Áhrif frosts á bílhátalara

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2188
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 362
Staða: Ótengdur

Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf Moldvarpan » Fös 20. Jan 2023 07:32

Nú hef ég tekið eftir því í frosthörkunum síðastliðnu 30 daga að hátalarnir í bílnum hjá mér hljóma mikið dósalegri en þeir gera vanalega.

Þeir hljóma í frostinu eins og þeir séu hálf sprungnir.

Lagast þetta aftur þegar frostið fer? Eða skemmast þeir í frosti?

Væri gott ef eh skvett aðeins úr viskubrunni fyrir mig :)
Síðast breytt af Moldvarpan á Fös 20. Jan 2023 07:40, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 122
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf Danni V8 » Fös 20. Jan 2023 08:28

Hugsa að þínir hafa bara verið tæpir fyrir og náð að springa.

Bíllinn minn er 15 ára gamall og búinn að fara í gegnum all nokkra vetra og aldrei hef ég heyrt mun á hátölurunum í frosti


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2188
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 362
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf Moldvarpan » Fös 20. Jan 2023 08:38

Já líklega rétt hjá þér :)

Hélt kannski að frostið hefði eh áhrif á þetta, og gert þá viðkvæmari. Sá hitamælinn sýna -19°C í bílnum tvisvar allavegana á síðastliðnum mánuði.Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 966
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf brain » Fös 20. Jan 2023 09:28

Ef það hefði verið mikill raki í bílnum hjá þér. þá gætu hátalararnir hafa dregið í sig smá, og náð að rifna þegar frostið jókst.Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6972
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 970
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf rapport » Fös 20. Jan 2023 10:33

Hefur frostið ekki áhrif á seglana... veit hvað þú ert að tala um og ímyndaði mér alltaf að seglarnir væru aumari + allt segla málmvirkið ótrúlega lengi að hitna.Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6264
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 430
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf worghal » Fös 20. Jan 2023 10:38

hef verið að lenda í þessu á skodanum mínum, vantar allann bassa og hljómar frekar lélega en svo eitthvað seinna yfir daginn þegar ég starta honum þá hljómar allt eðlilega. spáði einmitt í því hvort að frostið færi að hafa þessi áhrif á hátalarana í hurðum.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 970
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 38
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf Hlynzi » Fös 20. Jan 2023 10:55

Ég hef aldrei orðið var við að hitastig á hátölurum breyti neinu, spurning hvort þetta sé útaf breyttri eigintíðni (resonance) í málminum og plastinu í kuldanum ?


Hlynur

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2188
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 362
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf Moldvarpan » Fös 20. Jan 2023 20:22

worghal skrifaði:hef verið að lenda í þessu á skodanum mínum, vantar allann bassa og hljómar frekar lélega en svo eitthvað seinna yfir daginn þegar ég starta honum þá hljómar allt eðlilega. spáði einmitt í því hvort að frostið færi að hafa þessi áhrif á hátalarana í hurðum.


Fór út á bílnum eftir kvöldmat og núna er 5 gráðu hiti, hljóðið í hátölurunum er orðið eins og það á að sér að vera.

Veit ekki hvað er að gerast sem útskýrir þetta.Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5374
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 975
Staða: Tengdur

Re: Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf appel » Fös 20. Jan 2023 22:59

Moisture and Cold Temperature is Bad for Speakers
https://geekmusician.com/does-cold-temp ... -speakers/

flestir eldri bílar eru með raka inni þar sem þeir eru ekki eins þéttir, á sérstaklega við um minn bíl þar sem ég hef þurft að skafa rúðurnar bæði að innan og utan.
Síðast breytt af appel á Fös 20. Jan 2023 23:00, breytt samtals 2 sinnum.


*-*

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf audiophile » Lau 21. Jan 2023 07:40

Ætli það sé ekki bara misjafnt? Flestir þola þetta, aðrir ekki? Kannski voru þeir eitthvað viðkvæmir fyrir?

Hef átt marga gamla bíla og aldrei lent í svona. Ég er á 16 ára gömlum Subaru sem eru líklega óþéttustu bílar sem þú færð og ekkert vesen í frostinu undanfarið.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2188
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 362
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf Moldvarpan » Lau 21. Jan 2023 07:59

Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu. Líka langmesta frostið sem ég man eftir.

Og þetta var s.s. að gerast í Hyundai i10 bílnum mínum, 2018 árgerð.

En ángæður með að þetta sé komið í lag núna þegar frostið fór :)

Væri gaman að vita samt hvað er að gerast :D
Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 970
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 38
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif frosts á bílhátalara

Pósturaf Hlynzi » Lau 21. Jan 2023 10:08

appel skrifaði:Moisture and Cold Temperature is Bad for Speakers
https://geekmusician.com/does-cold-temp ... -speakers/

flestir eldri bílar eru með raka inni þar sem þeir eru ekki eins þéttir, á sérstaklega við um minn bíl þar sem ég hef þurft að skafa rúðurnar bæði að innan og utan.


Ef þetta er að gerast þá er oftast líklegra að það séu stífluð dren rör og dren tappar sem eru í bílum, ásamt því að ég hef lent í því að miðstöðvar filter sem er blautur olli því að það kom móða á rúðurnar þegar ég setti miðstöðina í gang. Einstaka sinnum er raunverulegur leki inní bílinn (algengast er að þétting á framrúðu hafi klikkað) en afþví að vatnið fer ekki rétta leið endar það inní bíl.


Hlynur