Ruglið hjá Strætó

Allt utan efnis

Höfundur
Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Ruglið hjá Strætó

Pósturaf Tbot » Fim 24. Nóv 2022 11:07

Þá er það ein vitleysan enn hjá strætó

https://www.visir.is/g/20222343179d/ski ... -greidslum

Hvað ætli sé búið að eyða miklu í alls konar greyðslulausnir hjá stræti síðasta áratuginn eða tvo.Spurning hvað þessi þráður fái að lifa lengi áður en Viktor verður með óþægindi í ... svo hann þurfi að læsa.Skjámynd

Ghost
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Ruglið hjá Strætó

Pósturaf Ghost » Fim 24. Nóv 2022 11:16

Ætlaði að vera svaka sniðugur og nota strætó fyrr í haust. Bæði þá var ómögulegt að nota þetta klapp rusl og svo kom hann nánast aldrei á réttum tíma.
Höfundur
Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ruglið hjá Strætó

Pósturaf Tbot » Fim 24. Nóv 2022 12:06

Ef þetta er rétt með tapið á strætó á þessu ári.

https://www.dv.is/frettir/2022/11/24/st ... m-stoduna/


Úff, hvað verður þá um borgarlínu geðveikina.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16252
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1976
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ruglið hjá Strætó

Pósturaf GuðjónR » Fim 24. Nóv 2022 12:14

Fúsk fúsk fúsk og aftur fúsk!

Og er þetta fólkið sem á að stjórna blauta-draums-borgarlínu-dagsb?

Það var greiðslufall hjá Strætó í síðustu viku, tæknilega séð gjaldþrota.
Þeir gátu ekki greitt reikningana sína fyrr en þeir fengu 500 milljóna styrk.

Þetta virðist vera sama botnlausa hítin og Sorpa, endalaus mistök og engin axlar ábyrgð.

Al­var­leg mis­tök virðast hafa verið gerð með kaup­um og inn­leiðingu á greiðslu­kerfi Strætó bs. Lyk­il­búnaður greiðslu­kerf­is Strætó, skann­ar Klapp-apps sem notaðir eru í vögn­un­um, virka illa og stend­ur til að skipta þeim öll­um út.

Fram hafi komið í kynn­ingu stjórn­enda á árs­fund­in­um að fé­lagið væri á mörk­um þess að vera rekstr­ar­hæft og að fé­lagið hafi ekki átt fyr­ir reikn­ing­um fyr­ir síðustu helgi.


https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022 ... nothaefir/Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 500
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Ruglið hjá Strætó

Pósturaf Henjo » Fim 24. Nóv 2022 18:12

Ég hef það á tilfinningunni að fólkið sem er að taka ákvarðanir þarna, og vildu fá þetta app drasl, nota aldrei sjálf strætó.

Frekar sorglegt hvað ríkistjórnin er alltaf að tala um loftlagsbreytingar, og hvað Ísland er og mun vera duglegt að draga úr losun. Og við ætlum að gera allskonar mikilvæga hluti. En síðan getum við ekki einusinni haft almennilegar almenningssamgöngur á hreinu. Og ríkið er að niðurgreiða (stór hluti lúxus) rafmagsbíla fyrir níu milljarða, en eru á sama tíma bara niðurgreiða Strætó um einn milljarð.

Ef ríkið væri á eitthv hátt alvara með að draga úr losun yrði samstundis gert frítt í strætó. Og við gætum hent þessu ömurlega hausverk sem er þetta klapp app drasl í ruslið. Ullabjakk!
Skari
spjallið.is
Póstar: 481
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Ruglið hjá Strætó

Pósturaf Skari » Fim 24. Nóv 2022 18:31

Henjo skrifaði:Ég hef það á tilfinningunni að fólkið sem er að taka ákvarðanir þarna, og vildu fá þetta app drasl, nota aldrei sjálf strætó.

Frekar sorglegt hvað ríkistjórnin er alltaf að tala um loftlagsbreytingar, og hvað Ísland er og mun vera duglegt að draga úr losun. Og við ætlum að gera allskonar mikilvæga hluti. En síðan getum við ekki einusinni haft almennilegar almenningssamgöngur á hreinu. Og ríkið er að niðurgreiða (stór hluti lúxus) rafmagsbíla fyrir níu milljarða, en eru á sama tíma bara niðurgreiða Strætó um einn milljarð.

Ef ríkið væri á eitthv hátt alvara með að draga úr losun yrði samstundis gert frítt í strætó. Og við gætum hent þessu ömurlega hausverk sem er þetta klapp app drasl í ruslið. Ullabjakk!


https://www.mbl.is/frettir/kosning/2022 ... veruleika/

Nokkuð viss um að það skipti ekki máli þótt strætó verður gerður frír að það er meirihluti sem mun kjósa það að vera á bíl.. enda búum við á ÍslandiSkjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 500
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Ruglið hjá Strætó

Pósturaf Henjo » Fim 24. Nóv 2022 21:37

Skari skrifaði:
Henjo skrifaði:Ég hef það á tilfinningunni að fólkið sem er að taka ákvarðanir þarna, og vildu fá þetta app drasl, nota aldrei sjálf strætó.

Frekar sorglegt hvað ríkistjórnin er alltaf að tala um loftlagsbreytingar, og hvað Ísland er og mun vera duglegt að draga úr losun. Og við ætlum að gera allskonar mikilvæga hluti. En síðan getum við ekki einusinni haft almennilegar almenningssamgöngur á hreinu. Og ríkið er að niðurgreiða (stór hluti lúxus) rafmagsbíla fyrir níu milljarða, en eru á sama tíma bara niðurgreiða Strætó um einn milljarð.

Ef ríkið væri á eitthv hátt alvara með að draga úr losun yrði samstundis gert frítt í strætó. Og við gætum hent þessu ömurlega hausverk sem er þetta klapp app drasl í ruslið. Ullabjakk!


https://www.mbl.is/frettir/kosning/2022 ... veruleika/

Nokkuð viss um að það skipti ekki máli þótt strætó verður gerður frír að það er meirihluti sem mun kjósa það að vera á bíl.. enda búum við á Íslandi


ég veit ekki alveg hvað það kemur við hvort við búum á Íslandi. Það kemur ekki í veg fyrir að það sé hægt að hafa góðar almenningsamgöngur.

Hafa frítt í strætó væri einfalt skref til að gera kerfið aðgengilegra og hentugra. Næsta væri að gera strætó nothæfan, með fleiri ferðum. Fólk sem notar strætó getur ekki mætt í vinnuna suma daga vikunnar, og þarf að fara fyrr því hann hættir að ganga á ákveðnum tíma. Það er augljóst að það þarf að betrumbæta kerfið umtalsvert enda hentar þetta nánst engum.

Jafnvel ef meirihlutinn heldur sig við einkabíllinn þá þurfum við að hafa góðar almennigsamgöngur. Og það að passa að hver sem er, óháð því hvort hann rekur bíldruslu eða ekki, geti treyst á það að geta komist á milli staða myndar betra og jafnara samfélag. Markmiðið þarf ekki að vera að allir noti stræto, bara sem flestir.Skjámynd

Zpand3x
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Lau 12. Des 2009 22:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ruglið hjá Strætó

Pósturaf Zpand3x » Fim 24. Nóv 2022 22:38

Ég verð að segja að ég sé ekki hvað er svona hræðilegt við þetta Klapp app. Veit að það voru svakaleg vandræði til að byrja með. Maður las það alveg í fréttunum. En ég byrjaði að taka svoldið strætó núna í október og keypti mánaðarkort núna fyrir nóvember til að prófa að nota strætó meira.

Sé ekkert að þessu kerfi. Mun skárra að taka strætó í dag vs td. fyrir 16,17,18 árum þegar ég tók strætó í menntaskóla. Þá vissi maður aldrei hvort maður hafi misst af strætó eða hvort hann væri seinn. Nú sér maður strætó bara real time í appinu. Bara live gps á korti.

Hef reyndar séð það einusinni núna í Nóvember að vefþjónustan á bak við kerfið var niðri og 1 sinni var eins og scanninn væri smá að glitch-a. Þá labbar maður bara inn. Annars virkað fínt.

Vel það 100% að hjóla í vinnu á sumrin og taka strætó á veturna frekar en að halda úti 2 bílum með tilheyrandi kostnaði. En líka útaf það hentar mér vel staðsetning á strætó stöð og þarf ekki að skipta um strætó. Konan fær að hafa heimilisbílinn þar sem hennar vinna er lengra í burtu og ekki bein strætó leið.

En jú það var steikt að fara í að setja greiðslukerfið í app ef það voru ekki til peningar fyrir því. Og gamla strætó appið (á undan Klappinu) sýndi líka gps staðsetningu strætóanna.
Síðast breytt af Zpand3x á Fim 24. Nóv 2022 22:51, breytt samtals 1 sinni.


i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1252
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 129
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Ruglið hjá Strætó

Pósturaf Minuz1 » Fös 25. Nóv 2022 05:01

Magnús Örn Guðmundsson <-Sjálfstæðisflokkurinn, Seltjarnarnes
Formaður stjórnar

Alexandra Briem <-Píratar, Reykjavík
Varaformaður stjórnar

Andri Steinn Hilmarsson <-Sjálfstæðisflokkurinn, Kópavogur
Stjórnarmaður

Kristín Thoroddsen <- Sjálfstæðisflokkurinn, Hafnarfjörður
Stjórnarmaður

Hrannar Bragi Eyjólfsson <- Sjálfstæðisflokkurinn, Garðabær
Stjórnarmaður

Lovísa Jónsdóttir <- Viðreisn, Mosfellsbær
Stjórnarmaður

Þetta er klárlega allt Degi að kenna


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


Frussi
Gúrú
Póstar: 595
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 121
Staða: Ótengdur

Re: Ruglið hjá Strætó

Pósturaf Frussi » Fös 25. Nóv 2022 06:30

Magnús Örn er með eftirfarandi viðhorf. Það er ekki skrítið að það gangi illa að reka strætó þegar stjórnendur eru bókstaflega á móti almenningssamgöngum.

Tryggja þarf að ekki verði þrengt frekar að umferð einkabílsins, sem eru hinar raunverulegu almenningssamgöngur Seltirninga.


Source:
https://www.visir.is/g/2018816293d


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

ekkert
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 48
Staða: Ótengdur

Re: Ruglið hjá Strætó

Pósturaf ekkert » Fös 25. Nóv 2022 13:29

Tók strætó í vinnuna í dag, í fyrsta skiptið í mörg ár. Fyrir 5+ árum notaði ég strætó daglega ef ekki á hjóli. Fyrr í haust flutti vinnustaðurinn um staðsetningu mér í óhag og stundum hef ég lent í traffíkinni heim og allt að 40 mínútur í bíl. Bensínið er samt aðeins ódýrara en fargjaldið í strætó, sem tók mig 50 mínútur utan háannatíma.

Stór ástæða fyrir því að strætó er svona lengi á leiðinni er að hann þræðir götur og hverfi í staðinn fyrir að fylgja stofngötum. Leiðarvísarinn sýnir sama bias og býður upp á ferðir sem lágmarka gönguvegalengd á kostnað ferðatíma. Allt til alls gekk ég ábyggilega ekki nema í nokkar mínútur milli stoppistöðva og dyra. Vagnarnir voru hvorki fullir né tómir, aldrei færri en tíu manns, ungt fólk og eldra. Margir ferðabakpokar nær miðbænum.

Það sat í mér mikill pirringur í vagninum fyrir að vera að keyra í gegnum háaleiti, skipholt og hverfisgötu. En svo fór ég að fylgjast með og sjá nýjar byggingar, sumar mjög fallegar í vetrarsólinni. Það er gaman að fylgjast með fólki, klæðaburð þess og ímynda sér hvernig þeirra líf er, hvernig varð til þess að einn fékk sér tattú á andlitið eða hversu margir dalmatíuhundar ætli hafi farið kápuna á þessari konu. Túristar að virða fyrir sér borgina með gestsaugum. Ég sá gamlan vinnufélaga troða upp í sig pylsu, hóp af fólki að gefa öndum og svönum á tjörninni brauðmola og bara verð að viðurkenna að mér þótti þessi útsýnisferð vel heppnuð og að við eigum mjög fallega borg.

Markmiðið með þessum skrifum er samt ekki að verja strætó. Þetta er grey af almenningsamgöngum og ein góð ferð gerir ekki upp fyrir minningar mínar af tímaþrengdum bílstjórum sem fleygja manni úr beltislausum sætum, hálftíma bið milli ferða og jafnvel í næsta skiptivagn, óþrifnaður í vögnum og léleg tónlist frá unglingshópnum aftast í vagninum. Það hefur ekkert breyst þrátt fyrir eina góða tímafreka ferð, sem er sýnd því við ættum að geta gert betur.


AMD boii