Síða 1 af 1

Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Lau 17. Des 2022 12:33
af jardel
Hjá mér er oftast 22c
Væri fróðlegt að heyra hver hitinn er í þínu húsu?

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Lau 17. Des 2022 12:50
af ZiRiuS
Oftast 21-24° hjá mér

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Lau 17. Des 2022 13:35
af GuðjónR
23.6°c

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Lau 17. Des 2022 14:56
af agnarkb
Er í gömlu húsi svo þetta er rosalega mismunandi, alveg frá tæplega 20 og upp í 25. Fer auðvitað eftir hvar maður hefur mælinn

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Lau 17. Des 2022 16:21
af kjartanbj
Hjá mér er hitin svona rokkandi á milli 22-25 gráður núna þessa dagana

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Lau 17. Des 2022 17:28
af bjoggi
22-23°C finnst mér þægilegasti hitinn, hitinn helst oftast í kringum það hér heima.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Lau 17. Des 2022 17:44
af hfwf
Geislahitun hér, þannig yfir sumarið er sirka 24-25, yfir vetur nær það upp í 27c sirka.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Lau 17. Des 2022 18:19
af Trihard
Ég er 300 Kelvin maður, persónulega.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Lau 17. Des 2022 18:22
af rapport
Minnir að vinnueftirlitið segi 18-22 eigi við sjrifstofur þar sem fólk situr kyrrt.

Hér heima núna eru 20C, kaldara en ég mundi vilja en erum að opna glugga öðru hvoru til að lofta því annars fýkur inn snjór.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Lau 17. Des 2022 19:27
af axyne
Fyrir mér þá er þæginlegt hitastig 22°C er með hitann stilltan á milli 20-21°C núna í vetur.
það er herferð hér í DK að allir lækki hitann í 19°C til að spara orku, það er ekki þæginlegur hiti að mínu mati en alveg bærilegur í peysu og kósy teppi yfir sjónvarpinu.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Lau 17. Des 2022 19:41
af urban
Trihard skrifaði:Ég er 300 Kelvin maður, persónulega.

Er það ekki alveg í heitara lagi ?

Annars hef ég ekki hugmynd um hitann hérna, ég vil bara hafa það þannig að það sé þægilegt að vera í bol og náttbuxum heima hjá mér.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Sun 18. Des 2022 13:49
af nidur
Í sumar þá vorum við með 22° en ég fór að hækka aðeins í þessu yfir veturinn situr nær 23° núna.

Stóra vandamálið hjá okkur er að halda rakastiginu í 35-40% við erum með varma/loftskiptigræju og ef hún er að skipta of hratt þá er ekki séns að halda rakastiginu á eðlilegum stað. En við þurfum aldrei að opna glugga, alltaf með ferskt loft.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Sun 18. Des 2022 14:38
af TheAdder
293-295°K svona almennt hjá mér :D

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Sun 15. Jan 2023 12:00
af Zorba
nidur skrifaði:Í sumar þá vorum við með 22° en ég fór að hækka aðeins í þessu yfir veturinn situr nær 23° núna.

Stóra vandamálið hjá okkur er að halda rakastiginu í 35-40% við erum með varma/loftskiptigræju og ef hún er að skipta of hratt þá er ekki séns að halda rakastiginu á eðlilegum stað. En við þurfum aldrei að opna glugga, alltaf með ferskt loft.



Hvaða græju ertu með? Mælir þú með þessu til að auka loftgæði?

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Sun 15. Jan 2023 12:44
af gnarr
ég er sáttur í svona 15-20°c, mikið yfir það og mér finnst það óþægilega hlýtt.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Sun 15. Jan 2023 12:53
af rapport
23° núna og virkilega heitt, mikil sól inn um gluggana.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Sun 15. Jan 2023 13:27
af Benzmann
25 gráður c.a

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Sun 15. Jan 2023 13:54
af Moldvarpan
Hef aldrei spáð í því né mælt það.

Hækka hitann ef mér er kalt, simple.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Sun 15. Jan 2023 15:44
af Hjaltiatla
Stilli alla ofna í húsinu á 3/5 (lofhitastýrðir) og þá eru þeir að ég held í 20 gráðum.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Mán 16. Jan 2023 13:39
af appel
Moldvarpan skrifaði:Hef aldrei spáð í því né mælt það.

Hækka hitann ef mér er kalt, simple.


Hehe, já, maður pælir ekkert í þessu, aldrei átt hitamæli, bara veit þegar það er kalt eða heitt.

Re: Hvað kallast gott hitastig í húsum?

Sent: Mán 16. Jan 2023 18:42
af nidur
Zorba skrifaði:
nidur skrifaði:Í sumar þá vorum við með 22° en ég fór að hækka aðeins í þessu yfir veturinn situr nær 23° núna.

Stóra vandamálið hjá okkur er að halda rakastiginu í 35-40% við erum með varma/loftskiptigræju og ef hún er að skipta of hratt þá er ekki séns að halda rakastiginu á eðlilegum stað. En við þurfum aldrei að opna glugga, alltaf með ferskt loft.



Hvaða græju ertu með? Mælir þú með þessu til að auka loftgæði?


Ég er með Save500 frá systemair.

Það verður erfitt fyrir mig að flytja í húsnæði sem er ekki með svona í framtíðinni.

Alltaf ferskt loft á réttu hitastigi og filter á því sem kemur inn, hjálpar örugglega með ofnæmi og fl.