra á hlaupahjólum eða öðrum "stýristengdum hjólagræjum" sem maður getur dottið með brjóstkassann ofaná við fall.



EDIT:
Meira Sýnileiki/Vörn Varningur
https://shredlights.com/
https://www.brakefreetech.com/

ftr Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa
20. nóvember 2022.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 02:25
af Ghost
Flott fyrir þá sem eiga hlaupahjól en ekki séns að nokkur maður sem leigir af hopp eða hinum leigunum sé að fara í þetta. Nánast enginn sem notar hjálm á hlaupahjólunum heldur sem er mjög leiðinlegt að sjá.

Hef nokkrum sinnum lent í því að það komi einhver svífandi yfir gatnamót eða gangbraut og það er ekki einu sinni pælt í því hvort að það sé bíll að koma eða ekki.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 08:54
af Jón Ragnar
Best væri auðvitað að vera ekki keyrandi rútum hratt gegnum miðbæinn

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 09:44
af ekkert
Það skiptir máli að vera sýnilegur á ferðinni úti, alveg sama hvort maður sé gangandi, á hjóli, rafskútu eða í bíl. Rafskútur sem eru leigðar eða seldar hér eru með ljósabúnað bæði að framan og aftan þannig að litur á úlpu skiptir varla miklu máli.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 10:21
af Henjo
Það er auðvitað mikilvægt að vera sýnilegur, hvort sem þú ert gangandi, hjólandi eða á bíll.

Vill líka benda fólki sem keyrir á bílum að það er ekki í boði að fara yfir hámarkshraða eða keyra með glannalegum hætti, því miður þá á þetta við á um nánast alla ökumenn. Það liggur gífurleg ábyrgð, mun meiri að mínu mati en hjá þeim sem eru á rafhlaupahjólum, hjá fólki sem hefur þörf fyrir að keyra um á tveggja tonna ökutækjum.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 10:25
af appel
Það er búið að hamra á svona endurskinsmerkjum og fötum í margar kynslóðir, ekkert gengið. Það er ómögulegt að skikka fólk til að vera með svona, fólk klæðir sig bara einsog það vill.
Spurning hvort það þurfi bara ekki að setja í lög að svona hlaupahjól þurfi að vera með ákveðinn sýnileika. Það sé ekki nóg að vera bara með eitt lítið framljós, heldur þurfi að vera mörg ljós, á hliðum og svona, og ekki bara neðst. Jafnvel ljós til að lýsa upp ökumanninn, því það er aðeins ein lítið stöng (stýrið) sem stendur upp úr jörðinni og ef ökumaður er svartklæddur þá sést ekkert.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 10:37
af mikkimás
Jón Ragnar skrifaði:Best væri auðvitað að vera ekki keyrandi rútum hratt gegnum miðbæinn


Rann­sókn bana­slyss­ins sem varð í gær, hef­ur leitt í ljós að maður­inn sem lést virðist hafa ekið inn í hlið rút­unn­ar. 

Rút­an var ekki kyrr­stæð en þó á lít­illi ferð, að sögn Guðmund­ar Páls Jóns­son­ar, lög­reglu­full­trúa hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/11/20/virdist_hafa_ekid_inn_i_hlid_rutunnar/

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 10:46
af Tbot
Henjo skrifaði:Það er auðvitað mikilvægt að vera sýnilegur, hvort sem þú ert gangandi, hjólandi eða á bíll.

Vill líka benda fólki sem keyrir á bílum að það er ekki í boði að fara yfir hámarkshraða eða keyra með glannalegum hætti, því miður þá á þetta við á um nánast alla ökumenn. Það liggur gífurleg ábyrgð, mun meiri að mínu mati en hjá þeim sem eru á rafhlaupahjólum, hjá fólki sem hefur þörf fyrir að keyra um á tveggja tonna ökutækjum.


Það þurfa allir að sýna aðgát, en það virðist sem margir á rafmagnhlaupahjólum halda að þeir séu stykkfríir og þurfi ekki að fylgja neinum reglum.

Síðan er það eitt ruglið hjá borginni að setja hvíta steina í sumar hraðahindranir og þá halda alltof margir að þar með séu þær gangbrautir, sem er alvarleg vitleysa.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 10:57
af Henjo
Tbot skrifaði:
Henjo skrifaði:Það er auðvitað mikilvægt að vera sýnilegur, hvort sem þú ert gangandi, hjólandi eða á bíll.

Vill líka benda fólki sem keyrir á bílum að það er ekki í boði að fara yfir hámarkshraða eða keyra með glannalegum hætti, því miður þá á þetta við á um nánast alla ökumenn. Það liggur gífurleg ábyrgð, mun meiri að mínu mati en hjá þeim sem eru á rafhlaupahjólum, hjá fólki sem hefur þörf fyrir að keyra um á tveggja tonna ökutækjum.


Það þurfa allir að sýna aðgát, en það virðist sem margir á rafmagnhlaupahjólum halda að þeir séu stykkfríir og þurfi ekki að fylgja neinum reglum.

Síðan er það eitt ruglið hjá borginni að setja hvíta steina í sumar hraðahindranir og þá halda alltof margir að þar með séu þær gangbrautir, sem er alvarleg vitleysa.


Er alveg sammála þér. Alltof margir á rafhlaupahjólum sem haga sér eins og bjánar, sérstaklega þeir sem hafa unlockað hjólin sín og fara á 40km/h á vegi sem þeir deila með gangandi fólki. Að mínu mati á að vera 20/kmh limit á svona hjólum, enda allt annað en öruggt að fara mikið hraðar. Ólíkt t.d. reiðhjólum þá höndla þessi litlu dekk ekkert mikið meira.

Hvað meinarðu með hvíta steina á hraðahindranir?

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 12:16
af urban
ekkert skrifaði:Það skiptir máli að vera sýnilegur á ferðinni úti, alveg sama hvort maður sé gangandi, á hjóli, rafskútu eða í bíl. Rafskútur sem eru leigðar eða seldar hér eru með ljósabúnað bæði að framan og aftan þannig að litur á úlpu skiptir varla miklu máli.


Þetta er bara snarrangt, sýnileikafatnaður er meira en litur.

Athugaðu hvort að þú takir ekki frekar eftir hliðinni á lögreglubíl frekar en hliðinni á nær öllum öðrum bílum í umferðinni í myrkri.
Sýnileikafatnaður er endurskinsfatnaður, það munar ótrúlega miklu um það.

kv. gæji sem að vinnur á svæði þar sem að hluti af fólki er í sýnileikafatnaði og þeir sjást ALLTAF betur í myrkri en hinir.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 12:22
af Moldvarpan
Jón Ragnar skrifaði:Best væri auðvitað að vera ekki keyrandi rútum hratt gegnum miðbæinn



Ertu í alvörunni að meina þetta?

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 13:36
af Jón Ragnar
Moldvarpan skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Best væri auðvitað að vera ekki keyrandi rútum hratt gegnum miðbæinn



Ertu í alvörunni að meina þetta?



Umræðan var um þetta á samfélagsmiðlum

Er ekki að segja að þetta sé samt orsök þessa tiltekna slys fyrir helgina.

Fólk var að vekja athygli á slysahættunni sem skapast af svona akstri stórra bíla í miðbænum.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 13:52
af rapport
Jón Ragnar skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Best væri auðvitað að vera ekki keyrandi rútum hratt gegnum miðbæinn


Ertu í alvörunni að meina þetta?


Umræðan var um þetta á samfélagsmiðlum

Er ekki að segja að þetta sé samt orsök þessa tiltekna slys fyrir helgina.

Fólk var að vekja athygli á slysahættunni sem skapast af svona akstri stórra bíla í miðbænum.


Ég er alinn upp í þessu hverfi, 10 ár í Austó. Var þátttakandi í mótmælum á Skólavörðuholtinu sem krakki þegar krafist var að hámarkshraði í hverfinu yrði lækkaður úr 50 í 30.

Ég man vel eftir Strætó að bögglast við að keyra Hverfisgötu, Klapparstíg, Njálsgötu, Barónsstíg og svo var misjafnt hvort hann fór Egilsgötuna eða niður Barónnsstíg að Hringbraut.

Svona stórir bílar eiga ekkert erindi í miðbæinn eða yfir höfuð inn í íbúðahverfi.

Ég sé einhvernvegin fyrir mér að gaurinn hafi stoppað á horninu, rútan hafi verið að beygja og farið yfir hornið með afturdekkið, hjólið hafi farið á hliðina og hann ekki getað komið sé undan.

Það er skelfilega ósanngjarnt að bílstjórar séu settir í þá stöðu að keyra svona stóra bíla á þessu svæði, það ætti að vera minni bílar sem færu með alla niðrá BSÍ þar sem farið væri yfir í stærri rútu.

Erlendis eru það hótelin sem reka sérstakar skutlur sem fara seinasta spölinn en að vanda eru allir hér á klakanum að spara í þjónustunni og á endanum er boðið upp á þessa vitleysu.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 14:23
af gnarr
Ég bý í borg þar sem að circa 60% allra ferða eru á hjóli og enginn notar hjálm eða high-vis fatnað.
Í landinu eru 10.7 dauðsföll per milljarð hjólaða kílómetra, sem er það lægsta í heiminum, og talan er ennþá lægri í borginni minni.

Það búa 361.000 manns í borginni, á svæði sem er álíka stórt og Reykjavík, og þú getur komist nánast hvert sem er í borginni á 15 mínútum á hjóli.

Það sem að hefur gert borgina örugga fyrir hjólandi og minkað fjölda dauðsfalla, bæði hjá akandi og hjólandi/gangandi, er að lækka umferðarhraða mótorumferðar, gefa hægari umferð hærri rétt og að byggja infrastrúktúr sem setur viðkvæma umferð í forgang.

Stærstur hluti gatna í borginni eru "Hjólagötur" þar sem að "bílar eru gestir" og aðrar götur er með "protected bike lanes" þar sem hjólastígarnir eru færðir frá akandi umferð
bicycle-street640.jpg
bicycle-street640.jpg (110.65 KiB) Skoðað 2877 sinnum


Þar að auki eru nánast öll gatnamót hönnuð með hjólandi og gangandi í huga. Það þýðir að hönnunin hjálpar akandi fólki að sjá og bregðast við hægari umferð.
maxresdefault.jpg
maxresdefault.jpg (111.15 KiB) Skoðað 2877 sinnum


Það að ætla að "sparsla" í öryggisgötin í umferðinni með því að láta fólk bara "passa sig" og "klæða sig rétt" mun aldrei virka, þar sem að fólk gleymir sér og fer ekki eftir reglum (td. sýndu mér einn ökumann sem fer ekki yfir hámarkshraða daglega). Það þarf að hanna borgina rétt, þeas, það þarf að hanna borgina fyrir fólk.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 14:34
af gnarr
rapport skrifaði:Ég sé einhvernvegin fyrir mér að gaurinn hafi stoppað á horninu, rútan hafi verið að beygja og farið yfir hornið með afturdekkið, hjólið hafi farið á hliðina og hann ekki getað komið sé undan.


Það kæmi mér ekki á óvart ef sá sem var á hlaupahjólinu hafi verið að fara í sömu átt og rútan, hafi komið að gatnamótunum og séð að það var fólk á göngustígnum hinumegin við Grettisgötu og ákveðið að fara útá götu til þess að komast framhjá því. Hann hafi ekki tekið eftir rútunni og farið beint inní hliðina á henni, dottið og lent undir afturdekkjunum.

Skýringarmynd, hann er græna línan og rútan bláa línan, og það er fólk labbandi á göngustígnum (alveg eins og á þessarri mynd).
Screenshot from 2022-11-21 15-28-33.png
Screenshot from 2022-11-21 15-28-33.png (2.83 MiB) Skoðað 2860 sinnum

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 16:01
af gnarr
Svona aðeins annar vinkill á umræðuna.

Samkvæmt fréttum lítur út fyrir að ökumaður rafskútunnar hafi ekki tekið eftir rútunni. Semsagt, hann hvorki sá né heyrði í rútunni...

Er þá ekki nokkuð ljóst að sýnileikafatnaður fyrir ökumann rafskútunnar hefði verið algjörlega gagnslaus? Og hefði ekki verið eðlilegra að rútan hefði verið í sýnileikafatnaði og með blikkandi ljós, svo að hún færi pottþétt ekki framhjá ökumanni rafskútunnar?

Ég held að við ættum að fara framá lagabreytingu sem að krefst þess að allar rútur séu klæddar sýnileikafatnaði öllum stundum, til þess að koma í veg fyrir slys.

Mögulega eitthvað í áttina að þessu?:
e547c1038c6995e8389e17d31f14d65e.jpg
e547c1038c6995e8389e17d31f14d65e.jpg (689.74 KiB) Skoðað 2806 sinnum

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 17:57
af Minuz1
Mér finnst þetta vera hálfgert slutshaming.

Ég vil minna fólk á að hraðatakmörk hafa ekkert með öruggann aksturshraða að gera.
Ég bý t.d. á Njálsgötu þar sem er 30 km/klst hámarkshraði, ef þú keyrir á þeim hraða þá hefur þú ekki möguleika á því að forða árekstri ef það kemur einstaklingur út á götu á milli bíla.

Hi vis myndi hjálpa, en hann gerir frekar lítið ef ökumenn hafa slökkt á aðalljósum sem er allt of algengt með komu bíla með "auto" stillingum.

Það er mjög há skylda á ökumenn að sinna aðgæsluskyldu, sérstaklega á svæðum þar sem börn geta verið á ferð.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 18:26
af Moldvarpan
Mér finnst bara fáranlegt að kenna bílstjórum alltaf um.

Það eru engar reglur varðandi þessi hlaupahjól, hvar þau eiga að vera, hversu hratt þau mega komst og búnaður á þeim.

Vandamálið frá mínu sjónarhorni eru hlaupahjólin.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 18:36
af Tbot
Alltaf gaman að sjá hvernig er gert í löndum miklu sunnar en við og flatari.
Að sjálfssögðu er auðveldara með hjólaumferð þar sem allt er næstum flatt og dagar með snjó eru ansi fáir.

Ísland er eitt að fáum löndum heims þar sem ökumenn eru næstum alltaf í órétti á móti gangandi umferð, alveg sama hvað.

Ansi margir sem eru á þessum rafhlaupahjólum eru þvers og kruss, ýmist á gangstéttum eða hoppa út á götu þannig að ökumenn eiga oft í stökustu vandræðum.
Í þessu er einfalt, annað hvort ertu á gangstéttunum eða þú ert á götunni og ert þá í röðinni.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 19:16
af appel
Tbot skrifaði:Alltaf gaman að sjá hvernig er gert í löndum miklu sunnar en við og flatari.
Að sjálfssögðu er auðveldara með hjólaumferð þar sem allt er næstum flatt og dagar með snjó eru ansi fáir.

Ísland er eitt að fáum löndum heims þar sem ökumenn eru næstum alltaf í órétti á móti gangandi umferð, alveg sama hvað.

Ansi margir sem eru á þessum rafhlaupahjólum eru þvers og kruss, ýmist á gangstéttum eða hoppa út á götu þannig að ökumenn eiga oft í stökustu vandræðum.
Í þessu er einfalt, annað hvort ertu á gangstéttunum eða þú ert á götunni og ert þá í röðinni.


Að vera í rétti sem gangandi... mér finnst það vera asnalegt að hugsa þannig sem gangandi vegfarandi. Þú labbar ekkert bara út á miklubrautina og hugsar "ég er í rétti, það keyrir enginn á mig".
Persónulega myndi ég alveg vilja vera ótjónaður á líkama út lífið, en sumum finnst kannski í lagi að missa útlimi eða verða fyrir mænuskaða eða verða að káli í hausnum, svo lengi sem það "var í rétti".

Vinsamlegast bara passið upp á ykkur, enginn annar gerir það í umferðinni. Að keyra á gangandi vegfarendur sem eru alveg óvarðir er bara einsog að keyra á vatnspoka, það splatterast allt.

Þú ert einnig alveg óvarinn á hlaupahjóli.

Þessvegna hef ég viljað halda mig við að vera á einkabíl, veitir einhverja vörn. Umferðin á íslandi er bara svo geggjuð, og erfitt að komast á milli staða gangandi eða á hlaupahjóli nema yfir þar sem bílar eru mikið á iði.


Þetta er annað banaslysið með hlaupahjól, fyrra banaslys varð við Sæbraut. Bæði slysin gerðust í alveg eins veðurfari, skammdegi, skýjað, rigning, blautt, dimmt, rok.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 20:03
af mikkimás
Ég veit ekki um neitt íslenskara en að segja "ég er/var í rétti".

Hef orðið vitni að þó nokkrum samræðum þar sem smákóngar státa sig af því að hafa ekki hugsað sér að bregðast við aðstæðum í umferðinni til að afstýra slysi því þeir voru "í rétti".

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 20:11
af urban
Moldvarpan skrifaði:Mér finnst bara fáranlegt að kenna bílstjórum alltaf um.

Það eru engar reglur varðandi þessi hlaupahjól, hvar þau eiga að vera, hversu hratt þau mega komst og búnaður á þeim.


Vandamálið frá mínu sjónarhorni eru hlaupahjólin.


ertu viss ???
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019077.html
3. grein
30. Reiðhjól:
a. Ökutæki sem er knúið áfram með stig- eða sveifarbúnaði.
b. Hjól með stig- eða sveifarbúnaði, búið rafknúinni hjálparvél þar sem samfellt hámarksafl er allt að 0,25 kW og afköstin minnka smám saman og stöðvast alveg þegar hjólið hefur náð hraðanum 25 km á klst. eða fyrr ef hjólreiðamaðurinn hættir að stíga hjólið.
c. Annað lítið vélknúið ökutæki sem ekki telst til létts bifhjóls og er hannað til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst. Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól og tvíhjóla ökutæki á einum öxli. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.


Þau eiga bara ekki heima í umferð, það er ekkert flóknara en það miðað við landslög.
kv. gæjinn sem að er reglulega á þeim í umferð.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 20:55
af TheAdder
urban skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Mér finnst bara fáranlegt að kenna bílstjórum alltaf um.

Það eru engar reglur varðandi þessi hlaupahjól, hvar þau eiga að vera, hversu hratt þau mega komst og búnaður á þeim.


Vandamálið frá mínu sjónarhorni eru hlaupahjólin.


ertu viss ???
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019077.html
3. grein
30. Reiðhjól:
a. Ökutæki sem er knúið áfram með stig- eða sveifarbúnaði.
b. Hjól með stig- eða sveifarbúnaði, búið rafknúinni hjálparvél þar sem samfellt hámarksafl er allt að 0,25 kW og afköstin minnka smám saman og stöðvast alveg þegar hjólið hefur náð hraðanum 25 km á klst. eða fyrr ef hjólreiðamaðurinn hættir að stíga hjólið.
c. Annað lítið vélknúið ökutæki sem ekki telst til létts bifhjóls og er hannað til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst. Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól og tvíhjóla ökutæki á einum öxli. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.


Þau eiga bara ekki heima í umferð, það er ekkert flóknara en það miðað við landslög.
kv. gæjinn sem að er reglulega á þeim í umferð.

Áhugavert að banna hlaupahjólin í umferð á meðan að hjólunum er beinlínis ætlað að vera á götunni.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 21:02
af appel
Man nú bara eftir að hafa verið í samskiptum við millistjórnanda hjá Samgöngustofu fyrir mörgum árum síðan. Hann var í fréttum því hann var svo duglegur að hjóla í umferðinni. Ég sendi honum póst og sagði svona áróður og hvatningu fyrir hættulega. Svo kannski ári seinna kom frétt um að bíll hefði keyrt á hann á hjólinu. Ég sendi honum aftur póst, "i told you so". Hann var ekki kátur.

Menn þurfa doldið common sense. Ekki láta stjórnast af hugsjón eða einhverri draumsýn. Eitt augnablik og þú ert örkumla.
Treystiru virkilega þessu liði þarna á götunum úti? Held ekki.

Re: Sýnileikafatnaður við Akstur Rafmagnsfarartækja

Sent: Mán 21. Nóv 2022 21:19
af beggi83
Held að versta sem ég hef séð er einstaklingur með airpods í eyrunum þjótandi um á yfir 50-70 km hraða. Hvernig átt þú sem varkár ökumaður að hindra alvarlegt slyst ef hann kemur á syngjandi ferð þegar þú ert að fara úr sameiginlegr raðhúsa innkeyrslu sem er með trjágróður sem skyggir á sýn komið myrkur rigning og skyggni langt frá því að vera gott. Þú ert varkár enn samt þegar þú keyrir út innkeyrsluna sérðu einstakling fljúga Superman flug 10 metra steinrotaður á götunni... Held að það mætti herða átak að fólk sé ekki með tónlist í eyrunum - Sé ekki að keyra á yfir 25km hraða á þessu 60km plús er ekkert annað enn drápshraði - 2-3 einstaklingar á hjóli er ekki komin tími á sekt? Margt sem mætti betur fara enn verður fróðlegt að sjá hvernig næstu mánuðir verða! Voru allveg nokkur önnur rafhjólaslys um helgina fótbrot - Ljótt handlegsbrot og svo ölvaður maður að hann gat ekki sagt til nafns og kennitölu! Það er samt fullt af kostum við rafhjól enn það eru líka svartir sauðir inn á milli sem eyðileggja fyrir hinum með hegðun á rafhjóli :(