Síða 5 af 8

Re: Elon Musk

Sent: Þri 29. Nóv 2022 18:14
af Moldvarpan
Samfélagið þarf að hafa umburðarlyndi gagnvart hvor öðrum.
En leið og við byrjum að láta öðrum líða illa með framgöngu okkar, þá skerðist það umburðarlyndi/frelsi.

Þetta stendur allt í skilmálum sem að fólk og fyrirtæki þurfa að samþykkja, í þessu tilfelli Apple´s skilmála.
Þá er Twitter að brjóta skilmála Apple, sem áskilur sér þá þann rétt að neita að dreifa þeim miðli til notenda sinna.

Við erum nú ekki rússar.

Re: Elon Musk

Sent: Þri 29. Nóv 2022 19:09
af rapport
Henjo skrifaði:
rapport skrifaði:Svona ethics mál eru virkilega skemmtileg í umræðu.

Af hverju ætti Apple að leyfa öpp sem þeim finnst fyrir neðan sína viðringu og skemma upplifun notenda af "hreinleika og fágun" Apple?

Það væri hugsanlega /líklega siðferðislega rangt ef fyrirtæki sem útvega svona platform mundi ekki hafa eftirlit með öppum sem færu í store.


Vegna þess að Apple er ekki skemmtigarður. Síminn þeirra eru samskiptatæki og eru þeir að banna einn miðill því þeim líkar ekki við upplýsingarnar. Þetta væri kannski svona svipað og ég myndi selja þér bíll, en ég myndi ekki leyfa þér að keyra á suma staði eða leyfa þér að keyra á vegum með ónýtt malbik því holurnar myndu skemma þá fáguðu upplifun sem sem þú átt að njóta þegar þú ert í bílnum sem ég seldi þér.


Apple er nefnilega ekki Nokia, sem snérist um "connecting people" Apple hreinsaði Nokia út af markaðinum með því að gera símann að upplifun/ experience og hefur haldið í það alla tíð.

Re: Elon Musk

Sent: Þri 29. Nóv 2022 19:13
af Henjo
Yeap, Apple gerir dýr leikföng. Núna bíð ég bara eftir að Apple blockar automatískt sum símanúmer, því þeir sjá að sumt fólk er toxic og ef þetta fólk reynir að hringja í Iphone símann þinn þá mun það eyðileggja upplifunina sem Apple hefur byggt fyrir þig.

Re: Elon Musk

Sent: Þri 29. Nóv 2022 19:42
af ZiRiuS
Það er pínu scary hvað það eru margir hérna sem hafa ekki hugmynd hvað tjáningarfrelsi er.

Lang flestir ef ekki allir sem voru bannaðir á twitter brutu eitthvað af þessu...:
"Freedom of speech and expression, therefore, may not be recognized as being absolute, and common limitations or boundaries to freedom of speech relate to libel, slander, obscenity, pornography, sedition, incitement, fighting words, hate speech, classified information, copyright violation, trade secrets, food labeling, non-disclosure agreements, the right to privacy, dignity, the right to be forgotten, public security, and perjury."

Re: Elon Musk

Sent: Þri 29. Nóv 2022 19:46
af urban
Henjo skrifaði:
rapport skrifaði:Svona ethics mál eru virkilega skemmtileg í umræðu.

Af hverju ætti Apple að leyfa öpp sem þeim finnst fyrir neðan sína viðringu og skemma upplifun notenda af "hreinleika og fágun" Apple?

Það væri hugsanlega /líklega siðferðislega rangt ef fyrirtæki sem útvega svona platform mundi ekki hafa eftirlit með öppum sem færu í store.


Vegna þess að Apple er ekki skemmtigarður. Síminn þeirra eru samskiptatæki og eru þeir að banna einn miðill því þeim líkar ekki við upplýsingarnar. Þetta væri kannski svona svipað og ég myndi selja þér bíll, en ég myndi ekki leyfa þér að keyra á suma staði eða leyfa þér að keyra á vegum með ónýtt malbik því holurnar myndu skemma þá fáguðu upplifun sem sem þú átt að njóta þegar þú ert í bílnum sem ég seldi þér.

Jájá þetta er rosalega eðlilegur samanburður er það ekki ??

Hvað ef að þú kaupir bara hluta af bílnum, en ekki t.d. fjöðrunarkerfið, það á ég, útbjó það og hannaði og tek það sérstaklega fram við söluna á restinni af bílnum að þú megir ekki keyra þessa vegi.
Þætti þér enþá að þú ættir að mega keyra þessa vegi ?

Sjáðu til, þú kaupir þér Iphone, þú kaupir þér ekki stýrikerfið aftur á móti, þú færð aðgang að stýrikerfi sem að er í eigu apple.
Nú, ef að þú fílar þetta ekki, ekki reglurnar og skilyrðin sem að eru sett, þá einmitt geturu notað 1. amendment og mótmælt því
Apple eða önnur fyrirtæki þurfa samt ekki að hlusta á þig eða gefa þér vettvang til að segja eitthvað.


Þannig að ef að þú vilt bera þetta saman við eitthvað, notaðu þá epli í bæði skiptin, ekki bera saman epli og ljósaperur, það er ekkert svipað.
Vörurnar frá apple og bíllinn ekki heldur.

Re: Elon Musk

Sent: Þri 29. Nóv 2022 20:08
af appel
Kína er með svona "social credits" kerfi, og hrúgu af eftirlitsmyndavélum um allt og gervigreind sem analyzar allt, hvað þú skoðar á netinu, hvað þú kaupir og hvort þú hjálpar eldri borgurum yfir gatnamót. Svo færðu stig ef þú ert "góður" borgari, en refsistig ef þú ert "slæmur".

Svo þegar þú sækir um aðild að skóla, vinnu, láni, eða hvaðeina þá er farið eftir þessu kerfi. Jafnvel er litið á hvernig foreldrarnir standa sig, því kínverjar eru iðnir fyrir svona kynslóðarefsingar einsog í N-Kóreu.

Satt að segja þá hljómar þannig kerfi betra en það kerfi sem vestræn lönd eru að koma sér upp, þar sem einkafyrirtæki í einokunaraðstöðu með sínar eigin áherslur ákveða þetta. Þannig að ef þú ert ekki þægur "þegn" þá færðu ekki að nota Apple Pay, þú færð ekki að nota símann þinn, ekki auðkenni, ekki að ræsa bílinn þinn því hann ræsist með appi, færð ekki að hafa samskipti við vini og ættingja, o.s.frv. Þú verður að samþykkja í skilmálum Apple að þú undirgangist ákveðin skoðanagildi, ef þú segir eitthvað í andstöðu við skilmála Apple þá hverfur þú út úr þeirra ecosystemi og þar með nútímasamfélagi.

Finnst þetta vera með einsog sértrúarsöfnuðir þegar ég pæli í þessu svona, sparkað út fyrir að trúa á annað. Allt sama geðveikin og mannleg klikkun.

Re: Elon Musk

Sent: Þri 29. Nóv 2022 20:16
af ZiRiuS
appel skrifaði:Kína er með svona "social credits" kerfi, og hrúgu af eftirlitsmyndavélum um allt og gervigreind sem analyzar allt, hvað þú skoðar á netinu, hvað þú kaupir og hvort þú hjálpar eldri borgurum yfir gatnamót. Svo færðu stig ef þú ert "góður" borgari, en refsistig ef þú ert "slæmur".

Svo þegar þú sækir um aðild að skóla, vinnu, láni, eða hvaðeina þá er farið eftir þessu kerfi. Jafnvel er litið á hvernig foreldrarnir standa sig, því kínverjar eru iðnir fyrir svona kynslóðarefsingar einsog í N-Kóreu.

Satt að segja þá hljómar þannig kerfi betra en það kerfi sem vestræn lönd eru að koma sér upp, þar sem einkafyrirtæki í einokunaraðstöðu með sínar eigin áherslur ákveða þetta. Þannig að ef þú ert ekki þægur "þegn" þá færðu ekki að nota Apple Pay, þú færð ekki að nota símann þinn, ekki auðkenni, ekki að ræsa bílinn þinn því hann ræsist með appi, færð ekki að hafa samskipti við vini og ættingja, o.s.frv. Þú verður að samþykkja í skilmálum Apple að þú undirgangist ákveðin skoðanagildi, ef þú segir eitthvað í andstöðu við skilmála Apple þá hverfur þú út úr þeirra ecosystemi og þar með nútímasamfélagi.

Finnst þetta vera með einsog sértrúarsöfnuðir þegar ég pæli í þessu svona, sparkað út fyrir að trúa á annað. Allt sama geðveikin og mannleg klikkun.


Þú talar um tjáningarfrelsi... og segir að kerfið sem Kínverjar og N-Kórea notar sé betra en hjá vestrænum ríkjum?

Dastu á hausinn?

Ég er svo confused að ég þurfti að lesa statusinn þinn svona fimm sinnum.

Re: Elon Musk

Sent: Þri 29. Nóv 2022 20:21
af urban
appel skrifaði:Kína er með svona "social credits" kerfi, og hrúgu af eftirlitsmyndavélum um allt og gervigreind sem analyzar allt, hvað þú skoðar á netinu, hvað þú kaupir og hvort þú hjálpar eldri borgurum yfir gatnamót. Svo færðu stig ef þú ert "góður" borgari, en refsistig ef þú ert "slæmur".

Svo þegar þú sækir um aðild að skóla, vinnu, láni, eða hvaðeina þá er farið eftir þessu kerfi. Jafnvel er litið á hvernig foreldrarnir standa sig, því kínverjar eru iðnir fyrir svona kynslóðarefsingar einsog í N-Kóreu.

Satt að segja þá hljómar þannig kerfi betra en það kerfi sem vestræn lönd eru að koma sér upp, þar sem einkafyrirtæki í einokunaraðstöðu með sínar eigin áherslur ákveða þetta. Þannig að ef þú ert ekki þægur "þegn" þá færðu ekki að nota Apple Pay, þú færð ekki að nota símann þinn, ekki auðkenni, ekki að ræsa bílinn þinn því hann ræsist með appi, færð ekki að hafa samskipti við vini og ættingja, o.s.frv. Þú verður að samþykkja í skilmálum Apple að þú undirgangist ákveðin skoðanagildi, ef þú segir eitthvað í andstöðu við skilmála Apple þá hverfur þú út úr þeirra ecosystemi og þar með nútímasamfélagi.

Finnst þetta vera með einsog sértrúarsöfnuðir þegar ég pæli í þessu svona, sparkað út fyrir að trúa á annað. Allt sama geðveikin og mannleg klikkun.


Munurinn er bara gríðarlega mikill.
Þú hefur nefnilega frelsi um að nota þetta eða ekki.

Þú ert nú búin að vera gríðarlega mikill talsmaður frelsis hérna, afhverju á frelsið bara að virka í eina áttina ?
Afhverju á notandinn apple að hafa allt frelsið á meðan að fyrirtækið Apple hefur ekki frelsi til að stjórna sínu fyrirtæki ?

Samanber t.d. þetta
appel skrifaði:Þessi tæknifyrirtæki eru orðin svo svívirðileg, vona að þetta verði brotið upp og það verði sett einhver óháð yfirstjórn yfir þessi app store apparöt.


Afhverju ætti einhver annar að stjórna frelsi Apple og á sama tíma frelsi apple ?
Afhverju ætti að vera milliliður ?

Þú hefur jú fullt frelsi í að nota ekki vörurnar frá Apple.
Afhverju ætti Apple ekki að hafa frelsi hvort að þú notir þær ef að þú ferð ekki eftir skilmálum.

Re: Elon Musk

Sent: Þri 29. Nóv 2022 20:27
af Moldvarpan
appel skrifaði:Kína er með svona "social credits" kerfi, og hrúgu af eftirlitsmyndavélum um allt og gervigreind sem analyzar allt, hvað þú skoðar á netinu, hvað þú kaupir og hvort þú hjálpar eldri borgurum yfir gatnamót. Svo færðu stig ef þú ert "góður" borgari, en refsistig ef þú ert "slæmur".

Svo þegar þú sækir um aðild að skóla, vinnu, láni, eða hvaðeina þá er farið eftir þessu kerfi. Jafnvel er litið á hvernig foreldrarnir standa sig, því kínverjar eru iðnir fyrir svona kynslóðarefsingar einsog í N-Kóreu.

Satt að segja þá hljómar þannig kerfi betra en það kerfi sem vestræn lönd eru að koma sér upp, þar sem einkafyrirtæki í einokunaraðstöðu með sínar eigin áherslur ákveða þetta. Þannig að ef þú ert ekki þægur "þegn" þá færðu ekki að nota Apple Pay, þú færð ekki að nota símann þinn, ekki auðkenni, ekki að ræsa bílinn þinn því hann ræsist með appi, færð ekki að hafa samskipti við vini og ættingja, o.s.frv. Þú verður að samþykkja í skilmálum Apple að þú undirgangist ákveðin skoðanagildi, ef þú segir eitthvað í andstöðu við skilmála Apple þá hverfur þú út úr þeirra ecosystemi og þar með nútímasamfélagi.

Finnst þetta vera með einsog sértrúarsöfnuðir þegar ég pæli í þessu svona, sparkað út fyrir að trúa á annað. Allt sama geðveikin og mannleg klikkun.


Afhverju ertu svona bitur? Stekkur alltaf í þvílíka öfga þegar þínu sjónarmiði er "ögrað".
Afhverju finnst þér það svona stíf krafa á að fólk komi almennilega fram hvort við annað á samfélagsmiðlum?

Ég sé ekki vandamálið sem þú ert að reyna blása upp. Eins og Musk sé eitthvað fórnarlamb?
Þetta er maður með fulla vasa af seðlum, hagar sér eins og dick, og finnst skrítið að fólk vill ekki vera í viðskiptum við hann?

Re: Elon Musk

Sent: Þri 29. Nóv 2022 22:39
af rapport
Að skikka Twitter í Apple store, væri það ekki brot á tjáningafrelsi og sjálfstæði Apple?

Re: Elon Musk

Sent: Þri 29. Nóv 2022 22:56
af appel
Nei.

Held að öllum sé hollt að hugsa um þessi fyrirtæki, Google og Apple, aðeins öðruvísi, sérstaklega er viðkemur þessum búðum þeirra þar sem fólk sækir sér öpp, og hvergi annarsstaðar. Þetta er miðpunktur meirihluta mannkyns í að sækja forrit sem veitir þeim aðgang að þjónustum og upplýsingum.

Það er ekki nóg að þessi fyrirtæki stjórni þessum búðum, heldur stjórna þau öllum þessum tækjum einnig. Ef þau vildu þá gætu þau slökkt á öllum þessum tækjum á Íslandi. Er það ekki þeirra réttur?

Þetta eru innviðir, rétt einsog fjarskiptakerfi, rafmagnskerfi, bankakerfi. Nútíma hagkerfi og samfélag fúnkerar ekki án þessa.

Það er ekki brot á tjáningafrelsi slíkra fyrirtækja að skikka þá í svokalla "must carry" þjónustu eða "must provide" þjónustu. Fjölmörg fyrirtæki eru með slíkar kvaðir á sér og telst ekki brot á þeirra "tjáningarfrelsi" eða "mannréttindum".

Hagsmunir almennings eru ríkari heldur en hagsmunir þessara fyrirtækja af því að fjarlægja öpp einsog Twitter af því að þessum stórfyrirtækjum mislíkar nýja eigandann.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 08:07
af Jón Ragnar
Henjo skrifaði:Yeap, Apple gerir dýr leikföng. Núna bíð ég bara eftir að Apple blockar automatískt sum símanúmer, því þeir sjá að sumt fólk er toxic og ef þetta fólk reynir að hringja í Iphone símann þinn þá mun það eyðileggja upplifunina sem Apple hefur byggt fyrir þig.




Samsung gera þetta að hluta


Flagga sum símanúmer sem potential spam og það eru stillingar í símum sem blokka þessi símtöl.


Hef þurft að hafa samband við þá útaf svona lokunum sem voru að valda vandamálum í Covid hérna heima

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 08:13
af rapport
Það er alskonar hægt, að setja reglur, boð og bönn. Eftir situr er að Apple er í fullum rétti eins og staðan er í dag.

Það er staðan sem skiptir máli því hún er ekki líkleg til að breytast svo glatt.

Twitter er líka vefur og enginn að filtera hann út, shortcut/bookmark í stað apps er ásættanleg hjáleið ef Twitter ætlar að reyna fara gegn skilmálum Apple.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 10:18
af chaplin
Ég er sammála og ósammála svo mörgum sjónarhornum hérna.

Einstaklingar
- Elon, Mark og fleiri er ekki vinir okkar.
- Elon hefur gert ýmislegt jákvætt, því er ekki hægt að neita, en þetta meme cult í kringum hann er rosalega skrítið.
- Andrew Tate og aðra jólasveina, að menn horfi upp til þeirra er mikið áhyggjuefni. Óöryggir frat boys sem kalla sig "alpha".

Orkumál
- Kjarnorka, sól og vindur er framtíðin (eins og staðan er núna). Að bera saman kjarnorkuver byggð um 1970 og nútíma kjarnorkuverum er nákvæmlega eins og að bera saman Intel 4004 og AMD EPYC 9654.

Fyrirtæki
- Fyrir 5 árum vildi ég bara Teslu, í dag myndi ég frekar kaupa Leaf (sem eru víst bara mjög góðir). Ekki bara því mér líkar "illa" við Musk, en QA hjá þeim er vandamál. (frosin rúða = ekki hægt að opna, hurðar ekki samsíða body, löng bið eftir varahlutum etc)
- Apple ætti að leyfa 3rd party "verslanir" (meira að segja r/Apple sértrúarsöfnuðurinn er sammála því)
- Apple horfir á peninga umfram allt annað. Sama með Samsung, Intel, AMD, etc.. hættum að "verja" þessi fyrirtæki þegar þau sæta gagnrýni. Hættum þessum fanboy-ism.

Varðandi tjáningarfrelsi, opið/frjálst Internet, ritskoðun og allt það. Getum við ekki öll verið sammála því það það þarf að vera ákveðin ritskoðun og enginn er sammála því hvar línan liggur?

@apple, ég er nokkuð viss um að "social credits" kerfið í Kína virkar ekki alveg svona (yet). Vinnufélagi minn bjó í Shenzhen í 10-11 ár og er nýlega fluttur aftur heim, hann vill meina að það sé vissulega ákveðið kerfi í gangi, en mjög mjög langt frá því að virka eins og við höldum að það virki.

Edit Þetta er fyrsti og eina eina innleggið mitt á þessum þræði, ég er ekki að fara svara neinum. Okkar tími er verðmætur og að rífast á netinu er ekki að fara gera líf okkar betra. Friður með ykkur öllum fallegu Vaktarar. :*

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 11:35
af Tbot
Hvar er Viktor með sitt útvarp Sögu þráðar-bull og loka honum í framhaldi.

ÆÆÆ, ég gleymdi, það er stjórnandi sem stofnaði þennan þráð.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 11:39
af Tbot
ZiRiuS skrifaði:Það er pínu scary hvað það eru margir hérna sem hafa ekki hugmynd hvað tjáningarfrelsi er.

Lang flestir ef ekki allir sem voru bannaðir á twitter brutu eitthvað af þessu...:
"Freedom of speech and expression, therefore, may not be recognized as being absolute, and common limitations or boundaries to freedom of speech relate to libel, slander, obscenity, pornography, sedition, incitement, fighting words, hate speech, classified information, copyright violation, trade secrets, food labeling, non-disclosure agreements, the right to privacy, dignity, the right to be forgotten, public security, and perjury."



Ætlar þú að fara predilka um málfrelsi/tjáningarfrelsi.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 15:39
af GuðjónR

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 16:07
af Sinnumtveir
Henjo skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
Henjo skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:


Uþb helmingur af hagnaði Tesla er vegna sölu á losunarheimildum. Þessi hagnaður mun líklega minnka eða gufa upp á næstu árum.


Ertu alveg viss? Því þegar ég googlaði þetta kom upp að aðeins örfá prósent af tekjum hjá þeim koma af losunarheimildum.


Það er rétt losunarheimildirnar eru nokkur prósent af tekjum en mjög stór hluti hagnaðar. Þetta eru ekki venjulegar losunarheimildir og markaðurinn fyrir þær mun hverfa með aukinni rafbílaframleiðslu annara bílasmiða. Hagnaður af bílaframleiðsu Tesla er bara eins og hjá öðrum framleiðslufyrirtækjum, þeas ekki eitthvert múltímargfeldi af kostnaði.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 16:25
af ZiRiuS
Tbot skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Það er pínu scary hvað það eru margir hérna sem hafa ekki hugmynd hvað tjáningarfrelsi er.

Lang flestir ef ekki allir sem voru bannaðir á twitter brutu eitthvað af þessu...:
"Freedom of speech and expression, therefore, may not be recognized as being absolute, and common limitations or boundaries to freedom of speech relate to libel, slander, obscenity, pornography, sedition, incitement, fighting words, hate speech, classified information, copyright violation, trade secrets, food labeling, non-disclosure agreements, the right to privacy, dignity, the right to be forgotten, public security, and perjury."



Ætlar þú að fara predilka um málfrelsi/tjáningarfrelsi.


Ég er bara að benda á hvernig tjáningarfrelsi er skilgreint hjá SÞ, er ekki að "predilka" neitt...

Eða er þetta kannski bara fake news?

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 16:30
af ZiRiuS
GuðjónR skrifaði:


Mynd
Þegar ég keyri framhjá húsinu þínu Guðjón set ég alltaf þennan hatt upp. Vil ekki smitast af geislunum sem illuminati eru að skjóta á þig!

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 16:38
af rapport
GuðjónR skrifaði:


Hann virðist algjörlega hundsa hvað Apple er að gera og af hverju.

Apple vill 30% af þessum $8 sem Twitter rukkar því það eru skilmálarnir sem Twitter samþykkti þegar þeir settu appið í dreifingu í Apple Store.

Og Apple er vondi karlinn því að Twitter er að svíkja gerða samninga.

Þessi saga um TikTok er líklega 100% sönn, en Apple er bundið af samningum og má ekki gera neitt nema fá formlegar beiðnir frá yfirvöldum um aðgerðir.

Og hver er kvörtunin?... Að TikTok er að gera það sama og Facebook, Google, Microsoft, Instagram og Twitter... en í öðru landi... að lúta kröfum yfirvalda.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 16:47
af Henjo
Sinnumtveir skrifaði:
Henjo skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
Henjo skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:


Uþb helmingur af hagnaði Tesla er vegna sölu á losunarheimildum. Þessi hagnaður mun líklega minnka eða gufa upp á næstu árum.


Ertu alveg viss? Því þegar ég googlaði þetta kom upp að aðeins örfá prósent af tekjum hjá þeim koma af losunarheimildum.


Það er rétt losunarheimildirnar eru nokkur prósent af tekjum en mjög stór hluti hagnaðar. Þetta eru ekki venjulegar losunarheimildir og markaðurinn fyrir þær mun hverfa með aukinni rafbílaframleiðslu annara bílasmiða. Hagnaður af bílaframleiðsu Tesla er bara eins og hjá öðrum framleiðslufyrirtækjum, þeas ekki eitthvert múltímargfeldi af kostnaði.


Ég myndi halda að prósentur af tekjum og hagnaði væru það sama? en ég er ekki með neina viðskipta gráður eða neitt slíkt.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 17:43
af Baldurmar
Henjo skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
Henjo skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
Henjo skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:


Uþb helmingur af hagnaði Tesla er vegna sölu á losunarheimildum. Þessi hagnaður mun líklega minnka eða gufa upp á næstu árum.


Ertu alveg viss? Því þegar ég googlaði þetta kom upp að aðeins örfá prósent af tekjum hjá þeim koma af losunarheimildum.


Það er rétt losunarheimildirnar eru nokkur prósent af tekjum en mjög stór hluti hagnaðar. Þetta eru ekki venjulegar losunarheimildir og markaðurinn fyrir þær mun hverfa með aukinni rafbílaframleiðslu annara bílasmiða. Hagnaður af bílaframleiðsu Tesla er bara eins og hjá öðrum framleiðslufyrirtækjum, þeas ekki eitthvert múltímargfeldi af kostnaði.


Ég myndi halda að prósentur af tekjum og hagnaði væru það sama? en ég er ekki með neina viðskipta gráður eða neitt slíkt.


Getur verið að selja áskrift að þjónustu fyrir eina milljón dollara, það eru tekjurnar þínar.
Svo kostar $999.999 að reka fyrirtækið þitt, hagnaðurinn er $1

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 17:49
af Henjo
Baldurmar skrifaði:
Henjo skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
Henjo skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
Henjo skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:


Uþb helmingur af hagnaði Tesla er vegna sölu á losunarheimildum. Þessi hagnaður mun líklega minnka eða gufa upp á næstu árum.


Ertu alveg viss? Því þegar ég googlaði þetta kom upp að aðeins örfá prósent af tekjum hjá þeim koma af losunarheimildum.


Það er rétt losunarheimildirnar eru nokkur prósent af tekjum en mjög stór hluti hagnaðar. Þetta eru ekki venjulegar losunarheimildir og markaðurinn fyrir þær mun hverfa með aukinni rafbílaframleiðslu annara bílasmiða. Hagnaður af bílaframleiðsu Tesla er bara eins og hjá öðrum framleiðslufyrirtækjum, þeas ekki eitthvert múltímargfeldi af kostnaði.


Ég myndi halda að prósentur af tekjum og hagnaði væru það sama? en ég er ekki með neina viðskipta gráður eða neitt slíkt.


Getur verið að selja áskrift að þjónustu fyrir eina milljón dollara, það eru tekjurnar þínar.
Svo kostar $999.999 að reka fyrirtækið þitt, hagnaðurinn er $1


ég skil það, en að ákveða hvað er hagnaður og hvað ekki, t.d. ef helmingurinn af tekjunum er að selja tölvuskjái, væri þá ekki helmingurinn af hagnaðinum það líka? hann er að seigja að helmingurinn af hagnaðinum er losunarheimildir þrátt fyrir að það er aðeins örfá próstent af tekjunum.

*nema þá kannski að losunarheimlidarnir séu þannig séu fríar tekjur sem verða hreinn hagnaður, en það þarf að borga af þeim tekjum sem koma af bílunum.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 30. Nóv 2022 19:18
af GuðjónR
ZiRiuS skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Mynd
Þegar ég keyri framhjá húsinu þínu Guðjón set ég alltaf þennan hatt upp.

Ertu oft að keyra framhjá húsinu mínu? :-k